Svítur á nýju hjúkrunarheimili á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 18. október 2022 21:01 Díana og Guðbjörg en hún er elsti núlifandi Sunnlendingurinn, 103 ára gömul. Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimilismenn á nýju hjúkrunarheimili á Selfossi eru í skýjunum með nýja heimilið sitt enda eru herbergin hálfgerðar svítur. Hjúkrunarheimilið er byggt í hring og þar er pláss fyrir sextíu heimilismenn, 20 Sunnlendinga og 40 íbúa höfuðborgarsvæðisins. Elsti Sunnlendingurinn, 103 ára kona var meðal fyrstu íbúa inn á heimilið. Nýja hjúkrunarheimilið, sem hefur fengið nafnið Móberg stendur við hliðina á sjúkrahúsinu á Selfossi. Heimilið er byggt í hring og var engu sparað við byggingu þess en ríkið og sveitarfélögin á svæðinu kosta bygginguna. Fyrstu íbúarnir eru ný fluttir inn en fimm tólf manna deildir verða á heimilinu og munu íbúar flytja inn á þær smátt og smátt næstu vikurnar. Díana Óskarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands tók tappa úr kampavínsflösku og skálað við tvo af fyrstu heimilismönnunum, sem fluttu inn í Móberg. „Heyrðu, nú erum við bara að skála fyrir þessu dásamlega húsi, sem við erum komin inn í. Ef einhvern tímann hefur verið ástæða til að skála þá er það í dag,“ segir Díana kampakát. „Það eru búnar að vera miklar tafir hérna í framkvæmdum og loksins er rekstrarleyfið er komið í hús og fólkið er að streyma hérna inn. Hérna ætlum við að búa, sem heimilisfólk og hafa það gott, hérna verður alltaf fjör og stemming, ekki spurning,“ bætir Díana við. Nýja heimilið, sem er byggt í hring er glæsilegt í alla staði.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hvert herbergi er 25 fermetrar á stærð með öllum þægindum, enda er heimilisfólkið í skýjunum með nýju vistaverur sínar. „Þetta eru bara svítur, ekkert annað, þetta er alveg meiriháttar. Hér á eftir að fara vel um mig, hér er ég komin á góðan stað, mjög góðan,“ segir Gestur Sigfús Halldórsson, íbúi á Móbergi, alsæll með aðstöðuna sína. Ölver Bjarnason er líka nýr íbúi á Móbergi. „Ég er á svítu, ekki spurning“, segir Ölver. Gestur (t.h.) og Ölver eru mjög sælir og glaðir að vera komnir á nýja hjúkrunarheimilið Móberg á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Guðbjörg Eiríksdóttir frá Steinsholti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi er elsti núlifandi íbúi Suðurlands, 103 ára. Hún er flutt inn á nýja hjúkrunarheimilið. „Mér líst bara vel á mig, það þýðir ekkert annað. Ég er nú orðin óttalega gömul. Þetta er mjög fallegt heimili, ég taldi að ég kæmist aldrei alla leið hingað en það hafðist og þetta er fínasta heimili. En þetta er svolítið skrítið að vera að lifa svona lengi,“ segir Guðbjörg. Árborg Hjúkrunarheimili Eldri borgarar Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Nýja hjúkrunarheimilið, sem hefur fengið nafnið Móberg stendur við hliðina á sjúkrahúsinu á Selfossi. Heimilið er byggt í hring og var engu sparað við byggingu þess en ríkið og sveitarfélögin á svæðinu kosta bygginguna. Fyrstu íbúarnir eru ný fluttir inn en fimm tólf manna deildir verða á heimilinu og munu íbúar flytja inn á þær smátt og smátt næstu vikurnar. Díana Óskarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands tók tappa úr kampavínsflösku og skálað við tvo af fyrstu heimilismönnunum, sem fluttu inn í Móberg. „Heyrðu, nú erum við bara að skála fyrir þessu dásamlega húsi, sem við erum komin inn í. Ef einhvern tímann hefur verið ástæða til að skála þá er það í dag,“ segir Díana kampakát. „Það eru búnar að vera miklar tafir hérna í framkvæmdum og loksins er rekstrarleyfið er komið í hús og fólkið er að streyma hérna inn. Hérna ætlum við að búa, sem heimilisfólk og hafa það gott, hérna verður alltaf fjör og stemming, ekki spurning,“ bætir Díana við. Nýja heimilið, sem er byggt í hring er glæsilegt í alla staði.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hvert herbergi er 25 fermetrar á stærð með öllum þægindum, enda er heimilisfólkið í skýjunum með nýju vistaverur sínar. „Þetta eru bara svítur, ekkert annað, þetta er alveg meiriháttar. Hér á eftir að fara vel um mig, hér er ég komin á góðan stað, mjög góðan,“ segir Gestur Sigfús Halldórsson, íbúi á Móbergi, alsæll með aðstöðuna sína. Ölver Bjarnason er líka nýr íbúi á Móbergi. „Ég er á svítu, ekki spurning“, segir Ölver. Gestur (t.h.) og Ölver eru mjög sælir og glaðir að vera komnir á nýja hjúkrunarheimilið Móberg á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Guðbjörg Eiríksdóttir frá Steinsholti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi er elsti núlifandi íbúi Suðurlands, 103 ára. Hún er flutt inn á nýja hjúkrunarheimilið. „Mér líst bara vel á mig, það þýðir ekkert annað. Ég er nú orðin óttalega gömul. Þetta er mjög fallegt heimili, ég taldi að ég kæmist aldrei alla leið hingað en það hafðist og þetta er fínasta heimili. En þetta er svolítið skrítið að vera að lifa svona lengi,“ segir Guðbjörg.
Árborg Hjúkrunarheimili Eldri borgarar Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira