Tryggjum aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu Steinunn Bergmann skrifar 14. október 2022 14:30 Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn er haldinn 10. október ár hvert víðsvegar um heim til að vekja athygli á geðheilbrigðismálum. Lögð er áhersla á að fræða almenning um geðrækt og geðsjúkdóma og sporna gegn fordómum í garð fólks með geðrænar áskornir. Margt hefur áunnist á þeim þremur áratugum síðan Alþjóðasamtök um geðheilsu vöktu athygli á málefninu. Öll þurfum við á heilbrigðisþjónustu að halda á lífsins leið og er aðgangur fólks að heilbrigðisþjónustu ein af forsendum velferðar. Geðheilbrigðismál hafa í gegnum tíðina farið halloka þegar kemur að forgangsröðun í heilbrigðiskerfinu hér á landi og því þótti ástæða til að vinna sérstaka stefnu og aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismálum til ársins 2020 og var hún samþykkt á Alþingi í apríl 2016. Megináhersla var á samþættingu þjónustu og tengingu við fjölskyldur, auk áherslu á geðrækt og forvarnir þar sem sérstaklega var vikið að börnum og ungmennum ásamt margvíslegum jaðarhópum og æviskeiðum. Í þessum anda hafa þverfagleg geðheilsuteymi heilsugæslunnar verið byggð upp víða um land og hafa félagsráðgjafar gengt mikilvægu hlutverki í teymunum. Í heilbrigðisstefnu til ársins 2030 er horft á heilsu í víðu samhengi og bent á áhrif umhverfisþátta, efnahagsþátta og félagslegra þátta. Jafnframt er bent á mikilvægi góðs velferðarkerfis og ábyrgð einstaklingsins á eigin heilsu. Í stefnunni er vikið að heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun sem Ísland tekur þátt í að hrinda í framkvæmd í samvinnu við aðrar þjóðir. Heimsmarkmiðin sautján eiga að stuðla að friði og frelsi í heiminum og er útrýming fátæktar eitt af stóru verkefnunum á heimsvísu. Ný stefna í geðheilbrigðismálum til ársins 2030 var samþykkt á Alþingi 15. júní 2022 og tekur hún mið af heilbrigðis- og lýðheilsustefnu. Í stefnunni er lögð áhersla á að hvetja til einstaklingsmiðaðrar heilbrigðisþjónustu og aukinn stuðning við heilsueflingu á öllum æviskeiðum. Tengsl milli fjárhagsvanda og geðrænna áskorana Rannsóknir hafa sýnt fram á tengsl á milli þess að eiga í fjárhagsþrengingum og margs konar geðrænna áskorana. Það hefur einnig verið sýnt fram á að atvinnuleysi er áhættuþáttur þunglyndis og fleiri einkenna andlegrar vanlíðunar en þar vegi tekjuskerðing þyngra en sjálfur atvinnumissirinn. Rannsóknir sýna einnig að efnahagskreppa hefur slæm áhrif á bæði líkamlega og geðræna heilsu fólks á vinnumarkaði (Margrét Einarsdóttir, Kolbeinn Hólmar Stefánsson og Kristín Heba Gísladóttir, 2021). Því er mikilvægt að tryggja aðgengi fólks að geðheilbrigðisþjónustu, bæði innan heilsugæslu og hjá sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsfólki. Fáir félagsráðgjafar starfa innan almennrar heilsugæslu og er brýn þörf á að fjölga þeim þar líkt og gert hefur verið í geðheilsuteymum heilsugæslunnar. Aðgengi að þjónustu óháð tekjum Félagsráðgjafar vinna með einstaklingum, fjölskyldum og öðrum hópum sem eru með sálfélagslegan vanda og nýta þar víðtæka þekkingu sína og fjölbreyttar gagnreyndar aðferðir í vinnu sinni. Félagsráðgjafar starfa meðal annars innan félagsþjónustu sveitarfélaga og hafa þróað margvísleg úrræði til að koma til móts við fólk með geðrænar áskoranir. Þeir eru einnig með einkastofur og bjóða upp á viðtöl við einstaklinga, pör og fjölskyldur sem þurfa á margvíslegri aðstoð að halda. Með einkarekstri eykst aðgengi að þjónustu og einnig valfrelsi til að velja fagaðila sem hentar og því mikilvægt að greiðsluþátttaka Sjúkratrygginga nái yfir viðtalsmeðferð félagsráðgjafa. Fyrir tveimur árum samþykkti Alþingi breytingar á lögum nr. 152/2008 um sjúkratryggingar sbr. grein 21. a. þar sem segir að Sjúkratryggingar taki til nauðsynlegrar sálfræðimeðferðar og annarrar gagnreyndrar samtalsmeðferðar heilbrigðisstarfsmanna sem samið hefur verið um. Er nú beðið eftir að ráðherra setji reglugerð um nánari framkvæmd greinarinnar og veiti fjármagni til þjónustunnar. Höfundur er formaður Félagsráðgjafafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Ávinningur fyrri ára í hættu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Gefum í – því unglingarnir okkar eiga það skilið skrifar Skoðun Það er munur á veðmálum og veðmálum Auður Inga Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir skrifar Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun VR-félagar, ykkar er valið! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Laufey og brúin milli kynslóðanna Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Árangur skólanna, hvað veist þú um hann? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Kartöflurnar eru of dýrar til að kasta í veiðiþjófa Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Neyðarkall frá Gaza: Svona getur þú hjálpað skrifar Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvíti stafur menningarinnar Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn er haldinn 10. október ár hvert víðsvegar um heim til að vekja athygli á geðheilbrigðismálum. Lögð er áhersla á að fræða almenning um geðrækt og geðsjúkdóma og sporna gegn fordómum í garð fólks með geðrænar áskornir. Margt hefur áunnist á þeim þremur áratugum síðan Alþjóðasamtök um geðheilsu vöktu athygli á málefninu. Öll þurfum við á heilbrigðisþjónustu að halda á lífsins leið og er aðgangur fólks að heilbrigðisþjónustu ein af forsendum velferðar. Geðheilbrigðismál hafa í gegnum tíðina farið halloka þegar kemur að forgangsröðun í heilbrigðiskerfinu hér á landi og því þótti ástæða til að vinna sérstaka stefnu og aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismálum til ársins 2020 og var hún samþykkt á Alþingi í apríl 2016. Megináhersla var á samþættingu þjónustu og tengingu við fjölskyldur, auk áherslu á geðrækt og forvarnir þar sem sérstaklega var vikið að börnum og ungmennum ásamt margvíslegum jaðarhópum og æviskeiðum. Í þessum anda hafa þverfagleg geðheilsuteymi heilsugæslunnar verið byggð upp víða um land og hafa félagsráðgjafar gengt mikilvægu hlutverki í teymunum. Í heilbrigðisstefnu til ársins 2030 er horft á heilsu í víðu samhengi og bent á áhrif umhverfisþátta, efnahagsþátta og félagslegra þátta. Jafnframt er bent á mikilvægi góðs velferðarkerfis og ábyrgð einstaklingsins á eigin heilsu. Í stefnunni er vikið að heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun sem Ísland tekur þátt í að hrinda í framkvæmd í samvinnu við aðrar þjóðir. Heimsmarkmiðin sautján eiga að stuðla að friði og frelsi í heiminum og er útrýming fátæktar eitt af stóru verkefnunum á heimsvísu. Ný stefna í geðheilbrigðismálum til ársins 2030 var samþykkt á Alþingi 15. júní 2022 og tekur hún mið af heilbrigðis- og lýðheilsustefnu. Í stefnunni er lögð áhersla á að hvetja til einstaklingsmiðaðrar heilbrigðisþjónustu og aukinn stuðning við heilsueflingu á öllum æviskeiðum. Tengsl milli fjárhagsvanda og geðrænna áskorana Rannsóknir hafa sýnt fram á tengsl á milli þess að eiga í fjárhagsþrengingum og margs konar geðrænna áskorana. Það hefur einnig verið sýnt fram á að atvinnuleysi er áhættuþáttur þunglyndis og fleiri einkenna andlegrar vanlíðunar en þar vegi tekjuskerðing þyngra en sjálfur atvinnumissirinn. Rannsóknir sýna einnig að efnahagskreppa hefur slæm áhrif á bæði líkamlega og geðræna heilsu fólks á vinnumarkaði (Margrét Einarsdóttir, Kolbeinn Hólmar Stefánsson og Kristín Heba Gísladóttir, 2021). Því er mikilvægt að tryggja aðgengi fólks að geðheilbrigðisþjónustu, bæði innan heilsugæslu og hjá sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsfólki. Fáir félagsráðgjafar starfa innan almennrar heilsugæslu og er brýn þörf á að fjölga þeim þar líkt og gert hefur verið í geðheilsuteymum heilsugæslunnar. Aðgengi að þjónustu óháð tekjum Félagsráðgjafar vinna með einstaklingum, fjölskyldum og öðrum hópum sem eru með sálfélagslegan vanda og nýta þar víðtæka þekkingu sína og fjölbreyttar gagnreyndar aðferðir í vinnu sinni. Félagsráðgjafar starfa meðal annars innan félagsþjónustu sveitarfélaga og hafa þróað margvísleg úrræði til að koma til móts við fólk með geðrænar áskoranir. Þeir eru einnig með einkastofur og bjóða upp á viðtöl við einstaklinga, pör og fjölskyldur sem þurfa á margvíslegri aðstoð að halda. Með einkarekstri eykst aðgengi að þjónustu og einnig valfrelsi til að velja fagaðila sem hentar og því mikilvægt að greiðsluþátttaka Sjúkratrygginga nái yfir viðtalsmeðferð félagsráðgjafa. Fyrir tveimur árum samþykkti Alþingi breytingar á lögum nr. 152/2008 um sjúkratryggingar sbr. grein 21. a. þar sem segir að Sjúkratryggingar taki til nauðsynlegrar sálfræðimeðferðar og annarrar gagnreyndrar samtalsmeðferðar heilbrigðisstarfsmanna sem samið hefur verið um. Er nú beðið eftir að ráðherra setji reglugerð um nánari framkvæmd greinarinnar og veiti fjármagni til þjónustunnar. Höfundur er formaður Félagsráðgjafafélags Íslands.
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar
Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun