Ný Iphone-tækni ruglar rússíbanaferð saman við bílslys Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. október 2022 22:57 Það gæti verið nóg að gera hjá 911 í Bandaríkjunum ef allir þessir rússíbanagestir eru með nýjustu gerð Iphone-síma. Paul Broben/Getty Images Svo virðist sem að ný tækni sem kynnt var til sögunnar með nýjustu gerð Iphone-síma bandaríska tæknirisans Apple geti ruglað rússíbanaferð saman við bílslys. Minnst sex dæmi er um að sjálfvirkt kerfi nýjustu gerðar Iphone-síma Apple hafi hringt í bandarísku neyðarlínuna þar sem kerfið ruglar saman rússíbanaferð eigandans við bílslys. Stutt er síðan Apple kynnti Iphone 14 til leiks. Á meðal nýjunga símans er sjálfvirkt kerfi sem á að nema hvort að eigandi símans hafi lent í bílslysi. Er kerfið hannað til að hringja sjálft í 911, bandarísku neyðarlínuna. Kerfið virkar þannig að þegar það nemur óeðlilegar hreyfingar kemur upp viðvörun á símann í tuttugu sekúndur, auk þess sem að nokkuð hátt viðvörunarhljóð reynist. Hafi eigandinn ekki lent í bílslysi hefur hann því glugga til að koma í veg fyrir að síminn hringi í neyðarlínuna. Óvænt vandamál þessu tengt er hins vegar komið upp í skemmtigörðum víðs vegar um Bandaríkin. Þannig virðast snöggar og óvæntar hreyfingar rússíbana kveikja á kerfinu. Þannig kemur fram í frétt Wall Street Journal að miðstöð Neyðarlínunnar í Warren-sýslu Ohio-ríkis hafi fengið minnst sex símtöl frá sjáfvirku kerfi Iphone-síma frá Kings Island skemmtigarðinum. Sjá má dæmi um eitt af þessum símtölum í tístinu hér að neðan: Since the iPhone 14 went on sale, the 911 dispatch center near Kings Island amusement park has received at least six phones calls saying: “The owner of this iPhone was in a severe car crash...”Except, the owner was just on a roller coaster.🆕 by me: https://t.co/hp1fHZBIf6 pic.twitter.com/i0lZPoWzGz— Joanna Stern (@JoannaStern) October 9, 2022 Þá kemur einnig fram að svipaða sögu sé að segja frá skemmtigarðinum Six Flags Great America í grennd við Chicago. Svo virðist sem að eigendurnir verði ekki varir við viðvörunina frá símanum, enda ef til vill með hugann við eitthvað annað en símann í miðri rússíbanaferð. Apple Bandaríkin Tækni Mest lesið Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Viðskipti innlent Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Minnst sex dæmi er um að sjálfvirkt kerfi nýjustu gerðar Iphone-síma Apple hafi hringt í bandarísku neyðarlínuna þar sem kerfið ruglar saman rússíbanaferð eigandans við bílslys. Stutt er síðan Apple kynnti Iphone 14 til leiks. Á meðal nýjunga símans er sjálfvirkt kerfi sem á að nema hvort að eigandi símans hafi lent í bílslysi. Er kerfið hannað til að hringja sjálft í 911, bandarísku neyðarlínuna. Kerfið virkar þannig að þegar það nemur óeðlilegar hreyfingar kemur upp viðvörun á símann í tuttugu sekúndur, auk þess sem að nokkuð hátt viðvörunarhljóð reynist. Hafi eigandinn ekki lent í bílslysi hefur hann því glugga til að koma í veg fyrir að síminn hringi í neyðarlínuna. Óvænt vandamál þessu tengt er hins vegar komið upp í skemmtigörðum víðs vegar um Bandaríkin. Þannig virðast snöggar og óvæntar hreyfingar rússíbana kveikja á kerfinu. Þannig kemur fram í frétt Wall Street Journal að miðstöð Neyðarlínunnar í Warren-sýslu Ohio-ríkis hafi fengið minnst sex símtöl frá sjáfvirku kerfi Iphone-síma frá Kings Island skemmtigarðinum. Sjá má dæmi um eitt af þessum símtölum í tístinu hér að neðan: Since the iPhone 14 went on sale, the 911 dispatch center near Kings Island amusement park has received at least six phones calls saying: “The owner of this iPhone was in a severe car crash...”Except, the owner was just on a roller coaster.🆕 by me: https://t.co/hp1fHZBIf6 pic.twitter.com/i0lZPoWzGz— Joanna Stern (@JoannaStern) October 9, 2022 Þá kemur einnig fram að svipaða sögu sé að segja frá skemmtigarðinum Six Flags Great America í grennd við Chicago. Svo virðist sem að eigendurnir verði ekki varir við viðvörunina frá símanum, enda ef til vill með hugann við eitthvað annað en símann í miðri rússíbanaferð.
Apple Bandaríkin Tækni Mest lesið Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Viðskipti innlent Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf