Finnst skrýtið að hann komi heim á þessum tímapunkti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. október 2022 14:01 Styrmir Snær Þrastarson í sínum fyrsta leik með Þórsliðinu á þessu tímabili. Vísir/Diego Þórsarar bættu óvænt við sig íslenskum landsliðsmanni eftir að tímabilið í Subway deildinni í körfubolta var byrjað því Styrmir Snær Þrastarson var mættur í Þórsbúninginn á föstudagskvöldið. Styrmir Snær fór í nám til Bandaríkjanna eftir að hann hjálpaði Þórsurum að vinna Íslandsmeistaratitilinn árið 2021 og gekk til liðs við körfuboltalið Davidson skólans. Styrmir fékk lítið sem ekkert að spila á sínu fyrsta tímabili en ákvað samt að taka annan vetur í skólanum. Hann entist þó ekki lengur en það að hann er nú kominn aftur heim í Þorlákshöfn í október. Subway Körfuboltakvöld ræddi heimkomu Styrmis sem var með 6 stig og 8 fráköst í fyrsta leik en klikkaði á öllum fimm þriggja stiga skotum sínum. Gerði miklar vonir „Maður gerði miklar vonir til hans hjá Davidson en hann var lítið að spila. Maður vonaði eins og með alla leikmenn að hann myndi þrauka fjögur ár. Það er gaman að sjá hann í deildinni en maður hefði vilja sjá hann klára hjá Bob McKillop, þeim merkilega þjálfara,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, umsjónarmaður Subway Körfuboltakvölds. Klippa: Subway Körfuboltakvöld: Heimkoma Styrmis „Það virðist vera þannig með stráka sem fara í stóra skóla og stór prógrömm. Þeir eru að koma að því virðist fyrr heim og margir þeirra þótt þeir fari í litlu skólana líka,“ sagði Sævar Sævarsson, sérfræðingur í Körfuboltakvöldi. „Það eru sárafáir íslenskir strákar sem hafa klárað en stelpurnar hafa klárað meira,“ skaut Kjartan inn í. Sævar nefndi dæmi Hauk Helga Pálsson sem fór úr Maryland. Fór sjálfur bara í HR Sævar sagði bara hafa farið í HR á Íslandi og veit ekki hvernig þeim hefur liðið. „Miðað við allar upplýsingarnar sem þú hefur, áður en þú ferð út, þá myndi maður ætla , að menn væru búnir að undirbúa sig undir það sem fram undan er. Mér finnst mjög skrítið að hann komi heim á þessum tímapunkti,“ sagði Sævar. Eitthvað sem við vitum ekki „Hefði hann ekkert fengið að spila í byrjun tímabilsins í Davidson, þá er skiljanlegra að koma heim þá. Það er eitthvað að baki sem við vitum ekki. Það er alveg deginum ljósara,“ sagði Sævar. Það má finna alla umræðuna hér fyrir ofan. Þórsarar byrja reyndar ekki vel með Styrmi því liðið datt síðan út úr bikarkeppninni á sunnudaginn. Tvö töp á þremur dögum í fyrstu tveimur leikjum hans. Subway-deild karla Körfuboltakvöld Þór Þorlákshöfn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ Körfubolti Fleiri fréttir Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Sjá meira
Styrmir Snær fór í nám til Bandaríkjanna eftir að hann hjálpaði Þórsurum að vinna Íslandsmeistaratitilinn árið 2021 og gekk til liðs við körfuboltalið Davidson skólans. Styrmir fékk lítið sem ekkert að spila á sínu fyrsta tímabili en ákvað samt að taka annan vetur í skólanum. Hann entist þó ekki lengur en það að hann er nú kominn aftur heim í Þorlákshöfn í október. Subway Körfuboltakvöld ræddi heimkomu Styrmis sem var með 6 stig og 8 fráköst í fyrsta leik en klikkaði á öllum fimm þriggja stiga skotum sínum. Gerði miklar vonir „Maður gerði miklar vonir til hans hjá Davidson en hann var lítið að spila. Maður vonaði eins og með alla leikmenn að hann myndi þrauka fjögur ár. Það er gaman að sjá hann í deildinni en maður hefði vilja sjá hann klára hjá Bob McKillop, þeim merkilega þjálfara,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, umsjónarmaður Subway Körfuboltakvölds. Klippa: Subway Körfuboltakvöld: Heimkoma Styrmis „Það virðist vera þannig með stráka sem fara í stóra skóla og stór prógrömm. Þeir eru að koma að því virðist fyrr heim og margir þeirra þótt þeir fari í litlu skólana líka,“ sagði Sævar Sævarsson, sérfræðingur í Körfuboltakvöldi. „Það eru sárafáir íslenskir strákar sem hafa klárað en stelpurnar hafa klárað meira,“ skaut Kjartan inn í. Sævar nefndi dæmi Hauk Helga Pálsson sem fór úr Maryland. Fór sjálfur bara í HR Sævar sagði bara hafa farið í HR á Íslandi og veit ekki hvernig þeim hefur liðið. „Miðað við allar upplýsingarnar sem þú hefur, áður en þú ferð út, þá myndi maður ætla , að menn væru búnir að undirbúa sig undir það sem fram undan er. Mér finnst mjög skrítið að hann komi heim á þessum tímapunkti,“ sagði Sævar. Eitthvað sem við vitum ekki „Hefði hann ekkert fengið að spila í byrjun tímabilsins í Davidson, þá er skiljanlegra að koma heim þá. Það er eitthvað að baki sem við vitum ekki. Það er alveg deginum ljósara,“ sagði Sævar. Það má finna alla umræðuna hér fyrir ofan. Þórsarar byrja reyndar ekki vel með Styrmi því liðið datt síðan út úr bikarkeppninni á sunnudaginn. Tvö töp á þremur dögum í fyrstu tveimur leikjum hans.
Subway-deild karla Körfuboltakvöld Þór Þorlákshöfn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ Körfubolti Fleiri fréttir Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum