„Held að hann komi pirraður til Íslands“ Sindri Sverrisson skrifar 24. október 2022 08:31 Björgvin Páll Gústavsson og félagar í Val unnu allt sem hægt var að vinna á Íslandi á síðustu leiktíð og skráðu sig svo í Evrópudeildina, næststerkustu Evrópukeppnina í handbolta. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson er spenntur fyrir stóru verkefni með Val en liðið spilar á næstu mánuðum tíu leiki í Evrópudeildinni í handbolta. Björgvin segir Íslandsmeistarana „nógu klikkaða“ til að stefna á sigur annað kvöld þegar ungverska liðið Ferencváros, með stjörnur á borð við Maté Lékai innanborðs, mætir í Origo-höllina að Hlíðarenda. Það er fyrsti leikur Valsara sem eftir viku fara svo til Benidorm að spila við heimamenn. Í liði Ferencváros eru leikmenn sem töpuðu fyrir Íslandi, 31-30, á heimavelli í Búdapest á Evrópumótinu í janúar síðastliðnum. Tapið þýddi að Ungverjar féllu úr keppni en Ísland komst áfram. „Við þekkjum Ungverjana vel, frá landsliðinu til dæmis. Þeir eru til dæmis með [Maté] Lékai í fararbroddi, sem hefur leikið okkur grátt í landsliðinu síðustu ár. Ég held að hann komi pirraður til Íslands, því ég varði síðasta skotið frá honum á síðasta stórmóti, þegar við hentum þeim út úr mótinu. Honum líkar því kannski ekkert voðalega vel við Ísland akkúrat núna,“ segir Björgvin. Mate Lekai sækir gegn uppalda Valsmanninum Ými Erni Gíslasyni á EM í janúar, þar sem Ísland hafði betur.EPA-EFE/Tamas Kovacs „En þeir hafa spilað við okkur mörgum sinnum í landsliðinu og það verður gaman að mæta þeim hérna á þessum velli, bera saman deild á móti deild, og sjá hvar við stöndum. Þetta er auðvitað frábært lið með frábæra einstaklinga en við erum líka góðir. Við vitum ekki hversu góðir fyrr en við mætum þeim,“ segir Björgvin Páll í viðtali við Guðjón Guðmundsson sem sjá má hér að neðan Klippa: Björgvin Páll um Evrópuævintýri Vals Valsmenn leika fimm heimaleiki og fimm útileiki og mæta afar sterkum liðum á borð við þýska liðið Flensburg og franska liðið PAUC. Eftir leikinn við Ferencváros halda Valsmenn til Benidorm og spila þar við heimamenn í næstu viku, og sjötta liðið í riðlinum er svo Ystad frá Svíþjóð. Fjögur efstu liðin komast áfram í 16-liða úrslit. Upplifun fyrir „Hvolpasveitina og einn gamlan karl“ „Ég er þakklátur fyrir að fá að taka þátt í þessari keppni. Ég held að það sé gott fyrir íslenskan handbolta. Smá mælisteinn fyrir okkur til að vita hvar við erum staddir, ekki bara í landsliðinu heldur líka í félagsliðunum,“ segir Björgvin Páll. Björgvin hefur marga fjöruna sopið eftir að hafa verið landsliðsmarkvörður í vel á annan áratug en hann segir Evrópuleikina afar spennandi verkefni fyrir alla leikmenn Vals: „Sérstaklega fyrir unga leikmenn sem eru að spila vel hérna heima. Við vorum nú kallaðir „Hvolpasveitin“ í fyrra, og fyrir hvolpasveit og einn gamlan karl er það alltaf upplifun að reyna sig á móti bestu liðum í heiminum. Þetta er aldeilis verkefni; skemmtilegar þjóðir og skemmtileg lið, og alvöru kanónur sem mæta í Origo-höllina innan skamms,“ segir Björgvin en viðtalið við hann má sjá í heild hér að ofan. Leikur Vals og Ferencváros er klukkan 18:45 á morgun og er miðasala á tix.is. Allir leikir Vals í Evrópudeildinni eru sýndir í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Handbolti Valur Evrópudeild karla í handbolta Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Handbolti Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Sjá meira
Björgvin segir Íslandsmeistarana „nógu klikkaða“ til að stefna á sigur annað kvöld þegar ungverska liðið Ferencváros, með stjörnur á borð við Maté Lékai innanborðs, mætir í Origo-höllina að Hlíðarenda. Það er fyrsti leikur Valsara sem eftir viku fara svo til Benidorm að spila við heimamenn. Í liði Ferencváros eru leikmenn sem töpuðu fyrir Íslandi, 31-30, á heimavelli í Búdapest á Evrópumótinu í janúar síðastliðnum. Tapið þýddi að Ungverjar féllu úr keppni en Ísland komst áfram. „Við þekkjum Ungverjana vel, frá landsliðinu til dæmis. Þeir eru til dæmis með [Maté] Lékai í fararbroddi, sem hefur leikið okkur grátt í landsliðinu síðustu ár. Ég held að hann komi pirraður til Íslands, því ég varði síðasta skotið frá honum á síðasta stórmóti, þegar við hentum þeim út úr mótinu. Honum líkar því kannski ekkert voðalega vel við Ísland akkúrat núna,“ segir Björgvin. Mate Lekai sækir gegn uppalda Valsmanninum Ými Erni Gíslasyni á EM í janúar, þar sem Ísland hafði betur.EPA-EFE/Tamas Kovacs „En þeir hafa spilað við okkur mörgum sinnum í landsliðinu og það verður gaman að mæta þeim hérna á þessum velli, bera saman deild á móti deild, og sjá hvar við stöndum. Þetta er auðvitað frábært lið með frábæra einstaklinga en við erum líka góðir. Við vitum ekki hversu góðir fyrr en við mætum þeim,“ segir Björgvin Páll í viðtali við Guðjón Guðmundsson sem sjá má hér að neðan Klippa: Björgvin Páll um Evrópuævintýri Vals Valsmenn leika fimm heimaleiki og fimm útileiki og mæta afar sterkum liðum á borð við þýska liðið Flensburg og franska liðið PAUC. Eftir leikinn við Ferencváros halda Valsmenn til Benidorm og spila þar við heimamenn í næstu viku, og sjötta liðið í riðlinum er svo Ystad frá Svíþjóð. Fjögur efstu liðin komast áfram í 16-liða úrslit. Upplifun fyrir „Hvolpasveitina og einn gamlan karl“ „Ég er þakklátur fyrir að fá að taka þátt í þessari keppni. Ég held að það sé gott fyrir íslenskan handbolta. Smá mælisteinn fyrir okkur til að vita hvar við erum staddir, ekki bara í landsliðinu heldur líka í félagsliðunum,“ segir Björgvin Páll. Björgvin hefur marga fjöruna sopið eftir að hafa verið landsliðsmarkvörður í vel á annan áratug en hann segir Evrópuleikina afar spennandi verkefni fyrir alla leikmenn Vals: „Sérstaklega fyrir unga leikmenn sem eru að spila vel hérna heima. Við vorum nú kallaðir „Hvolpasveitin“ í fyrra, og fyrir hvolpasveit og einn gamlan karl er það alltaf upplifun að reyna sig á móti bestu liðum í heiminum. Þetta er aldeilis verkefni; skemmtilegar þjóðir og skemmtileg lið, og alvöru kanónur sem mæta í Origo-höllina innan skamms,“ segir Björgvin en viðtalið við hann má sjá í heild hér að ofan. Leikur Vals og Ferencváros er klukkan 18:45 á morgun og er miðasala á tix.is. Allir leikir Vals í Evrópudeildinni eru sýndir í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Handbolti Valur Evrópudeild karla í handbolta Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Handbolti Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Sjá meira