Kornbóndi ræktar hveiti á Suðurlandi með góðum árangri Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 21. október 2022 20:04 Björgvin Þór er öflugur kornbóndi og svínaræktandi. Hér stendur hann í hveitiakri í Gunnarsholti. Kornbóndi á Suðurlandi er nú að rækta hveiti á 43 hekturum lands með góðum árangri. Hveitið notar hann í fóður fyrir svínin sín. Það er Björgvin Þór Harðarson, kornbóndi í Laxárdal í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, sem leigir land af Landgræðslunni í Gunnarsholti til að stunda sína kornrækt. Nú er það hveitið. „Núna erum við á hveitiakri hérna á Gunnarsholti á Rangárvöllunum þar sem við erum að þreskja og ná ágætis uppskeru af góðu hveiti, sem verður notað við framleiðslu á svínakjöti,“ segir Björgvin Þór. Af hverju hveiti? „Þetta er mjög orkuríkt og hentar ágætlega á móti byggi, sérstaklega í minni grísi, þá melta þeir þetta betur. Það er ekki hægt að baka pönnukökur úr hveitinu en ég hef látið mæla það og þeir töldu að það væri kannski hægt að búa til kex í mesta lagi,“ bætir Björgvin Þór við. Björgvin Þór er með mjög góðar vélar í sinni vinnu, enda skiptir það öllu máli að hans sögn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Björgvin er svo með flotta aðstöðu í Gunnarsholti þar sem hann er með öflugar vélar í kornþurrkun. „Við erum sem sagt með vagn, sem er með blautu korni. Það er tekið af honum beint inn í þurrkarann og það fer í einn hring. Á meðan er blásið heitu lofti og svo er það kælt. Síðan fer þetta inn í geymslusíló hérna fyrir innan. Þar er það síðan sett í síló, sem við getum svo sekkjað í eða sett á bíla eftir því hvað hentar.“ Björgvin Þór er mjög stór í kornrækt og mikill áhugamaður og spekingur um allt, sem við kemur korni en hann ræktar korn á 280 hekturum. „Ég hef náttúrulega áhuga á þessu og gaman af þessu en fyrst og fremst er þetta bara nauðsynlegt hráefni til að framleiða gott íslenskt svínakjöt,“ segir Björgvin Þór. Um 280 hektarar af korni er það, sem Björgvin Þór er með. Hann sér fyrir sér mikla og aukna möguleika í kornrækt á Íslandi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Rangárþing ytra Landbúnaður Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fleiri fréttir Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Sjá meira
Það er Björgvin Þór Harðarson, kornbóndi í Laxárdal í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, sem leigir land af Landgræðslunni í Gunnarsholti til að stunda sína kornrækt. Nú er það hveitið. „Núna erum við á hveitiakri hérna á Gunnarsholti á Rangárvöllunum þar sem við erum að þreskja og ná ágætis uppskeru af góðu hveiti, sem verður notað við framleiðslu á svínakjöti,“ segir Björgvin Þór. Af hverju hveiti? „Þetta er mjög orkuríkt og hentar ágætlega á móti byggi, sérstaklega í minni grísi, þá melta þeir þetta betur. Það er ekki hægt að baka pönnukökur úr hveitinu en ég hef látið mæla það og þeir töldu að það væri kannski hægt að búa til kex í mesta lagi,“ bætir Björgvin Þór við. Björgvin Þór er með mjög góðar vélar í sinni vinnu, enda skiptir það öllu máli að hans sögn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Björgvin er svo með flotta aðstöðu í Gunnarsholti þar sem hann er með öflugar vélar í kornþurrkun. „Við erum sem sagt með vagn, sem er með blautu korni. Það er tekið af honum beint inn í þurrkarann og það fer í einn hring. Á meðan er blásið heitu lofti og svo er það kælt. Síðan fer þetta inn í geymslusíló hérna fyrir innan. Þar er það síðan sett í síló, sem við getum svo sekkjað í eða sett á bíla eftir því hvað hentar.“ Björgvin Þór er mjög stór í kornrækt og mikill áhugamaður og spekingur um allt, sem við kemur korni en hann ræktar korn á 280 hekturum. „Ég hef náttúrulega áhuga á þessu og gaman af þessu en fyrst og fremst er þetta bara nauðsynlegt hráefni til að framleiða gott íslenskt svínakjöt,“ segir Björgvin Þór. Um 280 hektarar af korni er það, sem Björgvin Þór er með. Hann sér fyrir sér mikla og aukna möguleika í kornrækt á Íslandi.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Rangárþing ytra Landbúnaður Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fleiri fréttir Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Sjá meira