Berjast fyrir fleiri klukkutímum í Laugarskarði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. október 2022 16:01 Töluverðar endurbætur voru gerðar á sundlauginni Laugarskarði nýlega. Þær sneru aðallega að búningsaðstöðu gesta. Hveragerði Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Hveragerði telja mikið ákall eftir því að opnunartími sundlaugarinnar í Laugarskarði verði lengdur. Málið er komið á borð menningar- og frístundafulltrúa bæjarins. Friðrik Sigurbjörnsson og Alda Pálsdóttir, bæjarfulltrúar Sjálfstæðsiflokksins sem er í minnihluta í bænum í fyrsta skipti í háa herrans tíð eftir kosningarnar í vor, lögðu til að opnunartími sumarsins myndi gilda út árið 2022 til reynslu. Í lok árs yrðu aðsóknartölur skoðaðar og metið hvort tilefni sé til að halda lengdum opnunartíma allt árið. Þessa dagana er opið frá 6:45 til 20:30 á virkum dögum. Um helgar er opið frá 10 til 17:30. Í sumar var opið til 21:30 á virkum dögum. Um helgar opnaði klukkan 9 og dyrunum lokað klukkan 19. „Mikil umræða hefur verið í samfélaginu um opnunartíma sundlaugarinnar í Laugaskarði og virðist vera almenn óánægja með það hversu snemma lokar í sundlauginni bæði á virkum dögum og um helgar í vetur,“ segir í greinargerð Sjálfstæðisflokksins. „Í ljósi þessarar umræðu og þeirrar staðreyndar að íþróttastarfsemi í Hveragerði hefur skerst eftir fall Hamarshallarinnar er lagt til að sumaropnun nýliðins sumars verði framlengt út þetta ár til reynslu, þannig verði hægt að koma til móts við íbúa Hveragerðis, aukinni þjónustu við ferðamenn og stuðla að aukinni heilsueflingu í sveitarfélaginu.“ Vísa bæjarfulltrúarnir til þess þegar Hamarshöllin, uppblásið íþróttahús Hvergerðina, varð óveðri að bráð í febrúar. Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir og Lóreley Sigurjónsdóttir, bæjarfulltrúar Framsóknarflokksins, tóku til máls um málið auk þeirra Friðriks og Öldu. Í framhaldinu gerði meirihluti Framsóknar og Okkar Hveragerðis breytingatillögu um að vísa málinu til menningar- og frístundafulltrúa bæjarins, Jóhönnu Margrétar Hjartardóttur. Var tillagan samþykkt að loknu stuttu fundarhléi. Fróðlegt verður að sjá að hvaða niðurstöðu Jóhanna Margrét kemst í málinu. Sundlaugar Hveragerði Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Fleiri fréttir Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Sjá meira
Friðrik Sigurbjörnsson og Alda Pálsdóttir, bæjarfulltrúar Sjálfstæðsiflokksins sem er í minnihluta í bænum í fyrsta skipti í háa herrans tíð eftir kosningarnar í vor, lögðu til að opnunartími sumarsins myndi gilda út árið 2022 til reynslu. Í lok árs yrðu aðsóknartölur skoðaðar og metið hvort tilefni sé til að halda lengdum opnunartíma allt árið. Þessa dagana er opið frá 6:45 til 20:30 á virkum dögum. Um helgar er opið frá 10 til 17:30. Í sumar var opið til 21:30 á virkum dögum. Um helgar opnaði klukkan 9 og dyrunum lokað klukkan 19. „Mikil umræða hefur verið í samfélaginu um opnunartíma sundlaugarinnar í Laugaskarði og virðist vera almenn óánægja með það hversu snemma lokar í sundlauginni bæði á virkum dögum og um helgar í vetur,“ segir í greinargerð Sjálfstæðisflokksins. „Í ljósi þessarar umræðu og þeirrar staðreyndar að íþróttastarfsemi í Hveragerði hefur skerst eftir fall Hamarshallarinnar er lagt til að sumaropnun nýliðins sumars verði framlengt út þetta ár til reynslu, þannig verði hægt að koma til móts við íbúa Hveragerðis, aukinni þjónustu við ferðamenn og stuðla að aukinni heilsueflingu í sveitarfélaginu.“ Vísa bæjarfulltrúarnir til þess þegar Hamarshöllin, uppblásið íþróttahús Hvergerðina, varð óveðri að bráð í febrúar. Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir og Lóreley Sigurjónsdóttir, bæjarfulltrúar Framsóknarflokksins, tóku til máls um málið auk þeirra Friðriks og Öldu. Í framhaldinu gerði meirihluti Framsóknar og Okkar Hveragerðis breytingatillögu um að vísa málinu til menningar- og frístundafulltrúa bæjarins, Jóhönnu Margrétar Hjartardóttur. Var tillagan samþykkt að loknu stuttu fundarhléi. Fróðlegt verður að sjá að hvaða niðurstöðu Jóhanna Margrét kemst í málinu.
Sundlaugar Hveragerði Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Fleiri fréttir Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Sjá meira