Leikurinn tafðist þar sem saga þurfti annað markið niður í rétta stærð Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. október 2022 07:31 Dómaratríó leiksins hafði í nægu að snúast áður en flautað var til leiks í Hull á sunnudag. Richard Sellers/Getty Images Uppi varð fótur og fit á MKM vellinum í Hull fyrir leik heimamanna gegn Birmingham City í ensku B-deildinni í fótbolta í gær, sunnudag. Ástæðan var sú að mörk vallarins voru mishá og því tafðist leikurinn þar sem vallarstarfsmenn þurftu að saga annað markið niður í rétta stærð. Leikurinn átti að hefjast klukkan 15.00 á sunnudag en tafðist um 20 mínútur þar sem annað mark vallarins var einfaldlega hærra en hitt. Hull City s fixture against Birmingham City at the MKM Stadium was delayed due to the goals being different sizes.Staff were seen using a saw to cut one of the goalposts before kick-off, which was deemed to be taller than the other, to the correct size.https://t.co/dWDdBeIWx3— The Athletic UK (@TheAthleticUK) October 16, 2022 Þarna voru góð ráð dýr og rifu starfsmenn vallarins upp rafmagnssög og hófu að saga markið sem var tveimur tommum (5,08 sentímetrum) of hátt. Einnig þurfti að endurstilla Hawkeye-marklínutæknina vegna breytinganna á markinu. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem þetta gerist í ensku B-deildinni á leiktíðinni en í leik Wigan Athletic og Cardiff City nýverið var annað markið hærra en hitt. Þá var talið að það tæki tvo til þrjá tíma að skipta um mark og því var ákveðið að spila leikinn þar sem eitt marka Cardiff í 3-1 útisigri fór af slánni og inn. Hull City's goalposts had to be sawn down to size because they were found to be two inches too tall, causing a delay to their match against Birmingham. pic.twitter.com/TZmGEHzDkI— Sky Sports News (@SkySportsNews) October 16, 2022 Hefði markið verið í réttri stærð hefði það skot eflaust farið í slá og út. Engin slík dramatík átti sér stað í Hull þar sem gestirnir frá Birmingham unnu 2-0 sigur þökk sé mörkum Troy Deeney og Juninho Bacuna. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti „Okkur er alveg sama núna“ Fótbolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Fleiri fréttir Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Sjá meira
Leikurinn átti að hefjast klukkan 15.00 á sunnudag en tafðist um 20 mínútur þar sem annað mark vallarins var einfaldlega hærra en hitt. Hull City s fixture against Birmingham City at the MKM Stadium was delayed due to the goals being different sizes.Staff were seen using a saw to cut one of the goalposts before kick-off, which was deemed to be taller than the other, to the correct size.https://t.co/dWDdBeIWx3— The Athletic UK (@TheAthleticUK) October 16, 2022 Þarna voru góð ráð dýr og rifu starfsmenn vallarins upp rafmagnssög og hófu að saga markið sem var tveimur tommum (5,08 sentímetrum) of hátt. Einnig þurfti að endurstilla Hawkeye-marklínutæknina vegna breytinganna á markinu. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem þetta gerist í ensku B-deildinni á leiktíðinni en í leik Wigan Athletic og Cardiff City nýverið var annað markið hærra en hitt. Þá var talið að það tæki tvo til þrjá tíma að skipta um mark og því var ákveðið að spila leikinn þar sem eitt marka Cardiff í 3-1 útisigri fór af slánni og inn. Hull City's goalposts had to be sawn down to size because they were found to be two inches too tall, causing a delay to their match against Birmingham. pic.twitter.com/TZmGEHzDkI— Sky Sports News (@SkySportsNews) October 16, 2022 Hefði markið verið í réttri stærð hefði það skot eflaust farið í slá og út. Engin slík dramatík átti sér stað í Hull þar sem gestirnir frá Birmingham unnu 2-0 sigur þökk sé mörkum Troy Deeney og Juninho Bacuna.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti „Okkur er alveg sama núna“ Fótbolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Fleiri fréttir Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Sjá meira