Karen um Framliðið: Ég fattaði ekki að það yrðu svona miklar breytingar á liðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. október 2022 14:31 Karen Knútsdóttir varð Íslandsmeistari með Fram í vor. vísir/Diego Karen Knútsdóttir var sérstakur gestur í Seinni bylgjunni í gær en hún getur ekki spilað með Íslandsmeisturum Fram þar sem hún er í barneignarleyfi. Framliðið er í þriðja sæti deildarinnar með þrjá sigra og tvö töp í fyrstu fimm leikjunum. Það er ljóst að liðið saknar leikstjórnenda síns en þær misstu líka fleiri lykilmenn úr meistaraliðinu. „Karen þú varst smá stressuð yfir því að segja Stebba (Stefán Arnarson, þjálfari) frá því að þú værir dottin út á þessari leiktíð. Þessi breyting á liðinu. Hvenær sáum við svona mikla breytingu á liði síðast,“ spurði Svava Kristín Grétarsdóttir, umsjónarkona Seinni bylgjunnar. „Mér finnst þetta mjög skrítið að ég fattaði ekki að þetta myndi verða svona. Ég náði bara tveimur æfingum á þessu undirbúningstímabili og ég vissi að Stella myndi ekki vera og Hildur myndi ekki vera og Emma væri að fara. Maður var bara áfram gakk en svo kom maður á æfingu og þá sá maður: Vá þetta er ótrúlega mikil breyting,“ sagði Karen Knútsdóttir. Eins og í sjötta flokki „Þó að það vanti oft bara einn, tvo, þrjá leikmenn þá breytist ótrúlega mikið. Mér finnst það ver almennt í deildinni því það eru mjög miklar breytingar á mjög mörgum liðum, nema kannski hjá Val og Stjörnunni og ÍBV. Þær eru kannski eins og í sjötta flokki þegar þú ert búinn að taka þroskann á undan hinum,“ sagði Karen. Klippa: Seinni bylgjan: Karen um Framliðið „En er erfitt fyrir þig að sitja í stúkunni með allar við hliðina á þér í staðinn fyrir inn á vellinu,“ spurði Svava Kristín. „Planið var ekki að verða ólétt strax og ég ætlaði að vera þarna. Þá væri ég alveg til í að vera memm en svona er þetta bara og ég er bara upp í stúku og horfi á,“ sagði Karen. Það er nýtt lið að verða til Svava Kristín fékk Karen til að segja sitt álit á Framliðinu í dag og þar á meðal Ernu Guðlaugu Gunnarsdóttur sem tók við leikstjórnendastöðunni af henni. „Það þarf að gefa henni tíma og þeim öllum. Það er nýtt lið að verða til og þær þurfa svolítið að finna sinn takt. Það er ekki hægt að ætlast til þess að Erna og þessar stelpur mótist inn í þá leikmenn sem ég og Hildur vorum. Það þarf að búa til nýtt konsept í kringum þá leikmenn sem þú ert með og nýta þá hæfileika sem þær eru með,“ sagði Karen. „Fram er komið með fullt af nýjum kerfum og ég gæti ekki dottið inn á æfingu á morgun. Þetta er svolítið öðruvísi sem þær eru að spila,“ sagði Karen. Þetta er skandall Harpa, dóttir hennar er í íþróttaskóla í Safamýrinni en ekki hjá Fram því Víkingar hafa nú tekið yfir Safamýrarsvæðið. „Hún er íþróttaskóla Víkings, telst maður þá vera að æfa,“ sagði Karen og hneykslaði með því gamla þjálfarinn sinn hjá Fram. „Þetta er skandall,“ sagði Einar Jónsson. Það má horfa á þau ræða breytingarnar á Framliðinu hér fyrir ofan. Seinni bylgjan Olís-deild kvenna Fram Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Handbolti Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Sjá meira
Framliðið er í þriðja sæti deildarinnar með þrjá sigra og tvö töp í fyrstu fimm leikjunum. Það er ljóst að liðið saknar leikstjórnenda síns en þær misstu líka fleiri lykilmenn úr meistaraliðinu. „Karen þú varst smá stressuð yfir því að segja Stebba (Stefán Arnarson, þjálfari) frá því að þú værir dottin út á þessari leiktíð. Þessi breyting á liðinu. Hvenær sáum við svona mikla breytingu á liði síðast,“ spurði Svava Kristín Grétarsdóttir, umsjónarkona Seinni bylgjunnar. „Mér finnst þetta mjög skrítið að ég fattaði ekki að þetta myndi verða svona. Ég náði bara tveimur æfingum á þessu undirbúningstímabili og ég vissi að Stella myndi ekki vera og Hildur myndi ekki vera og Emma væri að fara. Maður var bara áfram gakk en svo kom maður á æfingu og þá sá maður: Vá þetta er ótrúlega mikil breyting,“ sagði Karen Knútsdóttir. Eins og í sjötta flokki „Þó að það vanti oft bara einn, tvo, þrjá leikmenn þá breytist ótrúlega mikið. Mér finnst það ver almennt í deildinni því það eru mjög miklar breytingar á mjög mörgum liðum, nema kannski hjá Val og Stjörnunni og ÍBV. Þær eru kannski eins og í sjötta flokki þegar þú ert búinn að taka þroskann á undan hinum,“ sagði Karen. Klippa: Seinni bylgjan: Karen um Framliðið „En er erfitt fyrir þig að sitja í stúkunni með allar við hliðina á þér í staðinn fyrir inn á vellinu,“ spurði Svava Kristín. „Planið var ekki að verða ólétt strax og ég ætlaði að vera þarna. Þá væri ég alveg til í að vera memm en svona er þetta bara og ég er bara upp í stúku og horfi á,“ sagði Karen. Það er nýtt lið að verða til Svava Kristín fékk Karen til að segja sitt álit á Framliðinu í dag og þar á meðal Ernu Guðlaugu Gunnarsdóttur sem tók við leikstjórnendastöðunni af henni. „Það þarf að gefa henni tíma og þeim öllum. Það er nýtt lið að verða til og þær þurfa svolítið að finna sinn takt. Það er ekki hægt að ætlast til þess að Erna og þessar stelpur mótist inn í þá leikmenn sem ég og Hildur vorum. Það þarf að búa til nýtt konsept í kringum þá leikmenn sem þú ert með og nýta þá hæfileika sem þær eru með,“ sagði Karen. „Fram er komið með fullt af nýjum kerfum og ég gæti ekki dottið inn á æfingu á morgun. Þetta er svolítið öðruvísi sem þær eru að spila,“ sagði Karen. Þetta er skandall Harpa, dóttir hennar er í íþróttaskóla í Safamýrinni en ekki hjá Fram því Víkingar hafa nú tekið yfir Safamýrarsvæðið. „Hún er íþróttaskóla Víkings, telst maður þá vera að æfa,“ sagði Karen og hneykslaði með því gamla þjálfarinn sinn hjá Fram. „Þetta er skandall,“ sagði Einar Jónsson. Það má horfa á þau ræða breytingarnar á Framliðinu hér fyrir ofan.
Seinni bylgjan Olís-deild kvenna Fram Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Handbolti Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Sjá meira