Fengu „viðbjóðsleg“ skilaboð eftir átökin og kjaftshöggið Sindri Sverrisson skrifar 20. október 2022 17:01 Hawa Cissoko fékk að líta rauða spjaldið. Eins og sjá má var Dagný Brynjarsdóttir ein af þeim sem reyndu að stilla til friðar. Getty/Harriet Lander Hawa Cissoko og og Sarah Mayling hafa orðið fyrir „viðbjóðslegu“ netníði eftir átök þeirra í leik West Ham og Aston Villa, að sögn Cörlu Ward, þjálfara Villa. Cissoko, sem er liðsfélagi Dagnýjar Brynjarsdóttur hjá West Ham, fékk að líta rauða spjaldið eftir að hún kýldi Mayling í kjölfar átaka þeirra á milli. West Ham vann leikinn 2-1 og skoraði Dagný fyrsta mark leiksins. Paul Konchesky, þjálfari West Ham, fékk einnig rautt spjald vegna hegðunar sinnar á hliðarlínunni. Í yfirlýsingu frá West Ham segir að um leið og félagið harmi hegðun Cissoko, sem hún hafi beðist afsökunar á, þá verði að stöðva þess háttar níð sem hún varð fyrir eftir leikinn. Hluti af viðbjóðnum sem hún fékk sendan mun hafa verið kynþáttaníð. „West Ham United er áfram óhaggað í sinni afstöðu. Við höfum enga þolinmæði fyrir hvers konar mismunun,“ segir meðal annars í yfirlýsingu West Ham. Le très mauvais geste d'Hawa Cisssoko envers la joueuse d'Aston Villa Sarah Mayling @BethFisherSport pic.twitter.com/W0oDPfYO3s— Femmes Foot News (@femmesfootnews) October 15, 2022 BBC hefur eftir Ward, þjálfara Villa: „Sarah og Hawa hafa orðið fyrir viðbjóðslegu netníði en eru báðar góðar manneskjur. Það ætti enginn að þurfa að eiga við svona, sama hvað gerist á vellinum.“ Cissoko kvaðst í yfirlýsingu harma hegðun sína í lok leiksins við Villa og sagði ekkert geta afsakað það sem hún gerði, sérstaklega þar sem að hún væri fyrirmynd fyrir aðra. Þá þakkaði hún þeim sem sent höfðu henni baráttukveðjur, öfugt við þeim sem sent höfðu henni „níðandi og hatursfull skilaboð.““ „Þær [Mayling og Cissoko] áttu í átökum sem urðu í mjög spennuþrungnum og tilfinningaríkum leik,“ sagði Ward og bætti við: „Ég er viss um að þær eru báðar fullar eftirsjár en hvorug þeirra ætti að þurfa að ganga í gegnum það netníð sem þær hafa orðið fyrir.“ Enski boltinn Fótbolti Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Íslenski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Fleiri fréttir Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Sjá meira
Cissoko, sem er liðsfélagi Dagnýjar Brynjarsdóttur hjá West Ham, fékk að líta rauða spjaldið eftir að hún kýldi Mayling í kjölfar átaka þeirra á milli. West Ham vann leikinn 2-1 og skoraði Dagný fyrsta mark leiksins. Paul Konchesky, þjálfari West Ham, fékk einnig rautt spjald vegna hegðunar sinnar á hliðarlínunni. Í yfirlýsingu frá West Ham segir að um leið og félagið harmi hegðun Cissoko, sem hún hafi beðist afsökunar á, þá verði að stöðva þess háttar níð sem hún varð fyrir eftir leikinn. Hluti af viðbjóðnum sem hún fékk sendan mun hafa verið kynþáttaníð. „West Ham United er áfram óhaggað í sinni afstöðu. Við höfum enga þolinmæði fyrir hvers konar mismunun,“ segir meðal annars í yfirlýsingu West Ham. Le très mauvais geste d'Hawa Cisssoko envers la joueuse d'Aston Villa Sarah Mayling @BethFisherSport pic.twitter.com/W0oDPfYO3s— Femmes Foot News (@femmesfootnews) October 15, 2022 BBC hefur eftir Ward, þjálfara Villa: „Sarah og Hawa hafa orðið fyrir viðbjóðslegu netníði en eru báðar góðar manneskjur. Það ætti enginn að þurfa að eiga við svona, sama hvað gerist á vellinum.“ Cissoko kvaðst í yfirlýsingu harma hegðun sína í lok leiksins við Villa og sagði ekkert geta afsakað það sem hún gerði, sérstaklega þar sem að hún væri fyrirmynd fyrir aðra. Þá þakkaði hún þeim sem sent höfðu henni baráttukveðjur, öfugt við þeim sem sent höfðu henni „níðandi og hatursfull skilaboð.““ „Þær [Mayling og Cissoko] áttu í átökum sem urðu í mjög spennuþrungnum og tilfinningaríkum leik,“ sagði Ward og bætti við: „Ég er viss um að þær eru báðar fullar eftirsjár en hvorug þeirra ætti að þurfa að ganga í gegnum það netníð sem þær hafa orðið fyrir.“
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Íslenski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Fleiri fréttir Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Sjá meira