Markahæstur þeirra sem eftir eru en má semja við hvaða félag sem er Sindri Sverrisson skrifar 20. október 2022 09:46 Guðmundur Magnússon gæti verið á förum frá Fram en hann er með riftunarákvæði í samningi við félagið. vísir/Diego Guðmundur Magnússon, mögulega verðandi markakóngur Bestu deildarinnar í fótbolta, er með riftunarákvæði í samningi sínum við Fram og getur því samið við hvaða félag sem er nú í haust. Frá þessu var greint í nýjasta hlaðvarpsþætti Þungavigtarinnar, eftir áreiðanlegum heimildum. Vísir reyndi að ná tali af Guðmundi í morgun en án árangurs. Uppfært kl. 11.30: Guðmundur segir í samtali við Fótbolta.net að hann sé með riftunarákvæði í samningnum við Fram en hafi ekki tekið ákvörðun um það hvort að hann muni nýta það. Agnar Þór Hilmarsson, formaður knattspyrnudeildar Fram, segir að unnið sé að því að gera nýjan samning við Guðmund. Ætla má að Guðmundur komi til með að verða eftirsóttur og jafnframt að Fram reyni sitt besta til að halda honum með betrumbættum samningi. Guðmundur hefur raðað inn mörkum fyrir Fram í sumar og alls skorað 16 mörk þegar tvær umferðir eru eftir af Bestu deildinni. Hann er aðeins einu marki á eftir Nökkva Þeyr Þórissyni sem er enn markahæstur þrátt fyrir að hafa farið í atvinnumennsku til Belgíu snemma í september. Aðrir virðast ekki í baráttu um markakóngstitilinn. Guðmundur er uppalinn Framari og lék sína fyrstu leiki í efstu deild með liðinu árið 2007. Þessi 31 árs gamli framherji hefur einnig leikið með Víkingi Ólafsvík, HK, Keflavík, ÍBV og Grindavík en tvö síðustu tímabil hefur hann leikið með Fram. Hann skoraði sjö mörk í fyrra þegar Fram vann Lengjudeildina með fádæma yfirburðum. Klippa: Þungavigtin - Umræða um Guðmund Magnússon „Hver vill ekki fá 15-20 marka mann?“ spurði Kristján Óli Sigurðsson í Þungavigtinni. „Oft gera menn þetta bara á einu tímabili. Þeir þurfa að sýna þetta á tímabili tvö. Ég veit ekki. Ætlar Valur að taka hann? Víkingur?“ spurði Mikael Nikulásson til baka. „Ég veit ekki hver ætlar að taka hann en Framarar hljóta að gera allt til að reyna að halda sínum besta manni. Ef hann á ekki skilið launahækkun núna þá á hann sennilega aldrei skilið launahækkun í lífinu,“ sagði Kristján og Mikael tók undir að Guðmundur ætti svo sannarlega skilið launahækkun, en tók fram að Fram ætti einnig skilið að Guðmundur spilaði með liðinu annað tímabil. Hægt er að hlusta á alla þætti Þungavigtarinnar á tal.is/vigtin. Fram Fótbolti Besta deild karla Þungavigtin Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti „Ég fer bara sáttur á koddann“ Íslenski boltinn Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Körfubolti Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Sjá meira
Frá þessu var greint í nýjasta hlaðvarpsþætti Þungavigtarinnar, eftir áreiðanlegum heimildum. Vísir reyndi að ná tali af Guðmundi í morgun en án árangurs. Uppfært kl. 11.30: Guðmundur segir í samtali við Fótbolta.net að hann sé með riftunarákvæði í samningnum við Fram en hafi ekki tekið ákvörðun um það hvort að hann muni nýta það. Agnar Þór Hilmarsson, formaður knattspyrnudeildar Fram, segir að unnið sé að því að gera nýjan samning við Guðmund. Ætla má að Guðmundur komi til með að verða eftirsóttur og jafnframt að Fram reyni sitt besta til að halda honum með betrumbættum samningi. Guðmundur hefur raðað inn mörkum fyrir Fram í sumar og alls skorað 16 mörk þegar tvær umferðir eru eftir af Bestu deildinni. Hann er aðeins einu marki á eftir Nökkva Þeyr Þórissyni sem er enn markahæstur þrátt fyrir að hafa farið í atvinnumennsku til Belgíu snemma í september. Aðrir virðast ekki í baráttu um markakóngstitilinn. Guðmundur er uppalinn Framari og lék sína fyrstu leiki í efstu deild með liðinu árið 2007. Þessi 31 árs gamli framherji hefur einnig leikið með Víkingi Ólafsvík, HK, Keflavík, ÍBV og Grindavík en tvö síðustu tímabil hefur hann leikið með Fram. Hann skoraði sjö mörk í fyrra þegar Fram vann Lengjudeildina með fádæma yfirburðum. Klippa: Þungavigtin - Umræða um Guðmund Magnússon „Hver vill ekki fá 15-20 marka mann?“ spurði Kristján Óli Sigurðsson í Þungavigtinni. „Oft gera menn þetta bara á einu tímabili. Þeir þurfa að sýna þetta á tímabili tvö. Ég veit ekki. Ætlar Valur að taka hann? Víkingur?“ spurði Mikael Nikulásson til baka. „Ég veit ekki hver ætlar að taka hann en Framarar hljóta að gera allt til að reyna að halda sínum besta manni. Ef hann á ekki skilið launahækkun núna þá á hann sennilega aldrei skilið launahækkun í lífinu,“ sagði Kristján og Mikael tók undir að Guðmundur ætti svo sannarlega skilið launahækkun, en tók fram að Fram ætti einnig skilið að Guðmundur spilaði með liðinu annað tímabil. Hægt er að hlusta á alla þætti Þungavigtarinnar á tal.is/vigtin.
Fram Fótbolti Besta deild karla Þungavigtin Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti „Ég fer bara sáttur á koddann“ Íslenski boltinn Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Körfubolti Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Sjá meira