Handbolti

Ómar og Gísli á leið í undanúrslit heimsmeistaramótsins

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Ómar Ingi Magnússon skoraði fjögur mörk fyrir Magdeburg í dag.
Ómar Ingi Magnússon skoraði fjögur mörk fyrir Magdeburg í dag. Frederic Scheidemann/Getty Images

Ómar Ingi Magnússon, Gísli Þorgeir Kristjánsson og félagar þeirra í þýska meistaraliðinu SC Magdeburg eru á leið í undanúrslit heimsmeistaramóts félagsliða í handbolta eftir góðan sex marka sigur gegn Al Khaleej frá Sádí-Arabíu í dag, 35-29.

Magdeburg og Al Khaleej höfðu bæði unnið fyrsta leikinn sinn í riðlinum og því myndi sigurlið dagsins tryggja sér sæti í undanúrslitum þar sem þriðja lið riðilsins, Sydney University frá Ástralíu, hafði tapað báðum sínum leikjum.

Íslendingaliðið hefur titil að verja frá því í fyrra og þeir höfðu forystuna í hálfleik, staðan 17-14.

Magdeburg hleypti andstæðingum sínum aldrei of nálægt sér í síðari hálfleik og vann að lokum nokkuð öruggan sex marka sigur, 35-29. Liðið er því á leið í undanúrslit, en Al Khaleej mun hins vegar keppa um 5.-8. sæti.

Ómar Ingi skoraði fjögur mörk fyrir Magdeburg í dag og Gísli Þorgeir skoraði eitt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×