Chelsea og PSG leika saman í A-riðli keppninnar, en fyrr í kvöld vann Real Madrid góðan 2-0 sigur gegn albanska liðinu Vllaznia.
Millie Bright skoraði eins og áður segir eina mark leiksins á 27. mínútu eftir stoðsendingu frá Erin Cuthbert og niðurstaðan því 0-1 sigur gestanna.
Chelsea situr því í öðru sæti riðilsins eftir fyrstu umferð með þrjú stig, líkt og Real Madrid sem situr í toppsætinu á betri markatölu.
Þá vann Roma 1-0 sigur gegn Slavia Prag á sama tíma í B-riðli. Roma og Slavia Prag eru með Sveindísi Jane Jónsdóttur og stöllum hennar í Wolfburg í riðli, en Wolfsburg vann fyrr í kvöld öruggan 4-0 sigur gegn St. Polten.