Benzema hlaut Gullboltann Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. október 2022 20:00 Karim Benzema, Gullboltinn og Zindedine Zidane. France Football Karim Benzema, framherji Real Madríd, hlaut í kvöld Gullboltann, Ballon d'Or. Hann spilaði risastóran þátt í frábæru gengi Real á síðustu leiktíð þegar liðið varð bæði Spánar- og Evrópumeistari. Er þetta í fyrsta sinn sem hann hlýtur verðlaunin. Hinn 34 ára gamli Benzema var hreint út sagt stórkostlegur á síðustu leiktíð en framherjinn frá Frakklandi virðist eldast eins og gott rauðvín. Hann skoraði 27 mörk og gaf 12 stoðsendingar í 32 leikjum í La Liga, spænsku úrvalsdeildinni. Í Meistaradeild Evrópu skoraði hann 15 mörk í 12 leikjum ásamt því að gefa tvær stoðsendingar þegar Real fór alla leið og varð Evrópumeistari í 14. sinn. Zinedine Zidane, samlandi Benzema, veitti honum verðlaunin eins og sjá má hér að neðan. Here is the image you've all been waiting for! Karim Benzema! #ballondor with @adidasFR pic.twitter.com/TJze0Km1s6— Ballon d'Or #ballondor (@francefootball) October 17, 2022 Sadio Mané, leikmaður Liverpool á síðustu leiktíð og Bayern München nú, var í öðru sæti á meðan Kevin De Bruyne, miðjumaður Manchester City, var í þriðja sæti. Þar á eftir komu Robert Lewandowski [Bayern München og Barcelona] og Mohamed Salah [Liverpool]. Fyrr í kvöld var tilkynnt að Alexia Putellas, miðjumaður Barcelona og Spánar, hefði hlotið Gullboltann í kvennaflokki. Var hún að verja titil sinn ef svo má að orði komast þar sem hún vann einnig í fyrra. Fótbolti Spænski boltinn Frakkland Tengdar fréttir Putellas hlaut Gullboltann annað árið í röð Alexia Putellas, miðjumaður Barcelona, hlaut í kvöld Gullboltann, Ballon d'Or. Hún vann einnig í fyrra og hefur því unnið verðlaunin alls tvisvar en þau hafa aðeins verið gefin þrívegis í kvennaflokki. 17. október 2022 19:15 Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Fleiri fréttir Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Sjá meira
Hinn 34 ára gamli Benzema var hreint út sagt stórkostlegur á síðustu leiktíð en framherjinn frá Frakklandi virðist eldast eins og gott rauðvín. Hann skoraði 27 mörk og gaf 12 stoðsendingar í 32 leikjum í La Liga, spænsku úrvalsdeildinni. Í Meistaradeild Evrópu skoraði hann 15 mörk í 12 leikjum ásamt því að gefa tvær stoðsendingar þegar Real fór alla leið og varð Evrópumeistari í 14. sinn. Zinedine Zidane, samlandi Benzema, veitti honum verðlaunin eins og sjá má hér að neðan. Here is the image you've all been waiting for! Karim Benzema! #ballondor with @adidasFR pic.twitter.com/TJze0Km1s6— Ballon d'Or #ballondor (@francefootball) October 17, 2022 Sadio Mané, leikmaður Liverpool á síðustu leiktíð og Bayern München nú, var í öðru sæti á meðan Kevin De Bruyne, miðjumaður Manchester City, var í þriðja sæti. Þar á eftir komu Robert Lewandowski [Bayern München og Barcelona] og Mohamed Salah [Liverpool]. Fyrr í kvöld var tilkynnt að Alexia Putellas, miðjumaður Barcelona og Spánar, hefði hlotið Gullboltann í kvennaflokki. Var hún að verja titil sinn ef svo má að orði komast þar sem hún vann einnig í fyrra.
Fótbolti Spænski boltinn Frakkland Tengdar fréttir Putellas hlaut Gullboltann annað árið í röð Alexia Putellas, miðjumaður Barcelona, hlaut í kvöld Gullboltann, Ballon d'Or. Hún vann einnig í fyrra og hefur því unnið verðlaunin alls tvisvar en þau hafa aðeins verið gefin þrívegis í kvennaflokki. 17. október 2022 19:15 Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Fleiri fréttir Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Sjá meira
Putellas hlaut Gullboltann annað árið í röð Alexia Putellas, miðjumaður Barcelona, hlaut í kvöld Gullboltann, Ballon d'Or. Hún vann einnig í fyrra og hefur því unnið verðlaunin alls tvisvar en þau hafa aðeins verið gefin þrívegis í kvennaflokki. 17. október 2022 19:15