„Allur Parken var að spila þennan leik“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 11. október 2022 22:30 Skagamennirnir Hákon Arnar Haraldsson og Ísak Bergmann Jóhannesson komu báðir við sögu í markalausu jafntefli FCK gegn Manchester City. Vísir/Stöð 2 Hákon Arnar Haraldsson og Ísak Bergmann Jóhannesson komu báði við sögu í liði FC Kaupmannahafnar er liðið gerði markalaust jafntefli gegn Englandsmeisturum Manchester City í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Hákon Arnar var í byrjunarliði FCK, en Ísak byrjaði á bekknum og kom inn á eftir um klukkutíma leik, einmitt fyrir Hákon. „Mér líður bara mjög vel. Þetta var alveg klukkuð upplifun, og sérstaklega að ná í þessi úrslit. Bara frábært,“ sagði Hákon Arnar í samtali við Stöð 2 og Vísi eftir leikinn. Ísak tók í sama streng og félagi sinn, en hann fékk ágætis færi seint í leiknum og með smá heppni hefði hann geta tryggt Kaupmannahafnarliðinu óvæntan sigur. „Ef ég hefði sett hann þarna þegar ég renndi mér á fjær. Það hefði verið eitthvað annað, en að taka 0-0 á móti besta liði heims - finnst mér - að taka stig á móti þeim er náttúrulega bara geðveikt,“ sagði Ísak. Þakka rosalegum áhorfendum fyrir stuðninginn Þrátt fyrir að vera að spila á móti einu besta knattspyrnuliði heims hafði þjálfari FCK talað um það fyrir leik að ætla að reyna að gefa City alvöru leik. Það tókst sannarlega og Hákon segir að leikmenn verði að hafa trú á verkefninu fyrir hvern einasta leik. „Þegar maður kemur í leiki þá verður maður náttúrulega að hafa trúna og við erum búnir að tala um það alla vikuna ef við ætlum að mæta og gera eitthvað í þessum leik. Það er náttúrulega allt annað að spila hérna með þessa áhorfendur. Þeir gefa manni alltaf ótrúlega mikið og þá trúir maður alltaf að eitthvað geti gerst, eins og gerðist í dag.“ „Við vorum ekki ellefu þarna inná. Allur Parken var að spila þennan leik og þetta var rosalegt. Við erum bara mjög glaðir með stigið og vonandi hjálpar Dortmund okkur líka og vinnur Sevilla þannig við erum alveg í baráttunni,“ bætti Ísak við, en Dortmund og Sevilla gerðu 1-1 jafntefli þannig honum varð því miður ekki að ósk sinni. Vissi að Gomez fengi rautt um leið og brotið var á sér Sergio Gómez sá rautt eftir að toga Hákon Arnar Haraldsson niður rétt fyrir utan vítateig.Lars Ronbog/Getty Images Hákon Arnar var heldur betur í sviðsljósinu í kvöld, en það var hann sem Sergio Gomez braut á eftir um hálftíma leik og hlaut að launum beint rautt spjald. Það atvik var eitt af nokkrum VAR-augnablikum í leiknum og Hákon segir að Kaupmannahafnarliðið hafi jafnvel grætt á þeim augnablikum. „Við vorum svo sem ekkert mikið að spá í því. Ég held að það hafi bara verið fínt fyrir okkur að stoppa stundum og þá gátum við komið saman og rætt hlutina þannig að þeir nái ekki ákveðnum takti. En þegar hann braut á mér þarna þá vissi ég strax að þetta væri að fara að vera rautt.“ Þá breyttu liðsmenn FCK aðeins um leikkerfi frá seinustu leikjum og Hákon og Ísak voru í aðeins öðrum hlutverkum en oft áður. Hákon segist þó ekki vita hvort það sé eitthvað sem er komið til þess að vera. „Ég veit það ekki sko. Vanalega spilum við 4-3-3, en þegar þú spilar á móti jafn góðu liði og City þá held ég að það hafi verið best að fara í 5-4-1. Það skiptir mig engu máli hvar ég spila,“ sagði Hákon. „Ég er sammála,“ sagði Ísak. „Þetta er besta lið í heimi og við þurftum að breyta einhverju. Þetta var ekki alveg að ganga í fyrri leiknum. Við tökum þennan leik með okkur hvernig við vorum varnarlega, sem liðsheild, og byggjum á því. Sama hvort við spilum 5-4-1 eða 4-3-3 þá skiptir það engu máli held ég.“ Klippa: Viðtal við Hákon Arnar og Ísak Bergmann eftir jafnteflið gegn Manchester City Þurfa að hugsa vel um sig og þá fylgir spiltíminn með Þátttöku í Evrópukeppnum fylgir oft mikið leikjaálag sem Hákon og Ísak hafa fengið að finna fyrir undanfarnar vikur og ekki minnkar það á næstu dögum þar sem nokkuð er um meiðsli hjá Kaupmannahafnarliðinu. „Við þurfum að vera professional og hugsa um okkar eigin líkama og þá munum við fá að spila. Það eru margir leikir á komandi dögum þannig það verður gaman að takast á við þá. eins og ég segi þá þurfum við bara að halda okkur heilum og þá spilum við nóg,“ sagði Ísak, en Hákon grínaðist með að hafa komið virkilega ferskur inn í þennan leik. „ég var nú í banni um helgina þannig ég fæ aðeins lengri hvíld,“ sagði Hákon léttur. „En þú þarft alltaf að hugsa um þig þegar það er svona stutt á milli leikja. Þú þarft alltaf að vera að borða og drekka og sofa nóg, annars koma bara upp meiðsli. Það er ekki gaman að það séu mikil meiðsli, en það er mikill spiltími sem maður getur fengið ef maður verður ekki meiddur núna,“ sagði Hákon að lokum. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Íslendingaliðið tók stig gegn Englandsmeisturunum | Juventus tapaði í Ísrael Ísak Bergmann Jóhannesson, Hákon Arnar Haraldsson og félagar í danska meistaraliðinu FC Kaupmannahöfn sóttu sitt annað stig í G-riðli Meistaradeildar Evrópu þegar liðið gerði markalaust jafntefli gegn ógnarsterku liði Manchester City í kvöld. 11. október 2022 18:46 Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Fleiri fréttir Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Búið að gera tilboð í Ederson og City horfir til Burnley Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Segist viss um að Isak fari ekki fet Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Sjá meira
Hákon Arnar var í byrjunarliði FCK, en Ísak byrjaði á bekknum og kom inn á eftir um klukkutíma leik, einmitt fyrir Hákon. „Mér líður bara mjög vel. Þetta var alveg klukkuð upplifun, og sérstaklega að ná í þessi úrslit. Bara frábært,“ sagði Hákon Arnar í samtali við Stöð 2 og Vísi eftir leikinn. Ísak tók í sama streng og félagi sinn, en hann fékk ágætis færi seint í leiknum og með smá heppni hefði hann geta tryggt Kaupmannahafnarliðinu óvæntan sigur. „Ef ég hefði sett hann þarna þegar ég renndi mér á fjær. Það hefði verið eitthvað annað, en að taka 0-0 á móti besta liði heims - finnst mér - að taka stig á móti þeim er náttúrulega bara geðveikt,“ sagði Ísak. Þakka rosalegum áhorfendum fyrir stuðninginn Þrátt fyrir að vera að spila á móti einu besta knattspyrnuliði heims hafði þjálfari FCK talað um það fyrir leik að ætla að reyna að gefa City alvöru leik. Það tókst sannarlega og Hákon segir að leikmenn verði að hafa trú á verkefninu fyrir hvern einasta leik. „Þegar maður kemur í leiki þá verður maður náttúrulega að hafa trúna og við erum búnir að tala um það alla vikuna ef við ætlum að mæta og gera eitthvað í þessum leik. Það er náttúrulega allt annað að spila hérna með þessa áhorfendur. Þeir gefa manni alltaf ótrúlega mikið og þá trúir maður alltaf að eitthvað geti gerst, eins og gerðist í dag.“ „Við vorum ekki ellefu þarna inná. Allur Parken var að spila þennan leik og þetta var rosalegt. Við erum bara mjög glaðir með stigið og vonandi hjálpar Dortmund okkur líka og vinnur Sevilla þannig við erum alveg í baráttunni,“ bætti Ísak við, en Dortmund og Sevilla gerðu 1-1 jafntefli þannig honum varð því miður ekki að ósk sinni. Vissi að Gomez fengi rautt um leið og brotið var á sér Sergio Gómez sá rautt eftir að toga Hákon Arnar Haraldsson niður rétt fyrir utan vítateig.Lars Ronbog/Getty Images Hákon Arnar var heldur betur í sviðsljósinu í kvöld, en það var hann sem Sergio Gomez braut á eftir um hálftíma leik og hlaut að launum beint rautt spjald. Það atvik var eitt af nokkrum VAR-augnablikum í leiknum og Hákon segir að Kaupmannahafnarliðið hafi jafnvel grætt á þeim augnablikum. „Við vorum svo sem ekkert mikið að spá í því. Ég held að það hafi bara verið fínt fyrir okkur að stoppa stundum og þá gátum við komið saman og rætt hlutina þannig að þeir nái ekki ákveðnum takti. En þegar hann braut á mér þarna þá vissi ég strax að þetta væri að fara að vera rautt.“ Þá breyttu liðsmenn FCK aðeins um leikkerfi frá seinustu leikjum og Hákon og Ísak voru í aðeins öðrum hlutverkum en oft áður. Hákon segist þó ekki vita hvort það sé eitthvað sem er komið til þess að vera. „Ég veit það ekki sko. Vanalega spilum við 4-3-3, en þegar þú spilar á móti jafn góðu liði og City þá held ég að það hafi verið best að fara í 5-4-1. Það skiptir mig engu máli hvar ég spila,“ sagði Hákon. „Ég er sammála,“ sagði Ísak. „Þetta er besta lið í heimi og við þurftum að breyta einhverju. Þetta var ekki alveg að ganga í fyrri leiknum. Við tökum þennan leik með okkur hvernig við vorum varnarlega, sem liðsheild, og byggjum á því. Sama hvort við spilum 5-4-1 eða 4-3-3 þá skiptir það engu máli held ég.“ Klippa: Viðtal við Hákon Arnar og Ísak Bergmann eftir jafnteflið gegn Manchester City Þurfa að hugsa vel um sig og þá fylgir spiltíminn með Þátttöku í Evrópukeppnum fylgir oft mikið leikjaálag sem Hákon og Ísak hafa fengið að finna fyrir undanfarnar vikur og ekki minnkar það á næstu dögum þar sem nokkuð er um meiðsli hjá Kaupmannahafnarliðinu. „Við þurfum að vera professional og hugsa um okkar eigin líkama og þá munum við fá að spila. Það eru margir leikir á komandi dögum þannig það verður gaman að takast á við þá. eins og ég segi þá þurfum við bara að halda okkur heilum og þá spilum við nóg,“ sagði Ísak, en Hákon grínaðist með að hafa komið virkilega ferskur inn í þennan leik. „ég var nú í banni um helgina þannig ég fæ aðeins lengri hvíld,“ sagði Hákon léttur. „En þú þarft alltaf að hugsa um þig þegar það er svona stutt á milli leikja. Þú þarft alltaf að vera að borða og drekka og sofa nóg, annars koma bara upp meiðsli. Það er ekki gaman að það séu mikil meiðsli, en það er mikill spiltími sem maður getur fengið ef maður verður ekki meiddur núna,“ sagði Hákon að lokum.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Íslendingaliðið tók stig gegn Englandsmeisturunum | Juventus tapaði í Ísrael Ísak Bergmann Jóhannesson, Hákon Arnar Haraldsson og félagar í danska meistaraliðinu FC Kaupmannahöfn sóttu sitt annað stig í G-riðli Meistaradeildar Evrópu þegar liðið gerði markalaust jafntefli gegn ógnarsterku liði Manchester City í kvöld. 11. október 2022 18:46 Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Fleiri fréttir Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Búið að gera tilboð í Ederson og City horfir til Burnley Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Segist viss um að Isak fari ekki fet Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Sjá meira
Íslendingaliðið tók stig gegn Englandsmeisturunum | Juventus tapaði í Ísrael Ísak Bergmann Jóhannesson, Hákon Arnar Haraldsson og félagar í danska meistaraliðinu FC Kaupmannahöfn sóttu sitt annað stig í G-riðli Meistaradeildar Evrópu þegar liðið gerði markalaust jafntefli gegn ógnarsterku liði Manchester City í kvöld. 11. október 2022 18:46