Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir, Ólafur Björn Sverrisson og Bjarki Sigurðsson skrifa 9. október 2022 08:25 Gífurleg snjókoma hefur verið á Norðulandi í dag og rafmagnstruflanir gert vart við sig víða fyrir norðan. vísir/tryggvi páll Aftakaveður er á Norður- og Austurlandi og búast má við vondu veðri á öllu landinu í dag. Gríðarmikilli úrkomu er spáð og talin aukin hætta á snjóflóðum- og skriðuföllum vegna hennar á Norðausturlandi og Austurlandi að Glettingi. Rafmagnstruflanir hafa gert vart við sig á Norðurlandi þar sem rignt hefur líkt og hellt sé úr fötu frá því um klukkan fjögur í nótt. Rauðar viðvaranir tóku gildi á Norðausturlandi og Austurlandi að Glettingi um hádegisbil í dag en appelsínugular viðvarnir verða í gildi á Norðvesturlandi, Miðhálendinu, Austfjörðum og Suðausturlandi. Á Suðvesturlandi, Faxaflóa, Breiðafirði og höfuðborgarsvæðinu eru í gildi gular viðvaranir. Varað hefur verið við því að ekkert ferðaveður sé í dag og fólk verið beðið að setja dýr sín í hús. Lögreglan á Norðurlandi eystra varaði sérstaklega við því í gær að fólk færi á ferðalög í dag og skrifaði á Facebook að það væri raunar glórulaust að ferðast í dag. „Nú er veðurspáin afleit svo ekki sé dýpra í árinni tekið. Í nótt og sérstaklega í fyrramálið versnar veður hratt og hvergi á landinu verður ferðaveður og sérstaklega slæmt hér norðanlands. Í raun alveg glórulaust fram á annað kvöld/aðra nótt. Við viljum biðla til ykkar að leggja alls ekki í ferðir, hlusta og horfa á veðurspá og vera bara heima,“ segir í færslu lögreglunnar. Vísir mun að sjálfsögðu fylgjast grannt með veðrinu í vaktinni í dag. Hafi lesendur ábendingar má senda þær á netfangið ritstjorn@visir.is.
Rafmagnstruflanir hafa gert vart við sig á Norðurlandi þar sem rignt hefur líkt og hellt sé úr fötu frá því um klukkan fjögur í nótt. Rauðar viðvaranir tóku gildi á Norðausturlandi og Austurlandi að Glettingi um hádegisbil í dag en appelsínugular viðvarnir verða í gildi á Norðvesturlandi, Miðhálendinu, Austfjörðum og Suðausturlandi. Á Suðvesturlandi, Faxaflóa, Breiðafirði og höfuðborgarsvæðinu eru í gildi gular viðvaranir. Varað hefur verið við því að ekkert ferðaveður sé í dag og fólk verið beðið að setja dýr sín í hús. Lögreglan á Norðurlandi eystra varaði sérstaklega við því í gær að fólk færi á ferðalög í dag og skrifaði á Facebook að það væri raunar glórulaust að ferðast í dag. „Nú er veðurspáin afleit svo ekki sé dýpra í árinni tekið. Í nótt og sérstaklega í fyrramálið versnar veður hratt og hvergi á landinu verður ferðaveður og sérstaklega slæmt hér norðanlands. Í raun alveg glórulaust fram á annað kvöld/aðra nótt. Við viljum biðla til ykkar að leggja alls ekki í ferðir, hlusta og horfa á veðurspá og vera bara heima,“ segir í færslu lögreglunnar. Vísir mun að sjálfsögðu fylgjast grannt með veðrinu í vaktinni í dag. Hafi lesendur ábendingar má senda þær á netfangið ritstjorn@visir.is.
Veður Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Fleiri fréttir Væta af og til Íbúar á austari hluta landsins gætu séð til tunglmyrkvans Norðlæg átt en bjart að mestu sunnanlands Hiti að tíu stigum en víða næturfrost Vestlæg átt leikur um landið Víða allhvass vindur norðantil síðdegis Yfirleitt hægur vindur en allvíða él Breytileg átt og einhver él á sveimi Rólegt veður næstu daga Vindasamt og rigning Gul viðvörun á Vestfjörðum í kvöld og nótt Slydda og snjókoma víða um land Appelsínugular viðvaranir í kortunum Öflug lægð nálgast landið Viðvaranir í gildi og vætusamt víða um land Lægðagangur og umhleypingar næstu daga Él sunnan- og vestanlands og hvessir í kvöld Von á stormi Frost að sjö stigum og von á næstu lægð Éljagangur sunnan- og vestantil seinni partinn Norðanátt og frystir smám saman Rigningarveður í kortunum Slydda og snjókoma fyrir norðan Útlit fyrir talsverða rigningu Mögulegt hvassviðri fyrir sunnan Lægðagangur í suðri og hæðasvæði í norðri Allhvass vindur sunnantil og dálítil væta Víðast skúrir og él og herðir á vindi í kvöld Úrhellisrigning á Vesturlandi Gular viðvaranir og ekkert ferðaveður Sjá meira