Geðlæknir skoðar skeytasendingar meintra hryðjuverkaskipuleggjenda Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. október 2022 16:11 Annar karlmaðurinn leiddur fyrir dómara á dögunum. Vísir/Vilhelm Geðlæknir mun gera almennt geðmat á tveimur karlmönnum á þrítugsaldri sem grunaðir eru um að hafa ætlað sér að fremja hryðjuverk hér á landi. Báðir sæta gæsluvarðhaldi næstu fjórar vikurnar tæpar. Verjendur beggja hafa kært úrskurð í héraði til Landsréttar. Ríkisútvarpið greinir frá því að óskað hafi verið eftir því að geðlæknir meti hversu mikil alvara hafi verið fólgin í skilaboðum sem karlmennirnir sendu sín á milli. Þar ræddu þeir reglulega um að vilja gera fólki mein. Núverandi og fyrrverandi þingmenn Pírata bar á góma í slíkum skilaboðum mannanna á milli. Sömuleiðis sósíalistarnir Gunnar Smári Egilsson og Sólveig Anna Jónsdóttir. Þá hefur komið fram að mennirnir höfðu á orði að drepa lögreglumenn á fyrirhugaðri árshátíð þeirra. Samkvæmt heimildum fréttastofu er reglulega gerð krafa um geðmat þegar fólk er sakað um brot af þessum toga. Þá er geðlæknir fenginn til að meta marga hluti. Tekin eru viðtöl við mennina, þeir settir í próf og þá verða skilaboð mannanna skoðuð. Reikna má með því að niðurstaða úr greiningu liggir fyrir eftir einhverjar vikur. Þá mun einnig liggja fyrir sakhæfismat. Lögregla lagði í umfangsmiklum aðgerðum sínum, handtökum og húsleitum, fyrir tæpum fjórum viku hald á skotvopn. Karlmennirnir eru taldir hafa framleitt og breytt skotvopnum. Þeir hafi notað þrívíddarprentara til verksins. Mat geðlæknis á alvarleika samskipta mannanna gæti spilað lykilhlutverk í ákvörðun um hvort karlmennirnir verði ákærðir fyrir að skipuleggja hryðjuverk eða fyrir vopnalagabrot. Karlmennirnir voru báðir úrskurðaðir í fjögurra vikna gæsluvarðhald á föstudaginn. Þeir eru þó lausir úr einangrun sem þeir hafa sætt frá því þeir voru handteknir. Annar hafði rétt losnað úr vikulangri einangrun þegar hann var handtekinn. Verjendur beggja kærðu úrskurðinn á föstudaginn til Landsréttar. Má reikna með niðurstöðu í Landsrétti á morgun. Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Lögreglumál Tengdar fréttir Stóralvarlegt ef mikið vopnabúr fylgi öfgafullum skoðunum Það er eitt að hafa skoðanir en það er stóralvarlegt og getur leitt af sér mikinn skaða ef því fylgir að búið sé að safna miklu vopnabúri, segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, aðspurð um hvort að hún hafi áhyggjur af því að öfgafullar skoðanir og viðhorf hafi hreiðrað um sig hér á landi. 23. september 2022 16:09 Lögregluaðgerðin í kastljósi erlendra fjölmiðla Erlendir fjölmiðlar á borð við CNN og The Guardian hafa fjallað um aðgerðir lögreglu hér á landi í vikunni þar sem fjórir voru handteknir grunaðir um að hafa haft í hyggju að fremja hryðjuverk hér á landi. 23. september 2022 09:59 Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Fleiri fréttir 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Sjá meira
Ríkisútvarpið greinir frá því að óskað hafi verið eftir því að geðlæknir meti hversu mikil alvara hafi verið fólgin í skilaboðum sem karlmennirnir sendu sín á milli. Þar ræddu þeir reglulega um að vilja gera fólki mein. Núverandi og fyrrverandi þingmenn Pírata bar á góma í slíkum skilaboðum mannanna á milli. Sömuleiðis sósíalistarnir Gunnar Smári Egilsson og Sólveig Anna Jónsdóttir. Þá hefur komið fram að mennirnir höfðu á orði að drepa lögreglumenn á fyrirhugaðri árshátíð þeirra. Samkvæmt heimildum fréttastofu er reglulega gerð krafa um geðmat þegar fólk er sakað um brot af þessum toga. Þá er geðlæknir fenginn til að meta marga hluti. Tekin eru viðtöl við mennina, þeir settir í próf og þá verða skilaboð mannanna skoðuð. Reikna má með því að niðurstaða úr greiningu liggir fyrir eftir einhverjar vikur. Þá mun einnig liggja fyrir sakhæfismat. Lögregla lagði í umfangsmiklum aðgerðum sínum, handtökum og húsleitum, fyrir tæpum fjórum viku hald á skotvopn. Karlmennirnir eru taldir hafa framleitt og breytt skotvopnum. Þeir hafi notað þrívíddarprentara til verksins. Mat geðlæknis á alvarleika samskipta mannanna gæti spilað lykilhlutverk í ákvörðun um hvort karlmennirnir verði ákærðir fyrir að skipuleggja hryðjuverk eða fyrir vopnalagabrot. Karlmennirnir voru báðir úrskurðaðir í fjögurra vikna gæsluvarðhald á föstudaginn. Þeir eru þó lausir úr einangrun sem þeir hafa sætt frá því þeir voru handteknir. Annar hafði rétt losnað úr vikulangri einangrun þegar hann var handtekinn. Verjendur beggja kærðu úrskurðinn á föstudaginn til Landsréttar. Má reikna með niðurstöðu í Landsrétti á morgun.
Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Lögreglumál Tengdar fréttir Stóralvarlegt ef mikið vopnabúr fylgi öfgafullum skoðunum Það er eitt að hafa skoðanir en það er stóralvarlegt og getur leitt af sér mikinn skaða ef því fylgir að búið sé að safna miklu vopnabúri, segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, aðspurð um hvort að hún hafi áhyggjur af því að öfgafullar skoðanir og viðhorf hafi hreiðrað um sig hér á landi. 23. september 2022 16:09 Lögregluaðgerðin í kastljósi erlendra fjölmiðla Erlendir fjölmiðlar á borð við CNN og The Guardian hafa fjallað um aðgerðir lögreglu hér á landi í vikunni þar sem fjórir voru handteknir grunaðir um að hafa haft í hyggju að fremja hryðjuverk hér á landi. 23. september 2022 09:59 Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Fleiri fréttir 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Sjá meira
Stóralvarlegt ef mikið vopnabúr fylgi öfgafullum skoðunum Það er eitt að hafa skoðanir en það er stóralvarlegt og getur leitt af sér mikinn skaða ef því fylgir að búið sé að safna miklu vopnabúri, segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, aðspurð um hvort að hún hafi áhyggjur af því að öfgafullar skoðanir og viðhorf hafi hreiðrað um sig hér á landi. 23. september 2022 16:09
Lögregluaðgerðin í kastljósi erlendra fjölmiðla Erlendir fjölmiðlar á borð við CNN og The Guardian hafa fjallað um aðgerðir lögreglu hér á landi í vikunni þar sem fjórir voru handteknir grunaðir um að hafa haft í hyggju að fremja hryðjuverk hér á landi. 23. september 2022 09:59