Mygla fannst undir gervigrasinu í nýju íþróttahúsi Garðbæinga Atli Ísleifsson skrifar 18. október 2022 13:32 Fjölnota íþróttahöllin Miðgarður var tekin í notkun fyrr á þessu ári. Garðabær Mygla hefur fundist í gúmmíundirlagi undir gervigrasinu í Miðgarði, nýrri knattspyrnuhöll Garðbæinga, sem opnuð var fyrr á árinu. Gert er ráð fyrir að fletta þurfi upp gervigrasinu og skipta um gúmmíundirlag þó að enn liggi ekki fyrir tímasetningar hvað það varðar. Almar Guðmundsson, bæjarstjóri Garðabæjar, gerði grein fyrir niðurstöðum úttektar sérfræðinga á húsnæði Miðgarðs á fundi bæjarstjórnar Garðabæjar í morgun. Þar kom fram að líklegt þyki að sveppurinn hafi borist inn í húsið með leysingarvatni í mars síðastliðinn þegar mikið vatn flæddi inn í höllina. Í fundargerðinni kemur fram að foreldrar og forráðmenn barna og aðrir notendur hafi verið upplýstir um málið, en að enn sé beðið eftir frekari niðurstöðum um umfang vandans. Almar Guðmundsson er bæjarstjóri Garðabæjar.Vísir/Arnar Almar segir í samtali við fréttastofu að sveitarstjórnin sé að bregðast við í málinu og vilji tryggja öryggi og heilbrigði þeirra sem nýta húsið. „Við teljum okkur vera að gera það með þessum ráðstöfunum. Svo er vinna við verkefni að gera þær umbætur sem þarf í húsinu. Það er það sem við sitjum nú yfir og erum að afla okkur gagna um.“ Hann segir líkur á að fjarlægja þurfi allt gúmmíundirlagið þó að það sé enn ekki komið á hreint. „Við erum að bíða eftir frekari gögnum og ég hugsa að það teljist í fáeinum vikum þar til að við vitum meira. Þá ættum við að geta skýrt betur frá því hvernig aðgerðaplanið verður. Á meðan er þessi áhersla á sótthreinsun og mælingar til að tryggja að allt sé innan þeirra marka sem eru sett. Eins og staðan er í dag þá er staðan í húsinu vel innan þeirra marka sem sett eru um loftgæði,“ segir bæjarstjórinn. Regluleg sótthreinsun Í fundargerðinni segir að samkvæmt ráðleggingum sérfræðinga verði jarðvegssveppnum haldið niðri með reglulegri sótthreinsun þangað til gúmmíundirlag verður fjarlægt. „Fyrsta sótthreinsun fór fram laugardaginn 15. október. Regluleg sótthreinsun mun fara fram á þeim tíma sem ekki eru æfingar eða kennsla þar sem gervigrasið er og tryggt verður að öll ummerki sótthreinsunar verða horfin áður en notkun hefst á ný eftir hverja hreinsun. Vegna tíðra loftskipta og með reglulegri sótthreinsun á að vera tryggt að heilsu barna, starfsfólks, foreldra auk annarra sem í húsið koma sé ekki ógnað. Reglulega verður fylgst með loftgæðum og ef þau fara yfir viðmiðunarmörk verður allri starfsemi umsvifalaust hætt,“ segir í fundargerðinni. Fréttin hefur verið uppfærð með viðbrögðum Almars um málið. Garðabær Íþróttir barna Mygla Stjarnan Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Sjá meira
Almar Guðmundsson, bæjarstjóri Garðabæjar, gerði grein fyrir niðurstöðum úttektar sérfræðinga á húsnæði Miðgarðs á fundi bæjarstjórnar Garðabæjar í morgun. Þar kom fram að líklegt þyki að sveppurinn hafi borist inn í húsið með leysingarvatni í mars síðastliðinn þegar mikið vatn flæddi inn í höllina. Í fundargerðinni kemur fram að foreldrar og forráðmenn barna og aðrir notendur hafi verið upplýstir um málið, en að enn sé beðið eftir frekari niðurstöðum um umfang vandans. Almar Guðmundsson er bæjarstjóri Garðabæjar.Vísir/Arnar Almar segir í samtali við fréttastofu að sveitarstjórnin sé að bregðast við í málinu og vilji tryggja öryggi og heilbrigði þeirra sem nýta húsið. „Við teljum okkur vera að gera það með þessum ráðstöfunum. Svo er vinna við verkefni að gera þær umbætur sem þarf í húsinu. Það er það sem við sitjum nú yfir og erum að afla okkur gagna um.“ Hann segir líkur á að fjarlægja þurfi allt gúmmíundirlagið þó að það sé enn ekki komið á hreint. „Við erum að bíða eftir frekari gögnum og ég hugsa að það teljist í fáeinum vikum þar til að við vitum meira. Þá ættum við að geta skýrt betur frá því hvernig aðgerðaplanið verður. Á meðan er þessi áhersla á sótthreinsun og mælingar til að tryggja að allt sé innan þeirra marka sem eru sett. Eins og staðan er í dag þá er staðan í húsinu vel innan þeirra marka sem sett eru um loftgæði,“ segir bæjarstjórinn. Regluleg sótthreinsun Í fundargerðinni segir að samkvæmt ráðleggingum sérfræðinga verði jarðvegssveppnum haldið niðri með reglulegri sótthreinsun þangað til gúmmíundirlag verður fjarlægt. „Fyrsta sótthreinsun fór fram laugardaginn 15. október. Regluleg sótthreinsun mun fara fram á þeim tíma sem ekki eru æfingar eða kennsla þar sem gervigrasið er og tryggt verður að öll ummerki sótthreinsunar verða horfin áður en notkun hefst á ný eftir hverja hreinsun. Vegna tíðra loftskipta og með reglulegri sótthreinsun á að vera tryggt að heilsu barna, starfsfólks, foreldra auk annarra sem í húsið koma sé ekki ógnað. Reglulega verður fylgst með loftgæðum og ef þau fara yfir viðmiðunarmörk verður allri starfsemi umsvifalaust hætt,“ segir í fundargerðinni. Fréttin hefur verið uppfærð með viðbrögðum Almars um málið.
Garðabær Íþróttir barna Mygla Stjarnan Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Sjá meira