Veggur Alþingisgarðsins hvergi sjáanlegur á forhönnun borgarinnar Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 21. október 2022 12:06 Hér má sjá hluta af forhönnun borgarinnar á svæðinu. Reykjavíkurborg Myndir af nýrri forhönnun af göngugötuskipulagi við Kirkjustræti og Templarasund í miðbæ Reykjavíkur voru birtar á miðvikudag. Útlit breytinganna er sagt gera tilraun til þess að tengja saman hið gamla og nýja. Athygli vekur að ekki er gert ráð fyrir vegg Alþingisgarðsins á myndunum, það stangast á við orð skrifstofustjóra Alþingis en hún segir til umræðu að friða garðinn. Forhönnunin, sem unnin var af Hornsteinum Arkitektum, Hildiberg Hönnunarhúsi og Verkfræðistofu Bjarna Viðarssonar er sögð leggja áherslu á að tengja saman fortíð og framtíð. Endurskipulag þetta sé gert til þess að breyta svæðinu í göngugötu en ekki verði hægt að aka um svæðið nema með leyfi Alþingis. Einnig verði göngugatan hituð til þess að tryggja megi gott aðgengi. Hér má sjá forhönnun á svæðinu, að kvöldi til. Reykjavíkurborg Hönnunin á götuflísum göngugötunnar er sögð sækja innblástur til vefnaðar og gamalla handrita. Mynstrið sé einnig einskonar virðingarvottur til kvenna sem og brautryðjenda frá árum áður. Þar að auki verði lýsing á svæðinu uppfærð svo gefa megi kennileitum á svæðinu gaum og til dæmis leggja áherslu á ákveðna hluta Alþingisbyggingarinnar. Það má því með sanni segja að stefnan sé tekin að því að tengja saman hið gamla og nýja í miðbæ Reykjavíkur. Vegna þessa er athyglisvert að sjá vegg Alþingisgarðsins fjarlægðan á myndum af forhönnun svæðisins. Hér sést yfirlitsmynd af forhönnuninni og eins og sjá má er enginn veggur við Alþingisgarðinn. Reykjavíkurborg Fréttastofa leitaði til skrifstofustjóra Alþingis, Rögnu Árnadóttur og athugaði hvort stefna væri tekin á að rífa vegginn enda virtist ekki vera gert ráð fyrir honum. Í skriflegu svari til fréttastofu segir Ragna ekki standa til að rífa vegginn. „Myndirnar hljóta að vera ónákvæmar að þessu leyti því það stendur ekki til að breyta veggjum Alþingisgarðsins. Hann á sér merka sögu og mun vera elstur íslenskra garða sem varðveist hefur í upphaflegri mynd,“ skrifar Ragna. Hún segir það jafnframt vera til umræðu að friðlýsa garðinn en minjastofnun hafi lagt það til og sé það nú á borði forsætisnefndar Alþingis. Langa umfjöllun um sögu Alþingisgarðsins má sjá á Instagram síðu Alþingis. Fjallað er um tilurð og skipulag garðsins ásamt fleiru. View this post on Instagram A post shared by Alþingi (@althingi) Reykjavík Alþingi Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Sjá meira
Forhönnunin, sem unnin var af Hornsteinum Arkitektum, Hildiberg Hönnunarhúsi og Verkfræðistofu Bjarna Viðarssonar er sögð leggja áherslu á að tengja saman fortíð og framtíð. Endurskipulag þetta sé gert til þess að breyta svæðinu í göngugötu en ekki verði hægt að aka um svæðið nema með leyfi Alþingis. Einnig verði göngugatan hituð til þess að tryggja megi gott aðgengi. Hér má sjá forhönnun á svæðinu, að kvöldi til. Reykjavíkurborg Hönnunin á götuflísum göngugötunnar er sögð sækja innblástur til vefnaðar og gamalla handrita. Mynstrið sé einnig einskonar virðingarvottur til kvenna sem og brautryðjenda frá árum áður. Þar að auki verði lýsing á svæðinu uppfærð svo gefa megi kennileitum á svæðinu gaum og til dæmis leggja áherslu á ákveðna hluta Alþingisbyggingarinnar. Það má því með sanni segja að stefnan sé tekin að því að tengja saman hið gamla og nýja í miðbæ Reykjavíkur. Vegna þessa er athyglisvert að sjá vegg Alþingisgarðsins fjarlægðan á myndum af forhönnun svæðisins. Hér sést yfirlitsmynd af forhönnuninni og eins og sjá má er enginn veggur við Alþingisgarðinn. Reykjavíkurborg Fréttastofa leitaði til skrifstofustjóra Alþingis, Rögnu Árnadóttur og athugaði hvort stefna væri tekin á að rífa vegginn enda virtist ekki vera gert ráð fyrir honum. Í skriflegu svari til fréttastofu segir Ragna ekki standa til að rífa vegginn. „Myndirnar hljóta að vera ónákvæmar að þessu leyti því það stendur ekki til að breyta veggjum Alþingisgarðsins. Hann á sér merka sögu og mun vera elstur íslenskra garða sem varðveist hefur í upphaflegri mynd,“ skrifar Ragna. Hún segir það jafnframt vera til umræðu að friðlýsa garðinn en minjastofnun hafi lagt það til og sé það nú á borði forsætisnefndar Alþingis. Langa umfjöllun um sögu Alþingisgarðsins má sjá á Instagram síðu Alþingis. Fjallað er um tilurð og skipulag garðsins ásamt fleiru. View this post on Instagram A post shared by Alþingi (@althingi)
Reykjavík Alþingi Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Sjá meira