„Ekki lið sem við erum að fara að labba yfir“ Sindri Sverrisson skrifar 10. október 2022 20:00 Á morgun er komið að úrslitastundu hjá Þorsteini Halldórssyni og hans leikmönnum sem ætla sér að komast á HM í fyrsta sinn. Vísir/Vilhelm „Þetta er 50:50 leikur að mörgu leyti,“ segir Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari um leikinn við Portúgal á morgun, um sæti á HM kvenna í fótbolta. Portúgal er lægra skrifað en Ísland, heilum þrettán sætum neðar á heimslistanum, en búast má við jöfnum leik hér í Pacos de Ferreira á morgun. Portúgal sýndi það á EM í sumar, þar sem liðið gerði til að mynda jafntefli við Sviss og tapaði naumlega gegn Hollandi 3-2, að liðið er sterkt og undirstrikaði það svo með 2-1 sigrinum gegn Belgíu á fimmtudaginn, sem skilaði liðinu áfram í leikinn við Ísland. „Ég held að Portúgalar hafi sýnt öllum í síðasta leik að þetta er ekki lið sem við erum að fara að labba eitthvað yfir. Þetta er sókndjarft lið og það eru mörk í leikmönnum þeirra,“ segir Þorsteinn. Klippa: Þorsteinn um Portúgalana „Við þurfum að vera tilbúin í alvöru leik, þar sem við þurfum að vera grimm og vinna þau í návígjunum allan tímann. Þær eru agressívar og beinskeyttar, og við þurfum að stoppa ákveðna hluti í sóknarleik þeirra til að hindra að þær komist á skrið.“ Frekar viljað Belgíu miðað við síðasta leik Fyrir fram hefðu ef til vill einhverjir kosið að mæta Belgíu frekar en Portúgal, en eftir leik liðanna á fimmtudag er Þorsteinn ekki í vafa: „Ef ég ætti að miða við síðasta leik þá hefði ég frekar viljað mæta Belgíu. Þær [portúgölsku] voru bara betri heilt yfir. Auðvitað munaði ekkert miklu að Belgía hefði komist yfir, það var dæmt mark af þeim út af einhverjum millímetrum, en miðað við hvernig leikurinn spilaðist þá var Portúgal bara betra. Þær sýndu og sönnuðu að þetta er lið sem ekki er hægt að mæta með hangandi hendi. Við þurfum að mæta upp á okkar besta.“ Ísland og Portúgal mætast klukkan 17 á morgun, að íslenskum tíma, í úrslitaleik um sæti á HM. Vinni Ísland í venjulegum leiktíma eða framlengingu kemst liðið beint á HM en vinni liðið í vítaspyrnukeppni er mögulegt að það þurfi að fara í aukaumspil í febrúar með liðum úr öðrum heimsálfum. Landslið kvenna í fótbolta HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Fótbolti Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Sjá meira
Portúgal er lægra skrifað en Ísland, heilum þrettán sætum neðar á heimslistanum, en búast má við jöfnum leik hér í Pacos de Ferreira á morgun. Portúgal sýndi það á EM í sumar, þar sem liðið gerði til að mynda jafntefli við Sviss og tapaði naumlega gegn Hollandi 3-2, að liðið er sterkt og undirstrikaði það svo með 2-1 sigrinum gegn Belgíu á fimmtudaginn, sem skilaði liðinu áfram í leikinn við Ísland. „Ég held að Portúgalar hafi sýnt öllum í síðasta leik að þetta er ekki lið sem við erum að fara að labba eitthvað yfir. Þetta er sókndjarft lið og það eru mörk í leikmönnum þeirra,“ segir Þorsteinn. Klippa: Þorsteinn um Portúgalana „Við þurfum að vera tilbúin í alvöru leik, þar sem við þurfum að vera grimm og vinna þau í návígjunum allan tímann. Þær eru agressívar og beinskeyttar, og við þurfum að stoppa ákveðna hluti í sóknarleik þeirra til að hindra að þær komist á skrið.“ Frekar viljað Belgíu miðað við síðasta leik Fyrir fram hefðu ef til vill einhverjir kosið að mæta Belgíu frekar en Portúgal, en eftir leik liðanna á fimmtudag er Þorsteinn ekki í vafa: „Ef ég ætti að miða við síðasta leik þá hefði ég frekar viljað mæta Belgíu. Þær [portúgölsku] voru bara betri heilt yfir. Auðvitað munaði ekkert miklu að Belgía hefði komist yfir, það var dæmt mark af þeim út af einhverjum millímetrum, en miðað við hvernig leikurinn spilaðist þá var Portúgal bara betra. Þær sýndu og sönnuðu að þetta er lið sem ekki er hægt að mæta með hangandi hendi. Við þurfum að mæta upp á okkar besta.“ Ísland og Portúgal mætast klukkan 17 á morgun, að íslenskum tíma, í úrslitaleik um sæti á HM. Vinni Ísland í venjulegum leiktíma eða framlengingu kemst liðið beint á HM en vinni liðið í vítaspyrnukeppni er mögulegt að það þurfi að fara í aukaumspil í febrúar með liðum úr öðrum heimsálfum.
Landslið kvenna í fótbolta HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Fótbolti Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Sjá meira