Klopp í viðtali við Gumma Ben: „Þarft leikmenn til að klára dæmið“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. október 2022 14:00 Jürgen Klopp sýndi tennurnar í viðtalinu við Gumma Ben. stöð 2 sport Guðmundur Benediktsson og Baldur Sigurðsson voru á Ibrox þegar Liverpool vann stórsigur á Rangers, 1-7, í Meistaradeild Evrópu. Eftir leikinn ræddi Gummi við Jürgen Klopp, knattspyrnustjóra Liverpool. Klopp á það til að taka pirring sinn út á fjölmiðlamönnum á blaðamannafundum og í viðtölum eftir leiki. En eftir viðureignina á Ibrox í gær var lítið til að vera pirraður yfir og Klopp var ljúfur sem lamb við Gumma. Þjóðverjinn var sáttur með allan leikinn, þrátt fyrir að Liverpool hafi lent undir í áttunda sinn á tímabilinu. „Við brugðumst vel við. Við spiluðum góðan leik. Markið þeirra kom ekki upp úr engu en þetta var staða þar sem við vorum nálægt því að vinna boltann og þeir komust milli miðvarðanna. Þetta var líka vel spilað,“ sagði Klopp við Gumma. „Í fótbolta, og lífinu öllu, snýst þetta allt um hvernig þú bregst við og við skoruðum mark eftir fast leikatriði. Og við spiluðum mjög góðan fótbolta í fyrri hálfleik. Við vissum að ef við myndum spila meiri fótbolta og kæmum hreyfingu á þá kæmumst við í góðar stöður og þetta yrði erfitt fyrir þá.“ Roberto Firmino skoraði fyrstu tvö mörk Liverpool og lagði það þriðja upp fyrir Darwin Nunez. Síðan var komið að þætti Mohameds Salah sem skoraði þrjú mörk á sex mínútum. Aldrei hefur einn leikmaður verið sneggri að skora þrennu í Meistaradeildinni og Salah í gær. Harvey Elliott skoraði svo sjöunda og síðasta mark Liverpool. „Þú þarft leikmenn til að klára dæmið. Það er eitt að búa til stöðurnar, annað að klára þær og við gerðum það frábærlega. Þetta voru frekar ýktar lokatölur,“ sagði Klopp. „Mér fannst allir spila vel. Við vitum hversu góðir við erum. Við þurfum að sýna það reglulega.“ Klippa: Klopp í viðtali við Gumma Ben Það er skammt stórra högga á milli hjá Liverpool því á sunnudaginn mætir liðið Englandsmeisturum Manchester City í ensku úrvalsdeildinni. „Það er mjög spennandi en núna erum við ekki sigurstranglegri. En það er allt í lagi. Það er svo sem ekki hægt að segja mikið um það í kvöld. Allir vita hversu mikil áskorun þetta er en þetta er Anfield og við reynum og sjáum svo hvað gerist.“ Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf Andriy Shevchenko á leið til Íslands Fótbolti „Við bara brotnum“ Körfubolti Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Andriy Shevchenko á leið til Íslands Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Fékk dauðan grís í verðlaun Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ McTominay skoraði tvö og Napoli lifir í voninni Daði leggur skóna á hilluna Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Guðrún beið afhroð Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum Aftur með þrennu á afmælisdeginum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Saklaus en missti af Ólympíuleikunum eftir mistök félagsins Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik Sjá meira
Klopp á það til að taka pirring sinn út á fjölmiðlamönnum á blaðamannafundum og í viðtölum eftir leiki. En eftir viðureignina á Ibrox í gær var lítið til að vera pirraður yfir og Klopp var ljúfur sem lamb við Gumma. Þjóðverjinn var sáttur með allan leikinn, þrátt fyrir að Liverpool hafi lent undir í áttunda sinn á tímabilinu. „Við brugðumst vel við. Við spiluðum góðan leik. Markið þeirra kom ekki upp úr engu en þetta var staða þar sem við vorum nálægt því að vinna boltann og þeir komust milli miðvarðanna. Þetta var líka vel spilað,“ sagði Klopp við Gumma. „Í fótbolta, og lífinu öllu, snýst þetta allt um hvernig þú bregst við og við skoruðum mark eftir fast leikatriði. Og við spiluðum mjög góðan fótbolta í fyrri hálfleik. Við vissum að ef við myndum spila meiri fótbolta og kæmum hreyfingu á þá kæmumst við í góðar stöður og þetta yrði erfitt fyrir þá.“ Roberto Firmino skoraði fyrstu tvö mörk Liverpool og lagði það þriðja upp fyrir Darwin Nunez. Síðan var komið að þætti Mohameds Salah sem skoraði þrjú mörk á sex mínútum. Aldrei hefur einn leikmaður verið sneggri að skora þrennu í Meistaradeildinni og Salah í gær. Harvey Elliott skoraði svo sjöunda og síðasta mark Liverpool. „Þú þarft leikmenn til að klára dæmið. Það er eitt að búa til stöðurnar, annað að klára þær og við gerðum það frábærlega. Þetta voru frekar ýktar lokatölur,“ sagði Klopp. „Mér fannst allir spila vel. Við vitum hversu góðir við erum. Við þurfum að sýna það reglulega.“ Klippa: Klopp í viðtali við Gumma Ben Það er skammt stórra högga á milli hjá Liverpool því á sunnudaginn mætir liðið Englandsmeisturum Manchester City í ensku úrvalsdeildinni. „Það er mjög spennandi en núna erum við ekki sigurstranglegri. En það er allt í lagi. Það er svo sem ekki hægt að segja mikið um það í kvöld. Allir vita hversu mikil áskorun þetta er en þetta er Anfield og við reynum og sjáum svo hvað gerist.“ Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf Andriy Shevchenko á leið til Íslands Fótbolti „Við bara brotnum“ Körfubolti Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Andriy Shevchenko á leið til Íslands Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Fékk dauðan grís í verðlaun Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ McTominay skoraði tvö og Napoli lifir í voninni Daði leggur skóna á hilluna Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Guðrún beið afhroð Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum Aftur með þrennu á afmælisdeginum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Saklaus en missti af Ólympíuleikunum eftir mistök félagsins Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik Sjá meira