Sterkari saman – sameining Skógræktar og Landgræðslu Svandís Svavarsdóttir skrifar 19. október 2022 07:30 Fyrr á þessu ári setti ég af stað vinnu við frumathugun á sameiningu Skógræktar og Landgræðslu. Þær niðurstöður liggja fyrir og ég hef ákveðið að leggja til að Landgræðslan og Skógræktin verði sameinaðar í nýja stofnun. Starfshópurinn greindi rekstur stofnanna, eignaumsýslu, faglega samlegð og áhættugreindi mögulega sameiningu. Frumvarp þess efnis verður lagt fram í vetur þar sem að þinginu gefst tækifæri til þess að fjalla um málið og taka ákvörðun. Stolt saga Landgræðslu og Skógræktar Landgræðslan og Skógræktin eru stofnanir sem eiga sér langa og stolta sögu og hafa verkefni þeirra frá upphafi verið nátengd. Þau hafa snúist um að efla og styrkja vistkerfi landsins. Mikill samhljómur er með hlutverkum stofnananna eins og þau eru skilgreind í nýlegum lögum um landgræðslu og um skóga og skógrækt og nýverið gaf ég út Land og líf, fyrstu sameinuðu stefnuna í landgræðslu og skógrækt auk aðgerðaráætlunar. Mín sýn er að ný sameinuð stofnun verði sterkari, stofnunin hefði yfir að ráða miklum mannauð með tilheyrandi samlegð, gefi færi á auknum krafti í mikilvæg verkefni sem skipta samfélagið miklu máli. Þessar stofnanir tvær eru með sextán starfsstöðvar víðs vegar um landið sem unnt verður að efla frekar. Ekki er gert ráð fyrir að hreyfa við þeim eða staðsetningum starfsmanna. Enda eru viðfangsefni stofnunarinnar fyrst og fremst að finna á landsbyggðinni. Þá er ekki gert ráð fyrir því að starfsfólki fækki eða að markmiðið sé að ná fram sparnaði, heldur en fremur að auka slagkraftinn í verkefnum sem tengjast landnýtingu. Sameining leiði aukinnar skilvirkni Í skýrslu framangreinds starfshóps kemur fram að stærstu rekstrarlegu tækifærin með sameiningu felist í aukinni samlegð í stoðþjónustu og að sameining leiði til aukinnar skilvirkni. Einnig kemur fram að mikil samlegð sé í verkefnum eins og loftslagsbókhaldi, endurheimt birkiskóga, fræframleiðslu, landupplýsingum, ráðgjöf til bænda og landeigenda um landnýtingu og landbætur, umsjón lands ríkisins og fræðslu og kynningu. Þessi niðurstaða samræmist vel aðgerðaáætlun matvælaráðherra í Land og líf, heildstæðri stefnu fyrir landgræðslu og skógrækt. Stjórnvöld leggja áherslu á þátt kolefnisbindingar og samdráttar í losun frá landi og á endurheimt votlendis og birkiskóga og að samþætta þannig markmið í loftslagsmálum og í vernd líffræðilegrar fjölbreytni. Jafnframt hefur áhersla aukist á heildstæða ráðgjöf til landeigenda og þátttökunálgun í verkefnum. Losunarbókhald Íslands fyrir landnotkun gerir kröfu um mjög sérhæfða þekkingu og kröfur um gæði og samhæfða miðlun upplýsinga til almennings og stjórnvalda aukast ár frá ári. Auk þess er brýnt að byggja upp þekkingu á sviði vottunar kolefniseininga í ýmsum landnýtingarverkefnum. Ef vel tekst til í þeim efnum má ætla að mikil tækifæri séu fyrir bændur að stunda kolefnisbúskap. Afrakstur af slíkum verkefnum er háður því að ramminn utan um vottaðar kolefniseiningar sé trúverðugur og skýr. Verkefnið er að rækta landið Nokkur umræða hefur verið um heiti nýrrar stofnunar og ég hlakka til að heyra tillögur um nýtt heiti. En ein af þeim hugmyndum sem komið hefur til tals er Landræktin, sem vísar þá til beggja stofnana og landsins sem að bæði Skógræktin og Landgræðslan hafa annast í rúma öld. Stóru verkefni þessarar aldar eru að ná metnaðarfullum markmiðum okkar í loftslagsmálum, standa vörð um líffræðilega fjölbreytni, efla jarðvegsauðlindina með markvissum hætti og skila landinu í betra ásigkomulagi til næstu kynslóða. Í þessum verkefnum gegnir ný, sameinuð og sterk stofnun lykilhlutverki Höfundur er matvælaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Skógrækt og landgræðsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Mest lesið Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Fyrr á þessu ári setti ég af stað vinnu við frumathugun á sameiningu Skógræktar og Landgræðslu. Þær niðurstöður liggja fyrir og ég hef ákveðið að leggja til að Landgræðslan og Skógræktin verði sameinaðar í nýja stofnun. Starfshópurinn greindi rekstur stofnanna, eignaumsýslu, faglega samlegð og áhættugreindi mögulega sameiningu. Frumvarp þess efnis verður lagt fram í vetur þar sem að þinginu gefst tækifæri til þess að fjalla um málið og taka ákvörðun. Stolt saga Landgræðslu og Skógræktar Landgræðslan og Skógræktin eru stofnanir sem eiga sér langa og stolta sögu og hafa verkefni þeirra frá upphafi verið nátengd. Þau hafa snúist um að efla og styrkja vistkerfi landsins. Mikill samhljómur er með hlutverkum stofnananna eins og þau eru skilgreind í nýlegum lögum um landgræðslu og um skóga og skógrækt og nýverið gaf ég út Land og líf, fyrstu sameinuðu stefnuna í landgræðslu og skógrækt auk aðgerðaráætlunar. Mín sýn er að ný sameinuð stofnun verði sterkari, stofnunin hefði yfir að ráða miklum mannauð með tilheyrandi samlegð, gefi færi á auknum krafti í mikilvæg verkefni sem skipta samfélagið miklu máli. Þessar stofnanir tvær eru með sextán starfsstöðvar víðs vegar um landið sem unnt verður að efla frekar. Ekki er gert ráð fyrir að hreyfa við þeim eða staðsetningum starfsmanna. Enda eru viðfangsefni stofnunarinnar fyrst og fremst að finna á landsbyggðinni. Þá er ekki gert ráð fyrir því að starfsfólki fækki eða að markmiðið sé að ná fram sparnaði, heldur en fremur að auka slagkraftinn í verkefnum sem tengjast landnýtingu. Sameining leiði aukinnar skilvirkni Í skýrslu framangreinds starfshóps kemur fram að stærstu rekstrarlegu tækifærin með sameiningu felist í aukinni samlegð í stoðþjónustu og að sameining leiði til aukinnar skilvirkni. Einnig kemur fram að mikil samlegð sé í verkefnum eins og loftslagsbókhaldi, endurheimt birkiskóga, fræframleiðslu, landupplýsingum, ráðgjöf til bænda og landeigenda um landnýtingu og landbætur, umsjón lands ríkisins og fræðslu og kynningu. Þessi niðurstaða samræmist vel aðgerðaáætlun matvælaráðherra í Land og líf, heildstæðri stefnu fyrir landgræðslu og skógrækt. Stjórnvöld leggja áherslu á þátt kolefnisbindingar og samdráttar í losun frá landi og á endurheimt votlendis og birkiskóga og að samþætta þannig markmið í loftslagsmálum og í vernd líffræðilegrar fjölbreytni. Jafnframt hefur áhersla aukist á heildstæða ráðgjöf til landeigenda og þátttökunálgun í verkefnum. Losunarbókhald Íslands fyrir landnotkun gerir kröfu um mjög sérhæfða þekkingu og kröfur um gæði og samhæfða miðlun upplýsinga til almennings og stjórnvalda aukast ár frá ári. Auk þess er brýnt að byggja upp þekkingu á sviði vottunar kolefniseininga í ýmsum landnýtingarverkefnum. Ef vel tekst til í þeim efnum má ætla að mikil tækifæri séu fyrir bændur að stunda kolefnisbúskap. Afrakstur af slíkum verkefnum er háður því að ramminn utan um vottaðar kolefniseiningar sé trúverðugur og skýr. Verkefnið er að rækta landið Nokkur umræða hefur verið um heiti nýrrar stofnunar og ég hlakka til að heyra tillögur um nýtt heiti. En ein af þeim hugmyndum sem komið hefur til tals er Landræktin, sem vísar þá til beggja stofnana og landsins sem að bæði Skógræktin og Landgræðslan hafa annast í rúma öld. Stóru verkefni þessarar aldar eru að ná metnaðarfullum markmiðum okkar í loftslagsmálum, standa vörð um líffræðilega fjölbreytni, efla jarðvegsauðlindina með markvissum hætti og skila landinu í betra ásigkomulagi til næstu kynslóða. Í þessum verkefnum gegnir ný, sameinuð og sterk stofnun lykilhlutverki Höfundur er matvælaráðherra.
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun