Sveitarfélagið tekur yfir rekstur laugarinnar og hyggst stórefla starfið Atli Ísleifsson skrifar 20. október 2022 22:00 Haraldur Þór Jónsson sveitarstjóri segir að mikið standi til í hreppnum. Framundan sé meðal annars úthlutun lóða í grennd við Skeiðalaug í Brautarholti. Skeiðgnúp Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps hyggst taka yfir rekstur Skeiðalaugar í Brautarholti um áramótin þegar samningur við verktaka rennur út. Stefnt er á að lengja opnunartíma laugarinnar verulega. Síðustu ár hefur laugin einungis verið opin tvo daga vikunnar í fjóra tíma í senn. Haraldur Þór Jónsson sveitarstjóri segir að til standi að stórefla starfið í Skeiðalaug. „Íbúar hafa lengi kallað eftir rýmri opnunartíma. Við erum lítið sveitarfélag sem sameinaðist fyrir um tuttugu árum, erum með 580 íbúa, og rekum tvær sundlaugar – Skeiðalaug og sundlaugina í Árnesi.“ Hann segir að með nýjum meirihluta sé markmiðið að taka laugina svolítið í gegn. „Við viljum lengja opnunartíma, efla þjónustu og þar með bæta búsetuskilyrðin. Við erum að fara að úthluta lóðum þarna nærri lauginni og við sjáum því fram á fjölgun íbúa.“ Opin í fjóra tíma, tvo daga í viku Skeiðalaug hefur síðustu ár einungis verið opin á mánudögum og fimmtudögum yfir vetrarmánuðina, milli 18 og 22 á kvöldin. Málið var tekið fyrir á fundi sveitarstjórnar í gær. Full samstaða var um að ráðast í að sveitarfélagið tæki yfir reksturinn. Haraldi sveitarstjóra hefur verið falið að ráða starfskraft til starfa í Skeiðalaug. Hann segir sveitarstjórn hafa verið í samskiptum við arkitekt laugarinnar með það að markmiði að endurbæta og efla laugina. Skeiðalaug var byggð af heimamönnum árið 1975 og er staðsett í Brautarholti.SkeiðGrúp Vill helst sjá hana opna alla daga vikunnar Haraldur gerir ráð fyrir að hægt verði að lengja opnunartíma laugarinnar strax um áramót. „Til lengri tíma litið vill maður auðvitað sjá laugina opna alla daga vikunnar. Við þurfum þó að komast þangað. Við þurfum að geta rekið hana en með lengri opnunartíma gæti skapast betri rekstrargrundvöllur. Það eru líka uppi hugmyndir um að byggja við sundlaugina og koma upp æfingaaðstöðu. Við lifum og hrærumst fyrir sundlaugar. Við vitum að það er fátt betra en að fara í laugina eftir langan vinnudag.“ Skeiðalaug var byggð af heimamönnum árið 1975 og er staðsett í Brautarholti. Á vef sveitarfélagsins kemur fram að laugin sé 16,68 metrar á lengd og átta metra breið. Þar er einnig að finna heitan pott, vatnsgufubaðstofu, og hvíldarbekki. Sundlaugar Skeiða- og Gnúpverjahreppur Tengdar fréttir Barátta grindvískra barna fyrir lengri opnun í sundlauginni skilar árangri Frístunda- og menningarnefnd Grindavíkurbæjar hefur lagt til að opnunartími sundlaugarinnar í bænum verði lengdur til klukkan 18 um helgar yfir vetrartímann í stað klukkan 16. Breytingin kemur í kjölfar undirskriftarsöfnunar grunnskólabarna í bænum. 19. október 2022 11:26 Gjaldskrá sundlaugarinnar í Grímsnesi standist ekki ákvæði stjórnarskrár Innviðaráðuneytið hefur óskað eftir umsögn sveitarfélagsins Grímsnes- og Grafningshrepps vegna þess fyrirkomulags sveitarfélagsins að láta þá sem ekki eru með lögheimili í sveitarfélaginu greiða margfalt hærra verð fyrir árskort í sund og líkamsrækt á Borg í Grímsnesi, samanborið við þá sem eru skráðir með lögheimili í sveitarfélaginu. 29. september 2022 08:00 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Fleiri fréttir Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Sjá meira
Haraldur Þór Jónsson sveitarstjóri segir að til standi að stórefla starfið í Skeiðalaug. „Íbúar hafa lengi kallað eftir rýmri opnunartíma. Við erum lítið sveitarfélag sem sameinaðist fyrir um tuttugu árum, erum með 580 íbúa, og rekum tvær sundlaugar – Skeiðalaug og sundlaugina í Árnesi.“ Hann segir að með nýjum meirihluta sé markmiðið að taka laugina svolítið í gegn. „Við viljum lengja opnunartíma, efla þjónustu og þar með bæta búsetuskilyrðin. Við erum að fara að úthluta lóðum þarna nærri lauginni og við sjáum því fram á fjölgun íbúa.“ Opin í fjóra tíma, tvo daga í viku Skeiðalaug hefur síðustu ár einungis verið opin á mánudögum og fimmtudögum yfir vetrarmánuðina, milli 18 og 22 á kvöldin. Málið var tekið fyrir á fundi sveitarstjórnar í gær. Full samstaða var um að ráðast í að sveitarfélagið tæki yfir reksturinn. Haraldi sveitarstjóra hefur verið falið að ráða starfskraft til starfa í Skeiðalaug. Hann segir sveitarstjórn hafa verið í samskiptum við arkitekt laugarinnar með það að markmiði að endurbæta og efla laugina. Skeiðalaug var byggð af heimamönnum árið 1975 og er staðsett í Brautarholti.SkeiðGrúp Vill helst sjá hana opna alla daga vikunnar Haraldur gerir ráð fyrir að hægt verði að lengja opnunartíma laugarinnar strax um áramót. „Til lengri tíma litið vill maður auðvitað sjá laugina opna alla daga vikunnar. Við þurfum þó að komast þangað. Við þurfum að geta rekið hana en með lengri opnunartíma gæti skapast betri rekstrargrundvöllur. Það eru líka uppi hugmyndir um að byggja við sundlaugina og koma upp æfingaaðstöðu. Við lifum og hrærumst fyrir sundlaugar. Við vitum að það er fátt betra en að fara í laugina eftir langan vinnudag.“ Skeiðalaug var byggð af heimamönnum árið 1975 og er staðsett í Brautarholti. Á vef sveitarfélagsins kemur fram að laugin sé 16,68 metrar á lengd og átta metra breið. Þar er einnig að finna heitan pott, vatnsgufubaðstofu, og hvíldarbekki.
Sundlaugar Skeiða- og Gnúpverjahreppur Tengdar fréttir Barátta grindvískra barna fyrir lengri opnun í sundlauginni skilar árangri Frístunda- og menningarnefnd Grindavíkurbæjar hefur lagt til að opnunartími sundlaugarinnar í bænum verði lengdur til klukkan 18 um helgar yfir vetrartímann í stað klukkan 16. Breytingin kemur í kjölfar undirskriftarsöfnunar grunnskólabarna í bænum. 19. október 2022 11:26 Gjaldskrá sundlaugarinnar í Grímsnesi standist ekki ákvæði stjórnarskrár Innviðaráðuneytið hefur óskað eftir umsögn sveitarfélagsins Grímsnes- og Grafningshrepps vegna þess fyrirkomulags sveitarfélagsins að láta þá sem ekki eru með lögheimili í sveitarfélaginu greiða margfalt hærra verð fyrir árskort í sund og líkamsrækt á Borg í Grímsnesi, samanborið við þá sem eru skráðir með lögheimili í sveitarfélaginu. 29. september 2022 08:00 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Fleiri fréttir Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Sjá meira
Barátta grindvískra barna fyrir lengri opnun í sundlauginni skilar árangri Frístunda- og menningarnefnd Grindavíkurbæjar hefur lagt til að opnunartími sundlaugarinnar í bænum verði lengdur til klukkan 18 um helgar yfir vetrartímann í stað klukkan 16. Breytingin kemur í kjölfar undirskriftarsöfnunar grunnskólabarna í bænum. 19. október 2022 11:26
Gjaldskrá sundlaugarinnar í Grímsnesi standist ekki ákvæði stjórnarskrár Innviðaráðuneytið hefur óskað eftir umsögn sveitarfélagsins Grímsnes- og Grafningshrepps vegna þess fyrirkomulags sveitarfélagsins að láta þá sem ekki eru með lögheimili í sveitarfélaginu greiða margfalt hærra verð fyrir árskort í sund og líkamsrækt á Borg í Grímsnesi, samanborið við þá sem eru skráðir með lögheimili í sveitarfélaginu. 29. september 2022 08:00