Ný Iphone-tækni ruglar rússíbanaferð saman við bílslys Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. október 2022 22:57 Það gæti verið nóg að gera hjá 911 í Bandaríkjunum ef allir þessir rússíbanagestir eru með nýjustu gerð Iphone-síma. Paul Broben/Getty Images Svo virðist sem að ný tækni sem kynnt var til sögunnar með nýjustu gerð Iphone-síma bandaríska tæknirisans Apple geti ruglað rússíbanaferð saman við bílslys. Minnst sex dæmi er um að sjálfvirkt kerfi nýjustu gerðar Iphone-síma Apple hafi hringt í bandarísku neyðarlínuna þar sem kerfið ruglar saman rússíbanaferð eigandans við bílslys. Stutt er síðan Apple kynnti Iphone 14 til leiks. Á meðal nýjunga símans er sjálfvirkt kerfi sem á að nema hvort að eigandi símans hafi lent í bílslysi. Er kerfið hannað til að hringja sjálft í 911, bandarísku neyðarlínuna. Kerfið virkar þannig að þegar það nemur óeðlilegar hreyfingar kemur upp viðvörun á símann í tuttugu sekúndur, auk þess sem að nokkuð hátt viðvörunarhljóð reynist. Hafi eigandinn ekki lent í bílslysi hefur hann því glugga til að koma í veg fyrir að síminn hringi í neyðarlínuna. Óvænt vandamál þessu tengt er hins vegar komið upp í skemmtigörðum víðs vegar um Bandaríkin. Þannig virðast snöggar og óvæntar hreyfingar rússíbana kveikja á kerfinu. Þannig kemur fram í frétt Wall Street Journal að miðstöð Neyðarlínunnar í Warren-sýslu Ohio-ríkis hafi fengið minnst sex símtöl frá sjáfvirku kerfi Iphone-síma frá Kings Island skemmtigarðinum. Sjá má dæmi um eitt af þessum símtölum í tístinu hér að neðan: Since the iPhone 14 went on sale, the 911 dispatch center near Kings Island amusement park has received at least six phones calls saying: “The owner of this iPhone was in a severe car crash...”Except, the owner was just on a roller coaster.🆕 by me: https://t.co/hp1fHZBIf6 pic.twitter.com/i0lZPoWzGz— Joanna Stern (@JoannaStern) October 9, 2022 Þá kemur einnig fram að svipaða sögu sé að segja frá skemmtigarðinum Six Flags Great America í grennd við Chicago. Svo virðist sem að eigendurnir verði ekki varir við viðvörunina frá símanum, enda ef til vill með hugann við eitthvað annað en símann í miðri rússíbanaferð. Apple Bandaríkin Tækni Mest lesið Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Aðalgeir frá Lucinity til Símans Viðskipti innlent Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fleiri fréttir Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Sjá meira
Minnst sex dæmi er um að sjálfvirkt kerfi nýjustu gerðar Iphone-síma Apple hafi hringt í bandarísku neyðarlínuna þar sem kerfið ruglar saman rússíbanaferð eigandans við bílslys. Stutt er síðan Apple kynnti Iphone 14 til leiks. Á meðal nýjunga símans er sjálfvirkt kerfi sem á að nema hvort að eigandi símans hafi lent í bílslysi. Er kerfið hannað til að hringja sjálft í 911, bandarísku neyðarlínuna. Kerfið virkar þannig að þegar það nemur óeðlilegar hreyfingar kemur upp viðvörun á símann í tuttugu sekúndur, auk þess sem að nokkuð hátt viðvörunarhljóð reynist. Hafi eigandinn ekki lent í bílslysi hefur hann því glugga til að koma í veg fyrir að síminn hringi í neyðarlínuna. Óvænt vandamál þessu tengt er hins vegar komið upp í skemmtigörðum víðs vegar um Bandaríkin. Þannig virðast snöggar og óvæntar hreyfingar rússíbana kveikja á kerfinu. Þannig kemur fram í frétt Wall Street Journal að miðstöð Neyðarlínunnar í Warren-sýslu Ohio-ríkis hafi fengið minnst sex símtöl frá sjáfvirku kerfi Iphone-síma frá Kings Island skemmtigarðinum. Sjá má dæmi um eitt af þessum símtölum í tístinu hér að neðan: Since the iPhone 14 went on sale, the 911 dispatch center near Kings Island amusement park has received at least six phones calls saying: “The owner of this iPhone was in a severe car crash...”Except, the owner was just on a roller coaster.🆕 by me: https://t.co/hp1fHZBIf6 pic.twitter.com/i0lZPoWzGz— Joanna Stern (@JoannaStern) October 9, 2022 Þá kemur einnig fram að svipaða sögu sé að segja frá skemmtigarðinum Six Flags Great America í grennd við Chicago. Svo virðist sem að eigendurnir verði ekki varir við viðvörunina frá símanum, enda ef til vill með hugann við eitthvað annað en símann í miðri rússíbanaferð.
Apple Bandaríkin Tækni Mest lesið Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Aðalgeir frá Lucinity til Símans Viðskipti innlent Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fleiri fréttir Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Sjá meira