Birgir Steinn brotinn og frá í nokkrar vikur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. október 2022 11:22 Birgir Steinn Jónsson hefur verið einn besti leikmaður Olís-deildarinnar síðan hann kom til Gróttu 2020. vísir/hulda margrét Birgir Steinn Jónsson, leikmaður Gróttu, handarbrotnaði á æfingu liðsins á mánudaginn og verður frá keppni næstu vikurnar. „Ég var bara á æfingu og lenti illa á höndinni með þeim afleiðingum að lítið bein í henni brotnaði. Þetta var bara slys,“ sagði Birgir við Vísi í dag. Ekki liggur enn fyrir hversu mikið hann missir úr. „Ég verð í gifsi í 3-4 vikur og svo kemur þetta í ljós. Ég hugsa að þetta séu 5-6 vikur en það fer allt eftir því hversu vel gengur.“ Birgir vonast til að ná einhverjum leikjum með Gróttu áður en hið venjubundna stórmótshlé verður gert á Olís-deildinni. En á meðan þurfa Seltirningar að spjara sig án hans og Birgir hefur fulla trú á að það takist. „Við erum með hörku flott lið. Þótt það sé súrt að vera ekki með hef ég fulla trú á þessu liði. Ég hef engar áhyggjur af þessu.“ Birgir hefur skorað þrettán mörk í fjórum leikjum í Olís-deildinni í vetur.vísir/hulda margrét Þrátt fyrir að Grótta hafi byrjað tímabilið ágætlega er Birgir með báða fætur kyrfilega á jörðinni og tók út úr klisjubankanum, aðspurður um markmið Seltirninga í vetur. „Við erum bara á ákveðinni vegferð. Ég veit þú vilt fá eitthvað en ég ætla bara að nota klisjurnar. Það er bara einn leikur í einu. Mér finnst við vera með það gott lið, jafnvel þótt ég sé ekki með, til að vinna öll lið í deildinni. En við getum líka tapað fyrir öllum liðum á vondum degi,“ sagði Birgir. Hann er á sínu þriðja tímabili hjá Gróttu. Samstarfið hefur verið farsælt fyrir báða aðila og Birgir kveðst ánægður á Nesinu. „Mér líður vel hérna, við fáum topp þjálfun og hérna er gott fólk. Stemmningin er góð og mætingin flott,“ sagði Birgir sem verður í stúkunni í nýja íþróttahúsinu í Úlfarsárdal á föstudaginn þegar Grótta sækir Fram heim. Leikurinn hefst klukkan 20:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Olís-deild karla Grótta Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Sjá meira
„Ég var bara á æfingu og lenti illa á höndinni með þeim afleiðingum að lítið bein í henni brotnaði. Þetta var bara slys,“ sagði Birgir við Vísi í dag. Ekki liggur enn fyrir hversu mikið hann missir úr. „Ég verð í gifsi í 3-4 vikur og svo kemur þetta í ljós. Ég hugsa að þetta séu 5-6 vikur en það fer allt eftir því hversu vel gengur.“ Birgir vonast til að ná einhverjum leikjum með Gróttu áður en hið venjubundna stórmótshlé verður gert á Olís-deildinni. En á meðan þurfa Seltirningar að spjara sig án hans og Birgir hefur fulla trú á að það takist. „Við erum með hörku flott lið. Þótt það sé súrt að vera ekki með hef ég fulla trú á þessu liði. Ég hef engar áhyggjur af þessu.“ Birgir hefur skorað þrettán mörk í fjórum leikjum í Olís-deildinni í vetur.vísir/hulda margrét Þrátt fyrir að Grótta hafi byrjað tímabilið ágætlega er Birgir með báða fætur kyrfilega á jörðinni og tók út úr klisjubankanum, aðspurður um markmið Seltirninga í vetur. „Við erum bara á ákveðinni vegferð. Ég veit þú vilt fá eitthvað en ég ætla bara að nota klisjurnar. Það er bara einn leikur í einu. Mér finnst við vera með það gott lið, jafnvel þótt ég sé ekki með, til að vinna öll lið í deildinni. En við getum líka tapað fyrir öllum liðum á vondum degi,“ sagði Birgir. Hann er á sínu þriðja tímabili hjá Gróttu. Samstarfið hefur verið farsælt fyrir báða aðila og Birgir kveðst ánægður á Nesinu. „Mér líður vel hérna, við fáum topp þjálfun og hérna er gott fólk. Stemmningin er góð og mætingin flott,“ sagði Birgir sem verður í stúkunni í nýja íþróttahúsinu í Úlfarsárdal á föstudaginn þegar Grótta sækir Fram heim. Leikurinn hefst klukkan 20:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4.
Olís-deild karla Grótta Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Sjá meira