Segir alla elska Akureyrarflugvöll Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 17. október 2022 20:31 „Ég bara upplifi að allir elski flugvöllinn á Akureyri og allir eru sáttir og sælir með meira flug," segir Hjördís flugvallastjóri. Magnús Hlynur Hreiðarsson Umsvif flugvallarins á Akureyri eru alltaf að aukast og aukast enda mikið um farþegaþotur, sem koma með farþega á völlinn eða fljúga út með farþega í millilandaflugi . Þá er verið að stækka flugstöðina. „Það elska allir flugvöllinn á Akureyri,“ segir flugvallarstjórinn. Það er brjálað að gera á flugvellinum alla daga og ekki síst þegar stóru þoturnar eru að koma á völlinn, sem þurfa mikla þjónustu frá flugvallarstarfsmönnum. Í vikunni fór til dæms full vél með Norðlendinga til Tenerife og og önnur vél fór nokkrar ferðir til Póllands með starfsmenn Samherja á árshátíð. Þá er alltaf mikið að gera í sjúkraflugi og flugvélar Icelandair koma nokkrar ferðir á dag á völlinn frá Reykjavík. Millilandaflug er sannarlega að aukast mikið á vellinum. „Já, það er bara orðið mjög mikið og það er að vaxa mjög mikið. Niceair er náttúrlega komin með áætlunina sína til Kaupmannahafnar og Tenerife og svo er meira fram undan hjá þeim. Svo er bara mikil uppbygging á flugvellinum, það er verið að byggja við flugstöðina, sem er kærkomið, enda er flugvöllurinn löngu sprunginn og svo sömuleiðis er verið að byggja við flughlaðið,“ segir Hjördís Þórhallsdóttir, flugvallastjóri. Umsvif vallarsins eru alltaf að aukast og aukast, ekki síst með auknu millilandaflugi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hjördís segir að hún og starfsfólkið sé í skýjunum yfir öllu því, sem er að gerast á flugvellinum og geti varla beðið eftir að allar framkvæmdirnar klárist. „Þannig að það er bara mjög mikið um að vera hérna og náttúrulega flug til Reykjavíkur, Þórshafnar, Grímsey og Grænlands.“ Bílastæðin eru alltaf meira og minna full við völlinn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Björg Unnur Sigurðardóttir, flugumferðarstjóri hefur meira en nóg að gera í flugturninum. „Já, það eru búnar að vera ansi mikla breytingar á síðustu árum, ekki það að það hefur oft verð mikið að gera en það er töluvert meira upp á síðkastið,“ segir Björg. Björg Unnur segir frábært að vinna í turninum þó hún sé oft ein á vakt. „Það er mjög skemmtilegt, virkilega skemmtilegt, ögrandi og tekur á ýmsum sviðum.“ Björg Unnur segir frábært að vinna í turninum þó hún sé oft ein á vakt.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Ég bara upplifi bara að allir elski flugvöllinn á Akureyri og allir eru sáttir og sælir með meira flug. Mér finnst best að fljúga, leiðinlegra að keyra, þannig að ef ég er að fara eitthvað þá finnst mér fínt að fljúga,“ segir Hjördís flugvallastjóri kampakát með aukin umsvif vallarins. Akureyri Fréttir af flugi Akureyrarflugvöllur Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sjá meira
Það er brjálað að gera á flugvellinum alla daga og ekki síst þegar stóru þoturnar eru að koma á völlinn, sem þurfa mikla þjónustu frá flugvallarstarfsmönnum. Í vikunni fór til dæms full vél með Norðlendinga til Tenerife og og önnur vél fór nokkrar ferðir til Póllands með starfsmenn Samherja á árshátíð. Þá er alltaf mikið að gera í sjúkraflugi og flugvélar Icelandair koma nokkrar ferðir á dag á völlinn frá Reykjavík. Millilandaflug er sannarlega að aukast mikið á vellinum. „Já, það er bara orðið mjög mikið og það er að vaxa mjög mikið. Niceair er náttúrlega komin með áætlunina sína til Kaupmannahafnar og Tenerife og svo er meira fram undan hjá þeim. Svo er bara mikil uppbygging á flugvellinum, það er verið að byggja við flugstöðina, sem er kærkomið, enda er flugvöllurinn löngu sprunginn og svo sömuleiðis er verið að byggja við flughlaðið,“ segir Hjördís Þórhallsdóttir, flugvallastjóri. Umsvif vallarsins eru alltaf að aukast og aukast, ekki síst með auknu millilandaflugi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hjördís segir að hún og starfsfólkið sé í skýjunum yfir öllu því, sem er að gerast á flugvellinum og geti varla beðið eftir að allar framkvæmdirnar klárist. „Þannig að það er bara mjög mikið um að vera hérna og náttúrulega flug til Reykjavíkur, Þórshafnar, Grímsey og Grænlands.“ Bílastæðin eru alltaf meira og minna full við völlinn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Björg Unnur Sigurðardóttir, flugumferðarstjóri hefur meira en nóg að gera í flugturninum. „Já, það eru búnar að vera ansi mikla breytingar á síðustu árum, ekki það að það hefur oft verð mikið að gera en það er töluvert meira upp á síðkastið,“ segir Björg. Björg Unnur segir frábært að vinna í turninum þó hún sé oft ein á vakt. „Það er mjög skemmtilegt, virkilega skemmtilegt, ögrandi og tekur á ýmsum sviðum.“ Björg Unnur segir frábært að vinna í turninum þó hún sé oft ein á vakt.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Ég bara upplifi bara að allir elski flugvöllinn á Akureyri og allir eru sáttir og sælir með meira flug. Mér finnst best að fljúga, leiðinlegra að keyra, þannig að ef ég er að fara eitthvað þá finnst mér fínt að fljúga,“ segir Hjördís flugvallastjóri kampakát með aukin umsvif vallarins.
Akureyri Fréttir af flugi Akureyrarflugvöllur Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sjá meira