Ayala: Vörnin hélt okkur á floti í dag Árni Jóhannsson skrifar 20. október 2022 22:20 Eric Ayala skoraði 28 stig í kvöld og hitti úr fimm þriggja stiga skotum meðal annars. Vísir/Hulda Margrét Eric Ayala var stigahæsti leikmaður leiksins þegar Keflvíkingar unnu Grindavík 96-87 í Subway deild karla í körfuknattleik. Ayala skoraði 28 stig og voru mörg þeirra af mikilvægari gerðinni þegar heimamenn þurftu á körfum að halda. Hann var spurður að því hvað hans menn hefðu gert rétt í kvöld til að sækja sigurinn. „Við spiluðum bara af hörku í dag. Í hvert skipti sem við vorum með boltann gerðum við vel og vorum mjög árvökulir. Náðum í lausa bolta þegar við þurftum og náðum í stopp þegar við þurftum á því að halda. Vörnin hélt okkur á floti í dag og hefur verið að gera það.“ Þó varnarleikurinn hafi verið sterkur hjá Keflvíkingum í kvöld þá var sóknin mjög skilvirk og fengu Keflvíkingar stig úr mörgum áttum. Það hlýtur að vera þægilegt að vera í þannig liði. „Algjörlega. Margir sem stigu upp, sérstaklega þegar það vantaði aðal leikstjórnandann [Hörð Axel Vilhjálmsson]. Það er mjög gott að sjá það og að við missum ekki taktinn við meiðslin hans. Við viljum bara halda áfram eftir því plani sem þjálfarinn leggur upp.“ Eric Ayala skoraði eins og áður segir 28 stig en hann hitti úr fimm af níu þriggja stiga skotum sínum. Hann var spurður að því hvaða skipanir hann sjálfur væri að fá frá Hjalta þjálfara en það lítur út fyrir að vera mjög létt verk fyrir hann að sækja körfur. „Ég á bara að vera ég sjálfur. Ég á að fara þarna út og lesa í leikinn og vera árásargjarn. Við erum svo bara að reyna að vinna þegar öllu er á botninn hvolft. Það skiptir mig mestu máli ef ég á að vera hreinskilinn og reyni bara að hjálpa liðinu að vinna.“ Að lokum var Ayala spurður út í hvernig honum litist á deildina nú þegar þrjár umferðir væru búnar. „Mér líst vel á hana. Liðin eru vel samkeppnishæf og hvert lið er ný áskorun út af fyrir sig. Við erum með mikið af góðum leikmönnum og fáum nýja áskorun í hverjum leik. Það er mikilvægt fyrir okkur að fara út á völlinn og spila okkar leik. Ef við gerum það þá eigum við góða möguleika á sigri.“ Keflavík ÍF Subway-deild karla Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Fleiri fréttir Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Sjá meira
Hann var spurður að því hvað hans menn hefðu gert rétt í kvöld til að sækja sigurinn. „Við spiluðum bara af hörku í dag. Í hvert skipti sem við vorum með boltann gerðum við vel og vorum mjög árvökulir. Náðum í lausa bolta þegar við þurftum og náðum í stopp þegar við þurftum á því að halda. Vörnin hélt okkur á floti í dag og hefur verið að gera það.“ Þó varnarleikurinn hafi verið sterkur hjá Keflvíkingum í kvöld þá var sóknin mjög skilvirk og fengu Keflvíkingar stig úr mörgum áttum. Það hlýtur að vera þægilegt að vera í þannig liði. „Algjörlega. Margir sem stigu upp, sérstaklega þegar það vantaði aðal leikstjórnandann [Hörð Axel Vilhjálmsson]. Það er mjög gott að sjá það og að við missum ekki taktinn við meiðslin hans. Við viljum bara halda áfram eftir því plani sem þjálfarinn leggur upp.“ Eric Ayala skoraði eins og áður segir 28 stig en hann hitti úr fimm af níu þriggja stiga skotum sínum. Hann var spurður að því hvaða skipanir hann sjálfur væri að fá frá Hjalta þjálfara en það lítur út fyrir að vera mjög létt verk fyrir hann að sækja körfur. „Ég á bara að vera ég sjálfur. Ég á að fara þarna út og lesa í leikinn og vera árásargjarn. Við erum svo bara að reyna að vinna þegar öllu er á botninn hvolft. Það skiptir mig mestu máli ef ég á að vera hreinskilinn og reyni bara að hjálpa liðinu að vinna.“ Að lokum var Ayala spurður út í hvernig honum litist á deildina nú þegar þrjár umferðir væru búnar. „Mér líst vel á hana. Liðin eru vel samkeppnishæf og hvert lið er ný áskorun út af fyrir sig. Við erum með mikið af góðum leikmönnum og fáum nýja áskorun í hverjum leik. Það er mikilvægt fyrir okkur að fara út á völlinn og spila okkar leik. Ef við gerum það þá eigum við góða möguleika á sigri.“
Keflavík ÍF Subway-deild karla Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Fleiri fréttir Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Sjá meira