Berglind Rán frá Orku náttúrunnar til ORF Líftækni Atli Ísleifsson skrifar 21. október 2022 14:16 Berglind Rán Ólafsdóttir. Aðsend Berglind Rán Ólafsdóttir hefur verið ráðin forstjóri ORF Líftækni. Hún hefur undanfarin ár starfað sem framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar. Í tilkynningu segir að staða forstjóra ORF hafi verið auglýst í kjölfar uppskiptingar fyrirtækisins í ORF Líftækni annars vegar og BIOEFFECT hins vegar. Berglind hefur verið framkvæmdastýra Orku náttúrunnar í rúm fjögur ár auk þess sem hún er stjórnarformaður Samorku, samtaka orku- og veitufyrirtækja á Íslandi. „Berglind Rán er með M.Sc. gráðu í sameindalíffræði frá Háskóla Íslands og MBA frá IESE í Barcelona og býr bæði yfir haldgóðri reynslu af viðskiptaþróun, m.a. frá Medis – dótturfélagi Actavis og Landsvirkjun, og vísindarannsóknum frá Íslenskri erfðagreiningu þar sem hún vann við erfðafræðirannsóknir,“ segir í tilkynningunni. Liv Bergþórsdóttir hefur sinnt forstjórastarfinu hjá ORF Líftækni samhliða forstjórastarfinu hjá BIOEFFECT en mun nú einbeita sér að rekstri og vexti BIOEFFECT. Um ORF Líftækni segir að fyrirtækið sé leiðandi í plöntulíftækni og hafi framleitt vaxtarþætti í um fimmtán ár. „Nýsköpun og sérstaða ORF Líftækni byggir á framleiðslu vaxtarþátta í byggplöntum. ORF Líftækni starfar nú eftir skýrri framtíðarsýn um að vera virkur þátttakandi í nauðsynlegum breytingum í matvælaframleiðslu heimsins með ræktun og framleiðslu dýravaxtarþátta fyrir stofnfrumuræktað kjöt.“ Rétt í mótun Haft er eftir Berglindi Rán að það gefist ekki oft tækifæri til að leiða fyrirtæki til vaxtar á markaði sem sé rétt í mótun. „Ég hlakka til að leiða ORF Líftækni og fá þannig tækifæri til nýta bæði líftæknimenntun mína og reynslu og þekkingu úr viðskiptalífinu. Dýravaxtarþættir ORF Líftækni hafa þegar sannað sig á þessum nýja markaði sem líklegast mun hafa meiri áhrif á neyslu okkar á dýraafurðum en nokkuð annað. Ég hlakka mikið til að leiða þá vinnu sem er framundan svo við getum lagt okkar af mörkum til þess að breyta heiminum til góðs,“ segir Berglind Rán. Auglýst laus til umsóknar á næstu dögum Berglind Rán hafði starfað hjá Orku náttúrunnar í fimm ár, fyrst sem forstöðumaður fyrirtækjamarkaða og síðar sem framkvæmdastýra frá árinu 2018. „Starfið verður auglýst laust til umsóknar á næstu dögum en Berglind Rán mun sinna því þar til nýr leiðtogi hefur tekið við. Jafnframt verður hún nýjum stjórnanda innan handar til að byrja með,“ segir í tilkynningu frá Orku náttúrunnar. Vistaskipti Líftækni Orkumál Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Sjá meira
Í tilkynningu segir að staða forstjóra ORF hafi verið auglýst í kjölfar uppskiptingar fyrirtækisins í ORF Líftækni annars vegar og BIOEFFECT hins vegar. Berglind hefur verið framkvæmdastýra Orku náttúrunnar í rúm fjögur ár auk þess sem hún er stjórnarformaður Samorku, samtaka orku- og veitufyrirtækja á Íslandi. „Berglind Rán er með M.Sc. gráðu í sameindalíffræði frá Háskóla Íslands og MBA frá IESE í Barcelona og býr bæði yfir haldgóðri reynslu af viðskiptaþróun, m.a. frá Medis – dótturfélagi Actavis og Landsvirkjun, og vísindarannsóknum frá Íslenskri erfðagreiningu þar sem hún vann við erfðafræðirannsóknir,“ segir í tilkynningunni. Liv Bergþórsdóttir hefur sinnt forstjórastarfinu hjá ORF Líftækni samhliða forstjórastarfinu hjá BIOEFFECT en mun nú einbeita sér að rekstri og vexti BIOEFFECT. Um ORF Líftækni segir að fyrirtækið sé leiðandi í plöntulíftækni og hafi framleitt vaxtarþætti í um fimmtán ár. „Nýsköpun og sérstaða ORF Líftækni byggir á framleiðslu vaxtarþátta í byggplöntum. ORF Líftækni starfar nú eftir skýrri framtíðarsýn um að vera virkur þátttakandi í nauðsynlegum breytingum í matvælaframleiðslu heimsins með ræktun og framleiðslu dýravaxtarþátta fyrir stofnfrumuræktað kjöt.“ Rétt í mótun Haft er eftir Berglindi Rán að það gefist ekki oft tækifæri til að leiða fyrirtæki til vaxtar á markaði sem sé rétt í mótun. „Ég hlakka til að leiða ORF Líftækni og fá þannig tækifæri til nýta bæði líftæknimenntun mína og reynslu og þekkingu úr viðskiptalífinu. Dýravaxtarþættir ORF Líftækni hafa þegar sannað sig á þessum nýja markaði sem líklegast mun hafa meiri áhrif á neyslu okkar á dýraafurðum en nokkuð annað. Ég hlakka mikið til að leiða þá vinnu sem er framundan svo við getum lagt okkar af mörkum til þess að breyta heiminum til góðs,“ segir Berglind Rán. Auglýst laus til umsóknar á næstu dögum Berglind Rán hafði starfað hjá Orku náttúrunnar í fimm ár, fyrst sem forstöðumaður fyrirtækjamarkaða og síðar sem framkvæmdastýra frá árinu 2018. „Starfið verður auglýst laust til umsóknar á næstu dögum en Berglind Rán mun sinna því þar til nýr leiðtogi hefur tekið við. Jafnframt verður hún nýjum stjórnanda innan handar til að byrja með,“ segir í tilkynningu frá Orku náttúrunnar.
Vistaskipti Líftækni Orkumál Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Sjá meira