Handbolti

„Það er alltaf gott að vinna, sérstaklega Hauka

Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar
Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, var sáttur í leikslok
Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, var sáttur í leikslok Vísir: Hulda Margrét

„Ég er ofboðslega glaður. Það er alltaf gott að vinna, sérstaklega Hauka,“ sagði Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, sáttur eftir eins marks sigur á Haukum 27-26. FH hafði yfir höndina bróðurpart leiksins og eftir æsispennandi lokamínútur náðu þeir að sigla þessu í höfn. 

„Við óskuðum eftir frammistöðu á móti Haukum, þú þarft alvöru liðs frammistöðu og við fengum það í dag. Það var margt sem að var ekki frábært en það voru allir alltaf á fullu og við unnum upp mistökin með vinnusemi og dugnaði.“

Þegar um fimm mínútur voru til leiksloka leiddi FH með þremur mörkum en Haukum tókst að jafna þegar tæplega ein mínúta var eftir. FH-ingar skoruðu í lokasókninni og unnu leikinn. 

„Mér leið náttúrulega stórkostlega í stöðunni 13-10, er það ekki eitthvað happa? Heyrðu nei, maður veit alveg á móti Haukum að þessir leikir sveiflast alltaf fram og til baka. Þrjú yfir og eitthvað smá eftir, maður er aldrei rólegur,“ sagði Sigursteinn aðspurður hvernig tilfinningin var að missa þetta niður í jafntefli þegar lítið var til leiksloka. 

„Við mætum og við reynum að taka frumkvæðið í leikjunum. Svo er þetta bara vinnusemi og að vilja.“

Sigursteinn vill halda áfram að vinna í að púsla leik FH saman og búa til góðar frammistöður. 

„Við þurfum að halda áfram að vinna í leik okkar. Í dag komu nýir menn inn því það vantaði einhverja og þeir stóðu sig alveg frábærlega. Við þurfum að halda áfram að púsla okkar leik og búa til frammistöðu.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×