Leikurinn er í þann mund að klárast þegar þessi frétt er skrifuð en undir lok fyrri hálfleiks fékk Daníel Laxdal að líta rauða spjaldið fyrir framlag sitt í hópslagsmálum.
Við grípum hér niður í textalýsingu Vísis úr leiknum.
Daníel Laxdal er brjálaður
Hvaða vitleysa er í gangi hérna? Það urðu næstum því hópslagsmál hérna með nánast engum aðdraganda.
Mjög verðskuldað spjald, þetta var fáránleg hegðun. Daníel tók um hálsinn á Elfari og negldi honum í jörðina. Fáránleg hegðun, ég hélt að leikmönnum væri alveg sama um þennan leik.
Myndband af átökunum má sjá hér að neðan.