Haukarnir hafa ekki fagnað sigri í Kaplakrika í sjötíu mánuði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. október 2022 15:01 Frá leik FH og Hauka í Kaplakrika í fyrra. Það er alltaf hart barist þegar nágrannarnir mætast. Vísir/Vilhlem Hafnarfjarðarslagurinn milli FH og Hauka fer fram í Kaplakrika í kvöld en þessir leikir eru oftast miklir baráttuleikir sama hver staða liðanna er í deildinni. Liðin mætast nú í sjöttu umferð Olís deildar karla í handbolta en á meðan Haukarnir eru í fjórða sæti þá sitja FH-ingarnir í tíunda sæti deildarinnar. Samkvæmt stöðu liðanna í deildinni og gengið það sem af er í vetur þá ætti núna að vera gullið tækifæri Hauka að vinna langþráðan sigur í leik liðanna í kvöld. Haukarnir hafa nefnilega þurft að bíða lengi eftir því að vinna nágranna sína í FH á þeirra eigin heimavelli í Krikanum. Það hefur ekki gerst síðan 15. desember 2016 og síðan eru liðnir meira en sjötíu mánuðir. Haukaliðið, þá undir stjórn Gunnar Magnússonar, núverandi þjálfara Aftureldingar, vann þá eins marks sigur á FH, 30-29. Halldór Jóhann Sigfússon þjálfaði þá FH-liðið en markahæsti leikmaður liðsins í þeim leik, Einar Rafn Eiðsson, spilar nú með KA. Markahæsti maður Haukanna í þessum síðasta sigri þeirra, Janus Daði Smárason, hefur þannig verið í atvinnumennsku í fimm ár. FH hefur unnið fjóra af síðustu sex leikjum liðanna í deild og bikar í Kaplakrika og hinir tveir hafa endað með jafntefli. FH vann báða leikina í fyrra fyrst með einu marki í bikarleik í september og svo með fjórum mörkum í deildarleik liðanna. Á sama tíma hafa liðin mæst sex sinnum á Ásvöllum, liðin hafa bæði unnið tvo af þeim leikjum og tveir leikir hafa síðan endað með jafntefli. Leikur FH og Hauka hefst klukkan 19.30 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Síðustu leikir FH og Hauka í Kaplakrika í deild og bikar: Deild 1. desember 2021: FH vann með fjórum mörkum (28-24) Bikar 9. september 2021: FH vann með einu marki (27-26) Deild 15. febrúar 2021: Jafntefli (29-29) Deild 1. febrúar 2020: FH vann með þremur mörkum (31-28) Deild 10. desember 2018: Jafntefli (25-25) Deild 18. desember 2017: FH vann með einu marki (30-29) Deild 15. desember 2016: Haukar unnu með einu marki (30-29) Olís-deild karla FH Haukar Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Sjá meira
Liðin mætast nú í sjöttu umferð Olís deildar karla í handbolta en á meðan Haukarnir eru í fjórða sæti þá sitja FH-ingarnir í tíunda sæti deildarinnar. Samkvæmt stöðu liðanna í deildinni og gengið það sem af er í vetur þá ætti núna að vera gullið tækifæri Hauka að vinna langþráðan sigur í leik liðanna í kvöld. Haukarnir hafa nefnilega þurft að bíða lengi eftir því að vinna nágranna sína í FH á þeirra eigin heimavelli í Krikanum. Það hefur ekki gerst síðan 15. desember 2016 og síðan eru liðnir meira en sjötíu mánuðir. Haukaliðið, þá undir stjórn Gunnar Magnússonar, núverandi þjálfara Aftureldingar, vann þá eins marks sigur á FH, 30-29. Halldór Jóhann Sigfússon þjálfaði þá FH-liðið en markahæsti leikmaður liðsins í þeim leik, Einar Rafn Eiðsson, spilar nú með KA. Markahæsti maður Haukanna í þessum síðasta sigri þeirra, Janus Daði Smárason, hefur þannig verið í atvinnumennsku í fimm ár. FH hefur unnið fjóra af síðustu sex leikjum liðanna í deild og bikar í Kaplakrika og hinir tveir hafa endað með jafntefli. FH vann báða leikina í fyrra fyrst með einu marki í bikarleik í september og svo með fjórum mörkum í deildarleik liðanna. Á sama tíma hafa liðin mæst sex sinnum á Ásvöllum, liðin hafa bæði unnið tvo af þeim leikjum og tveir leikir hafa síðan endað með jafntefli. Leikur FH og Hauka hefst klukkan 19.30 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Síðustu leikir FH og Hauka í Kaplakrika í deild og bikar: Deild 1. desember 2021: FH vann með fjórum mörkum (28-24) Bikar 9. september 2021: FH vann með einu marki (27-26) Deild 15. febrúar 2021: Jafntefli (29-29) Deild 1. febrúar 2020: FH vann með þremur mörkum (31-28) Deild 10. desember 2018: Jafntefli (25-25) Deild 18. desember 2017: FH vann með einu marki (30-29) Deild 15. desember 2016: Haukar unnu með einu marki (30-29)
Síðustu leikir FH og Hauka í Kaplakrika í deild og bikar: Deild 1. desember 2021: FH vann með fjórum mörkum (28-24) Bikar 9. september 2021: FH vann með einu marki (27-26) Deild 15. febrúar 2021: Jafntefli (29-29) Deild 1. febrúar 2020: FH vann með þremur mörkum (31-28) Deild 10. desember 2018: Jafntefli (25-25) Deild 18. desember 2017: FH vann með einu marki (30-29) Deild 15. desember 2016: Haukar unnu með einu marki (30-29)
Olís-deild karla FH Haukar Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Sjá meira