Rúnar Alex varði og varði frá stjörnum Galatasaray og setti met í vetur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. október 2022 11:30 Rúnar Alex Rúnarsson hefur leikið nítján landsleiki. vísir/hulda margrét Enginn markvörður í tyrknesku úrvalsdeildinni í fótbolta hefur varið fleiri skot í einum leik á tímabilinu en Rúnar Alex Rúnarsson gerði gegn Galatasaray í gær. Rúnar átti stórleik í marki Alanyaspor þegar liðið gerði 2-2 jafntefli við stórlið Galatasaray á útivelli í gær. Vesturbæingurinn varði hvorki fleiri né færri en tíu skot í leiknum sem er það mesta sem nokkur markvörður hefur varið í tyrknesku úrvalsdeildinni í vetur. Hann varði meðal annars frábærlega frá Emin Bayram þegar hann slapp í gegn á þriðju mínútu uppbótartíma. 1 - Runar Runarsson, bu sezon Süper Lig'de en fazla kurtar yapt maç Galatasaray kar s nda oynad (10). . pic.twitter.com/H3EronpmnB— OptaCan (@OptaCan) October 23, 2022 Dries Mertens og Mauro Icardi komu Galatasaray í 2-0 áður en Sacha Boey, samherji þeirra, var rekinn af velli á 31. mínútu. Jue Balkovec minnkaði muninn á 68. mínútu og þegar ein mínúta var komin fram yfir venjulegan leiktíma jafnaði Koka fyrir Alanyaspor. Rúnar tryggði gestunum svo stig með því að verja frá Bayram skömmu síðar. Rúnar Alex Rúnarsson's game in numbers : 10 saves (Most in the Süper Lig this season) 2 goals conceded 88% pass accuracy (30/34) 6 diving saves 6 saves inside the box 2 punches 12 throws 17 recoveries Man Of The Match pic.twitter.com/Lbjkl7VnOT— Arsenal Loan Watch (@arsenal_loans) October 23, 2022 Rúnar kom til Alanyaspor á láni frá Arsenal um miðjan ágúst. Hann hefur leikið níu leiki fyrir Alanyaspor sem er í 10. sæti tyrknesku úrvalsdeildarinnar af nítján liðum. Rúnar gekk í raðir Arsenal frá Dijon 2020. Á síðasta tímabili lék hann sem lánsmaður með Leuven í belgísku úrvalsdeildinni. Tyrkneski boltinn Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Sjá meira
Rúnar átti stórleik í marki Alanyaspor þegar liðið gerði 2-2 jafntefli við stórlið Galatasaray á útivelli í gær. Vesturbæingurinn varði hvorki fleiri né færri en tíu skot í leiknum sem er það mesta sem nokkur markvörður hefur varið í tyrknesku úrvalsdeildinni í vetur. Hann varði meðal annars frábærlega frá Emin Bayram þegar hann slapp í gegn á þriðju mínútu uppbótartíma. 1 - Runar Runarsson, bu sezon Süper Lig'de en fazla kurtar yapt maç Galatasaray kar s nda oynad (10). . pic.twitter.com/H3EronpmnB— OptaCan (@OptaCan) October 23, 2022 Dries Mertens og Mauro Icardi komu Galatasaray í 2-0 áður en Sacha Boey, samherji þeirra, var rekinn af velli á 31. mínútu. Jue Balkovec minnkaði muninn á 68. mínútu og þegar ein mínúta var komin fram yfir venjulegan leiktíma jafnaði Koka fyrir Alanyaspor. Rúnar tryggði gestunum svo stig með því að verja frá Bayram skömmu síðar. Rúnar Alex Rúnarsson's game in numbers : 10 saves (Most in the Süper Lig this season) 2 goals conceded 88% pass accuracy (30/34) 6 diving saves 6 saves inside the box 2 punches 12 throws 17 recoveries Man Of The Match pic.twitter.com/Lbjkl7VnOT— Arsenal Loan Watch (@arsenal_loans) October 23, 2022 Rúnar kom til Alanyaspor á láni frá Arsenal um miðjan ágúst. Hann hefur leikið níu leiki fyrir Alanyaspor sem er í 10. sæti tyrknesku úrvalsdeildarinnar af nítján liðum. Rúnar gekk í raðir Arsenal frá Dijon 2020. Á síðasta tímabili lék hann sem lánsmaður með Leuven í belgísku úrvalsdeildinni.
Tyrkneski boltinn Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Sjá meira