Ekki brotleg vegna orðalags um „skæruliðadeildina“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. október 2022 23:24 Fréttastofa RÚV og fréttamaður RÚV eru ekki talin hafa brotið siðareglur Blaðamannafélags Íslands. Vísir/Vilhelm Siðanefnd Blaðamannafélag Íslands hefur úrskurðað að Brynjólfur Þór Guðmundsson, fréttamaður RÚV, og fréttastofa RÚV, hafi ekki brotið gegn siðareglum félagsins vegna orðalags um hina svokölluðu „skæruliðadeild“ Samherja í frétt á vef RÚV. Þetta kemur fram á vef Blaðamannafélagsins þar sem vísað er í kæru Örnu McClure, lögmanns Samherja. Kæran var sett fram vegna fréttar sem Brynjólfur er skrifaður fyrir og birtist á vef RÚV þann 9. maí síðastliðinn undir fyrirsögninni „Lögreglan ekki vanhæf til að rannsaka fréttamenn“ Fréttin fjallaði um úrskurð Landsréttar um að lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra og staðgengill hans væru ekki vanhæf til að fara með rannsókn á meintum brotum gegn friðhelgi Páli Steingrímssyni, skipstjóra. Taldi brotið gegn þriðju grein siðareglna BÍ Kvartað var sérstaklega yfir einni málsgrein umræddrar fréttar þar sem minnst var á hina svokölluðu „skæruliðadeild“ sjávarútvegsfyrirtækisins Samherja og að hún hafi samræmt atlögu að fréttamönnum sem fjölluðu um málefni Samherja í Namibíu. Að mati Örnu fól umrætt orðalag það í sér að hún, sem nafngreind var í umfjöllun um hina svokölluðu „skæruliðadeild“, hafi viðhaft samræmda atlögu að fréttamönnum. Að mati hennar ætti sú fyrirætlan sér hvorki stoð í gögnum málsins né raunveruleikanum. Þá hafi við vinnslu fréttarinnar ekki verið leitað sjónarmiða hennar auk þess sem að fréttamaður hafi ekki haft öll gögn málsins undir höndum. Taldi Arna að þetta væri brot á þriðju grein siðareglna Blaðamannafélagsins sem fjallar meðal annars um að blaðamaður vandi upplýsingaöflun, úrvinnslu og framsetningu sem kostur er. Þá hafi kröfu hennar um leiðréttingu veri hafnað. Engin ástæða til að leita viðbragða hennar Í svari RÚV við kæru Örnu kom fram að mál Samherja hafi verið til umfjöllunar í fjölmiðlum hér á landi, ummæli um svonefnda „skæruliðadeild“ hafi ítrekað verið notað í fjölmiðlaumfjöllun og ætti sér stoð í gögnum. Þá hafi ekki verið ástæða til að leita viðbragða Örnu vegna fréttarinnar. Í niðurstöðu siðanefndar Blaðamannafélagsins segir að umrædd frétt fjalli um niðurstöðu Landsréttar, forsaga málsins sé stuttlega rakin með „vísan í orðalag sem margoft hefur verið notað í opinberri umræðu“. Þá styðji framkomin gögn að mati nefndarinnar þann gildisdóm sem fram kemur í þeirri setningu sem nefnd sé í kærunni. Að auki hafi ekkert kallað á að leitað væri til Örnu vegna fréttarinnar. Voru því Brynjólfur Þór og fréttastofa RÚV ekki talin brotleg gagnvart siðareglum BÍ í máli þessu. Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Samherjaskjölin Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Sjá meira
Þetta kemur fram á vef Blaðamannafélagsins þar sem vísað er í kæru Örnu McClure, lögmanns Samherja. Kæran var sett fram vegna fréttar sem Brynjólfur er skrifaður fyrir og birtist á vef RÚV þann 9. maí síðastliðinn undir fyrirsögninni „Lögreglan ekki vanhæf til að rannsaka fréttamenn“ Fréttin fjallaði um úrskurð Landsréttar um að lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra og staðgengill hans væru ekki vanhæf til að fara með rannsókn á meintum brotum gegn friðhelgi Páli Steingrímssyni, skipstjóra. Taldi brotið gegn þriðju grein siðareglna BÍ Kvartað var sérstaklega yfir einni málsgrein umræddrar fréttar þar sem minnst var á hina svokölluðu „skæruliðadeild“ sjávarútvegsfyrirtækisins Samherja og að hún hafi samræmt atlögu að fréttamönnum sem fjölluðu um málefni Samherja í Namibíu. Að mati Örnu fól umrætt orðalag það í sér að hún, sem nafngreind var í umfjöllun um hina svokölluðu „skæruliðadeild“, hafi viðhaft samræmda atlögu að fréttamönnum. Að mati hennar ætti sú fyrirætlan sér hvorki stoð í gögnum málsins né raunveruleikanum. Þá hafi við vinnslu fréttarinnar ekki verið leitað sjónarmiða hennar auk þess sem að fréttamaður hafi ekki haft öll gögn málsins undir höndum. Taldi Arna að þetta væri brot á þriðju grein siðareglna Blaðamannafélagsins sem fjallar meðal annars um að blaðamaður vandi upplýsingaöflun, úrvinnslu og framsetningu sem kostur er. Þá hafi kröfu hennar um leiðréttingu veri hafnað. Engin ástæða til að leita viðbragða hennar Í svari RÚV við kæru Örnu kom fram að mál Samherja hafi verið til umfjöllunar í fjölmiðlum hér á landi, ummæli um svonefnda „skæruliðadeild“ hafi ítrekað verið notað í fjölmiðlaumfjöllun og ætti sér stoð í gögnum. Þá hafi ekki verið ástæða til að leita viðbragða Örnu vegna fréttarinnar. Í niðurstöðu siðanefndar Blaðamannafélagsins segir að umrædd frétt fjalli um niðurstöðu Landsréttar, forsaga málsins sé stuttlega rakin með „vísan í orðalag sem margoft hefur verið notað í opinberri umræðu“. Þá styðji framkomin gögn að mati nefndarinnar þann gildisdóm sem fram kemur í þeirri setningu sem nefnd sé í kærunni. Að auki hafi ekkert kallað á að leitað væri til Örnu vegna fréttarinnar. Voru því Brynjólfur Þór og fréttastofa RÚV ekki talin brotleg gagnvart siðareglum BÍ í máli þessu.
Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Samherjaskjölin Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Sjá meira