Finnur til með börnum safnaðarins sem búi við „þetta ofbeldi“ Ellen Geirsdóttir Håkansson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 19. október 2022 21:25 Fyrrverandi Vottur Jehóva segist finna til með börnum safnaðarins vegna kennslumyndbands Votta, „Einn maður, ein kona.“ Myndbandið hefur sætt harðri gagnrýni en það virðist ýja að því að hinsegin fólk geti ekki komist í „Paradís.“ Í myndbandinu sést móðir tala við dóttur sína og segir móðirin meðal annars eftirfarandi. „Margir hafa sínar eigin skoðanir hvað sé rétt og rangt en aðal atriðið er hvað Jehóva finnst. Hann vill að við séum glöð og veit hvað gerir okkur hamingjusöm, þess vegna skapaði hann hjónabandið eins og hann gerði.“ Dóttirin spyr þá hvort hún eigi við einn mann og eina konu og svarar móðirin því játandi. Einnig segir í myndbandinu að nauðsynlegt sé að skilja ýmislegt eftir til þess að komast til paradísar, það eigi við um allt sem Jehóva samþykki ekki. Myndbandið má sjá hér að neðan. Lilja Torfadóttir er samkynhneigð kona sem eitt sinn tilheyrði söfnuði Votta Jehóva. Hún kom út úr skápnum árið 2002 og segist í kjölfarið hafa verið rekin úr söfnuðinum vegna kynhneigðar sinnar. Aðspurð hver viðbrögð hennar voru við myndbandinu segist hún hafa verið slegin eftir áhorfið. „Ég var eiginlega orðlaus í fyrsta skipti á ævinni, aðallega út af því bara að ég fann svo til með öllum börnunum innan safnaðarins, að þurfa að búa við þetta ofbeldi,“ segir Lilja. Lilja tilheyrir hóp fyrrverandi votta sem komið hefur út úr söfnuðinum. Hópurinn berst fyrir breytingum og gagnrýnir að söfnuðurinn sé ríkisstyrktur. Hún segir hópinn bæði stuðningshóp fyrir þá sem komnir séu úr söfnuðinum og þrýstihóp. „Við erum alveg tilbúin núna til að berjast af því okkur finnst allt rangt við þetta, að það sé verið að beita fólk ofbeldi og þessi hatursorðræða er bara, þetta er gengið út í öfgar,“ segir Lilja. Viðtalið við Lilju má sjá efst í þessari frétt. Trúmál Hinsegin Börn og uppeldi Tengdar fréttir Sláandi og sorglegt að sjá hatur framsett á sakleysislegan hátt í barnaefni Umdeilt kennslumyndband Votta Jehóva þar sem samkynhneigð er rædd hefur sætt mikilli gagnrýni. Myndbandið hefur lengi verið sýnt börnum innan safnaðarins. Stofnandi Hinseginleikans segir hatur matreitt ofan í börnin og þau beri það síðan með sér í sitt nærumhverfi. Óásættanlegt sé að trúfélag sem ríkið styrki dreifi hatri í skjóli trúfrelsis. Lög landsins verði að eiga um þau líka. 19. október 2022 15:45 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Bílvelta í Kömbunum Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Í myndbandinu sést móðir tala við dóttur sína og segir móðirin meðal annars eftirfarandi. „Margir hafa sínar eigin skoðanir hvað sé rétt og rangt en aðal atriðið er hvað Jehóva finnst. Hann vill að við séum glöð og veit hvað gerir okkur hamingjusöm, þess vegna skapaði hann hjónabandið eins og hann gerði.“ Dóttirin spyr þá hvort hún eigi við einn mann og eina konu og svarar móðirin því játandi. Einnig segir í myndbandinu að nauðsynlegt sé að skilja ýmislegt eftir til þess að komast til paradísar, það eigi við um allt sem Jehóva samþykki ekki. Myndbandið má sjá hér að neðan. Lilja Torfadóttir er samkynhneigð kona sem eitt sinn tilheyrði söfnuði Votta Jehóva. Hún kom út úr skápnum árið 2002 og segist í kjölfarið hafa verið rekin úr söfnuðinum vegna kynhneigðar sinnar. Aðspurð hver viðbrögð hennar voru við myndbandinu segist hún hafa verið slegin eftir áhorfið. „Ég var eiginlega orðlaus í fyrsta skipti á ævinni, aðallega út af því bara að ég fann svo til með öllum börnunum innan safnaðarins, að þurfa að búa við þetta ofbeldi,“ segir Lilja. Lilja tilheyrir hóp fyrrverandi votta sem komið hefur út úr söfnuðinum. Hópurinn berst fyrir breytingum og gagnrýnir að söfnuðurinn sé ríkisstyrktur. Hún segir hópinn bæði stuðningshóp fyrir þá sem komnir séu úr söfnuðinum og þrýstihóp. „Við erum alveg tilbúin núna til að berjast af því okkur finnst allt rangt við þetta, að það sé verið að beita fólk ofbeldi og þessi hatursorðræða er bara, þetta er gengið út í öfgar,“ segir Lilja. Viðtalið við Lilju má sjá efst í þessari frétt.
Trúmál Hinsegin Börn og uppeldi Tengdar fréttir Sláandi og sorglegt að sjá hatur framsett á sakleysislegan hátt í barnaefni Umdeilt kennslumyndband Votta Jehóva þar sem samkynhneigð er rædd hefur sætt mikilli gagnrýni. Myndbandið hefur lengi verið sýnt börnum innan safnaðarins. Stofnandi Hinseginleikans segir hatur matreitt ofan í börnin og þau beri það síðan með sér í sitt nærumhverfi. Óásættanlegt sé að trúfélag sem ríkið styrki dreifi hatri í skjóli trúfrelsis. Lög landsins verði að eiga um þau líka. 19. október 2022 15:45 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Bílvelta í Kömbunum Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Sláandi og sorglegt að sjá hatur framsett á sakleysislegan hátt í barnaefni Umdeilt kennslumyndband Votta Jehóva þar sem samkynhneigð er rædd hefur sætt mikilli gagnrýni. Myndbandið hefur lengi verið sýnt börnum innan safnaðarins. Stofnandi Hinseginleikans segir hatur matreitt ofan í börnin og þau beri það síðan með sér í sitt nærumhverfi. Óásættanlegt sé að trúfélag sem ríkið styrki dreifi hatri í skjóli trúfrelsis. Lög landsins verði að eiga um þau líka. 19. október 2022 15:45