Gummi Ben og Baldur Sig um þýðingu stórsigurs Liverpool í Glasgow í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. október 2022 12:30 Guðmundur Benediktsson og Baldur Sigurðsson fóru yfir leik Liverpool og Rangers í gær. S2 Sport Guðmundur Benediktsson og Baldur Sigurðsson voru á Ibrox í gærkvöldi og sáu Liverpool liðið skora sjö mörk á útivelli í Meistaradeildinni. „Liverpool skoraði sjö mörk gegn einu marki heimamanna. Það voru reyndar heimamenn sem skoruðu fyrsta markið og þetta var í áttunda skiptið á leiktíðinni sem Liverpool fær á sig fyrsta markið. Þeir höfðu aðeins unnið einn af þessum leikjum fyrir þennan leik þar sem þeir hafa fengið á sig fyrsta markið. Þetta var aldrei spurning eftir að Liverpool jafnaði metin,“ sagði Guðmundur Benediktsson. Harvey Elliott og Mohamed Salah.AP/Scott Heppell „Það var það í rauninni ekki en það var mikil ástríða í stuðningsmönnunum og leikvangurinn gjörsamlega sprakk þegar þeir skoruðu þetta fyrsta markið. Rangers menn voru klaufar að fá þetta fyrsta mark á sig úr horni. Þá var ekkert að gerast og mér fannst þeir hafa undirtökin í leiknum,“ sagði Baldur Sigurðsson. „Þegar Liverpool komst yfir þá fann maður að það kom uppgjöf í Rangers og Liverpool gaf bara meira og meira í. Þá fóru þeir að skipta inn mönnum sem vanalega byrja, sprungu gjörsamlega út og kláruðu þetta svo sannarlega með stæl,“ sagði Baldur. Klippa: Gummi og Baldur á Ibrox Erum við að sjá Liverpool liðið að koma til baka „Salah hefur verið að fá gagnrýni að hann sé ekki að skora mörk. Hann svaraði henni á rúmlega fimm mínútna kafla þegar hann kemur inn á. Jota kemur inn á og er með þrennu í stoðsendingum. Síðan ertu með Firmino sem hefur fengið að spila meira að undanförnu og hann skorar tvö mörk og var í raun besti maður vallarins. Erum við að sjá Liverpool liðið að koma til baka eftir erfiða byrjun,“ sagði Guðmundur. „Það á eftir að koma í ljós. Það er stórleikur á sunnudaginn á móti City og við fáum að sjá það betur í þeim leik. Allt þetta sem þú nefndir mun klárlega hjálpa til þess og talandi um að fá Salah inn með að skora þessi þrjú mörk. Hann lét þetta líta svo ótrúlega auðvelt og það er sá Salah sem við þekkjum,“ sagði Baldur Sigurðsson. Mohamed Salah.AP/Steve Welsh Lætur varnarmenn líta svo illa út „Hann lætur varnarmenn líta svo illa út og leikurinn er svo einfaldur fyrir honum. Ef hann dettur í þennan gír sem hann var hérna í kvöld eftir að hann kom inn á þá er von á góðu fyrir Liverpool. Ég myndi segja að þetta gefi þeim mikið sjálfstraust og það fer að koma að því að þeir detta inn í rytmann sinn og komast á skrið þar sem þeir tengja saman marga sigra,“ sagði Baldur. Það má sjá Baldur og Gumma Ben greina leikinn á Ibrox í gærköldi hér að ofan. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf Andriy Shevchenko á leið til Íslands Fótbolti „Við bara brotnum“ Körfubolti Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Grealish og Foden líður ekki vel Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Sjá meira
„Liverpool skoraði sjö mörk gegn einu marki heimamanna. Það voru reyndar heimamenn sem skoruðu fyrsta markið og þetta var í áttunda skiptið á leiktíðinni sem Liverpool fær á sig fyrsta markið. Þeir höfðu aðeins unnið einn af þessum leikjum fyrir þennan leik þar sem þeir hafa fengið á sig fyrsta markið. Þetta var aldrei spurning eftir að Liverpool jafnaði metin,“ sagði Guðmundur Benediktsson. Harvey Elliott og Mohamed Salah.AP/Scott Heppell „Það var það í rauninni ekki en það var mikil ástríða í stuðningsmönnunum og leikvangurinn gjörsamlega sprakk þegar þeir skoruðu þetta fyrsta markið. Rangers menn voru klaufar að fá þetta fyrsta mark á sig úr horni. Þá var ekkert að gerast og mér fannst þeir hafa undirtökin í leiknum,“ sagði Baldur Sigurðsson. „Þegar Liverpool komst yfir þá fann maður að það kom uppgjöf í Rangers og Liverpool gaf bara meira og meira í. Þá fóru þeir að skipta inn mönnum sem vanalega byrja, sprungu gjörsamlega út og kláruðu þetta svo sannarlega með stæl,“ sagði Baldur. Klippa: Gummi og Baldur á Ibrox Erum við að sjá Liverpool liðið að koma til baka „Salah hefur verið að fá gagnrýni að hann sé ekki að skora mörk. Hann svaraði henni á rúmlega fimm mínútna kafla þegar hann kemur inn á. Jota kemur inn á og er með þrennu í stoðsendingum. Síðan ertu með Firmino sem hefur fengið að spila meira að undanförnu og hann skorar tvö mörk og var í raun besti maður vallarins. Erum við að sjá Liverpool liðið að koma til baka eftir erfiða byrjun,“ sagði Guðmundur. „Það á eftir að koma í ljós. Það er stórleikur á sunnudaginn á móti City og við fáum að sjá það betur í þeim leik. Allt þetta sem þú nefndir mun klárlega hjálpa til þess og talandi um að fá Salah inn með að skora þessi þrjú mörk. Hann lét þetta líta svo ótrúlega auðvelt og það er sá Salah sem við þekkjum,“ sagði Baldur Sigurðsson. Mohamed Salah.AP/Steve Welsh Lætur varnarmenn líta svo illa út „Hann lætur varnarmenn líta svo illa út og leikurinn er svo einfaldur fyrir honum. Ef hann dettur í þennan gír sem hann var hérna í kvöld eftir að hann kom inn á þá er von á góðu fyrir Liverpool. Ég myndi segja að þetta gefi þeim mikið sjálfstraust og það fer að koma að því að þeir detta inn í rytmann sinn og komast á skrið þar sem þeir tengja saman marga sigra,“ sagði Baldur. Það má sjá Baldur og Gumma Ben greina leikinn á Ibrox í gærköldi hér að ofan.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf Andriy Shevchenko á leið til Íslands Fótbolti „Við bara brotnum“ Körfubolti Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Grealish og Foden líður ekki vel Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Sjá meira