Draumur Íslands gæti oltið á VAR í kvöld: „Gerir leikinn sanngjarnari“ Sindri Sverrisson skrifar 11. október 2022 11:01 Stuðst var við myndbandsdómgæslu á EM í sumar þar sem Ísland spilaði. Hér bíður Sandra Sigurðardóttir eftir ákvörðun um vítaspyrnu í leiknum gegn Belgíu, í 1-1 jafnteflinu í fyrsta leik Íslands á mótinu. Getty/James Gill Það hefur aðeins færst í aukana að notast sé við myndbandsdómara, VAR, í fótbolta kvenna líkt og hjá körlum. Draumur íslenska landsliðsins um að tryggja sér HM-farseðil í kvöld gæti til að mynda ráðist á VAR-ákvörðun. „Ég hef svo sem enga skoðun á því aðra en þá að með VAR þá vinnur frekar liðið sem á skilið að vinna,“ segir Dagný Brynjarsdóttir, markahæsti leikmaður íslenska landsliðshópsins sem nú undirbýr sig fyrir umspilsleikinn við Portúgal sem hefst klukkan 17 að íslenskum tíma. Íslenska landsliðið kynntist myndbandsdómgæslu á EM í Englandi í sumar, og sumir af leikmönnum liðsins spiluðu einnig VAR-leiki í útsláttarkeppni Meistaradeildar Evrópu á síðustu leiktíð. Þá var notast við VAR á síðasta heimsmeistaramóti en Ísland var ekki með þar. Þó að ekki hafi verið notast við VAR í undankeppni HM þá ákvað UEFA að það skyldi gert í umspilinu núna í október. Dagný tilbúin að senda dómarann að skjánum Myndbandsdómgæslan hafði mikið að segja þegar Portúgal komst áfram í leikinn við Ísland, með 2-1 sigri gegn Belgíu í síðustu viku. Þar var mark dæmt af Belgum eftir skoðun á myndbandi, og Belgar höfðu áður fengið vítaspyrnu eftir VAR-ákvörðun. „Ég held að þetta geri leikinn bara sanngjarnari og liðið sem á skilið að fara áfram geri það,“ segir Dagný sem verður eflaust tilbúin að leiðbeina dómaranum um að skoða atvik betur telji hún illa farið með íslenska liðið: „Já, maður hefur það á bakvið eyrað. Ef manni finnst eitthvað vafasamt vill maður náttúrulega segja eitthvað svo að dómarinn líti á skjáinn.“ Dómarar leiksins í dag koma frá Frakklandi. Stéphani Frappart verður með flautuna en sú sem sér um að fylgjast með því á skjá að rangir dómar hafi ekki mikil áhrif á leikinn er myndbandsdómarinn Francois Letexier. Klippa: Dagný um VAR Ísland og Portúgal mætast klukkan 17, að íslenskum tíma, í úrslitaleik um sæti á HM. Fjallað verður ítarlega um leikinn á Vísi í allan dag. Landslið kvenna í fótbolta HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Fótbolti Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Sjá meira
„Ég hef svo sem enga skoðun á því aðra en þá að með VAR þá vinnur frekar liðið sem á skilið að vinna,“ segir Dagný Brynjarsdóttir, markahæsti leikmaður íslenska landsliðshópsins sem nú undirbýr sig fyrir umspilsleikinn við Portúgal sem hefst klukkan 17 að íslenskum tíma. Íslenska landsliðið kynntist myndbandsdómgæslu á EM í Englandi í sumar, og sumir af leikmönnum liðsins spiluðu einnig VAR-leiki í útsláttarkeppni Meistaradeildar Evrópu á síðustu leiktíð. Þá var notast við VAR á síðasta heimsmeistaramóti en Ísland var ekki með þar. Þó að ekki hafi verið notast við VAR í undankeppni HM þá ákvað UEFA að það skyldi gert í umspilinu núna í október. Dagný tilbúin að senda dómarann að skjánum Myndbandsdómgæslan hafði mikið að segja þegar Portúgal komst áfram í leikinn við Ísland, með 2-1 sigri gegn Belgíu í síðustu viku. Þar var mark dæmt af Belgum eftir skoðun á myndbandi, og Belgar höfðu áður fengið vítaspyrnu eftir VAR-ákvörðun. „Ég held að þetta geri leikinn bara sanngjarnari og liðið sem á skilið að fara áfram geri það,“ segir Dagný sem verður eflaust tilbúin að leiðbeina dómaranum um að skoða atvik betur telji hún illa farið með íslenska liðið: „Já, maður hefur það á bakvið eyrað. Ef manni finnst eitthvað vafasamt vill maður náttúrulega segja eitthvað svo að dómarinn líti á skjáinn.“ Dómarar leiksins í dag koma frá Frakklandi. Stéphani Frappart verður með flautuna en sú sem sér um að fylgjast með því á skjá að rangir dómar hafi ekki mikil áhrif á leikinn er myndbandsdómarinn Francois Letexier. Klippa: Dagný um VAR Ísland og Portúgal mætast klukkan 17, að íslenskum tíma, í úrslitaleik um sæti á HM. Fjallað verður ítarlega um leikinn á Vísi í allan dag.
Landslið kvenna í fótbolta HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Fótbolti Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Sjá meira