Þjófnaður á skyrlokum orðinn stórvandamál í Bónus Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 10. október 2022 23:00 Hér má sjá umrætt skilti sem sett var upp í Bónus í Kringlunni. vísir/egill Bónus í Kringlunni hefur þurft að farga hundruðum skyrdolla vegna þjófnaðar á loki umbúðanna. Vilji framleiðenda til að sporna gegn plastneyslu hefur skapað nýtt og ófyrirséð vandamál. „Að taka lok úr öðru skyri er þjófnaður“ segir skilti í Bónus í Kringlunni. Margir hafa velt því fyrir sér hvað þetta þýði eiginlega. Hverjum dettur í hug að stela loki af skyri? Þar hefur brotist út hálfgerður faraldur en rekja má upptök hans til aðgerða matvælaframleiðenda til að sporna gegn plastnotkun og loftslagsbreytingum. Fjallað var um mikla óánægju landsmanna með papparör og pappaskeiðar í fyrra sem komu í staðinn fyrir einnota plast. Sum fyrirtæki hafa nú gengið skrefinu lengra og selja ýmis skyr og jógúrt án loks - og þá auðvitað alveg án nokkurs áhalds til að neyta þeirra. „Við erum búin að vera að lenda í því að við fáum mikið af skólakrökkum til okkar og þeir sækja svoldið í skeiðarnar á skyrinu. Og eins og þið sjáið þá eru náttúrulega ekki allar með skeið. Og þá er tekið svolítið upp á því að nappa lokunum og skipt,“ segir Gunnar Jónsson, verslunarstjóri Bónus í Kringlunni og sýnir okkur mismunandi umbúðir í sjónvarpsklippunni sem er hér að neðan. Krakkarnir vilja greinilega eitthvað til að borða skyrið með í hádeginu. Og þessi tilraun framleiðenda til að stuðla að minni plastneyslu skapar nýtt umhverfisvandamál. Upplýsingar um síðasta neysludag eru nefnilega oftast prentaðar á lok varanna. Og þegar lokið hverfur má ekki selja vöruna lengur. Skyr með loki og pappaskeið og skyr án loks. Hvort má bjóða þér?vísir/egill „Bæði hverfur lokið og svo eru dagsetningar á þessu öllu sem þarf að fylgja þannig við getum ekki verið að selja þetta með röngum dagsetningum,“ segir Gunnar. Þurfiði þá að farga vörunni eða hvað? „Já, henni er fargað.“ Mikil matarsóun hlýst af þessu en skyrdollurnar eru ansi margar sem Bónus í Kringlunni hefur þurft að farga. „Þau eru allavega í hundruðunum. Án efa,“ segir Gunnar. Gunnar Jónsson (til vinstri) er verslunarstjóri Bónus í Kringlunni.vísir/egill Og þetta er væntanlega dáldið tjón fyrir ykkur ef þið getið ekki selt vöruna? „Já, þetta er stórt tjón.“ Bónus hefur því tekið sig til og býður upp á fríar bambusskeiðar fyrir þá sem kaupa loklaus skyr. Og nú er bara að sjá hvort krakkarnir sætti sig við þann kost. Fjallað var um óánægju landsmanna með papparör- og skeiðar í kvöldfréttum Stöðvar 2 í ágúst í fyrra: Matvælaframleiðsla Loftslagsmál Umhverfismál Neytendur Verslun Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
„Að taka lok úr öðru skyri er þjófnaður“ segir skilti í Bónus í Kringlunni. Margir hafa velt því fyrir sér hvað þetta þýði eiginlega. Hverjum dettur í hug að stela loki af skyri? Þar hefur brotist út hálfgerður faraldur en rekja má upptök hans til aðgerða matvælaframleiðenda til að sporna gegn plastnotkun og loftslagsbreytingum. Fjallað var um mikla óánægju landsmanna með papparör og pappaskeiðar í fyrra sem komu í staðinn fyrir einnota plast. Sum fyrirtæki hafa nú gengið skrefinu lengra og selja ýmis skyr og jógúrt án loks - og þá auðvitað alveg án nokkurs áhalds til að neyta þeirra. „Við erum búin að vera að lenda í því að við fáum mikið af skólakrökkum til okkar og þeir sækja svoldið í skeiðarnar á skyrinu. Og eins og þið sjáið þá eru náttúrulega ekki allar með skeið. Og þá er tekið svolítið upp á því að nappa lokunum og skipt,“ segir Gunnar Jónsson, verslunarstjóri Bónus í Kringlunni og sýnir okkur mismunandi umbúðir í sjónvarpsklippunni sem er hér að neðan. Krakkarnir vilja greinilega eitthvað til að borða skyrið með í hádeginu. Og þessi tilraun framleiðenda til að stuðla að minni plastneyslu skapar nýtt umhverfisvandamál. Upplýsingar um síðasta neysludag eru nefnilega oftast prentaðar á lok varanna. Og þegar lokið hverfur má ekki selja vöruna lengur. Skyr með loki og pappaskeið og skyr án loks. Hvort má bjóða þér?vísir/egill „Bæði hverfur lokið og svo eru dagsetningar á þessu öllu sem þarf að fylgja þannig við getum ekki verið að selja þetta með röngum dagsetningum,“ segir Gunnar. Þurfiði þá að farga vörunni eða hvað? „Já, henni er fargað.“ Mikil matarsóun hlýst af þessu en skyrdollurnar eru ansi margar sem Bónus í Kringlunni hefur þurft að farga. „Þau eru allavega í hundruðunum. Án efa,“ segir Gunnar. Gunnar Jónsson (til vinstri) er verslunarstjóri Bónus í Kringlunni.vísir/egill Og þetta er væntanlega dáldið tjón fyrir ykkur ef þið getið ekki selt vöruna? „Já, þetta er stórt tjón.“ Bónus hefur því tekið sig til og býður upp á fríar bambusskeiðar fyrir þá sem kaupa loklaus skyr. Og nú er bara að sjá hvort krakkarnir sætti sig við þann kost. Fjallað var um óánægju landsmanna með papparör- og skeiðar í kvöldfréttum Stöðvar 2 í ágúst í fyrra:
Matvælaframleiðsla Loftslagsmál Umhverfismál Neytendur Verslun Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira