Rúnar: „Kjartan Henry hefur ekki hagað sér almennilega" Hjörvar Ólafsson skrifar 24. október 2022 22:01 Rúnar Kristinsson er ósáttur við hegðun Kjartans Henrys og sættir sig ekki við þá gagnrýni sem hann hefur látið uppi um félagið, liðsfélaga sína og starfsfólk KR. Vísir/Hulda Margrét Rúnar Kristinsson, þjálfari karlaliðs KR í fótbolta, tjáði sig um málefni Kjartans Henrys Finnbogasonar eftir jafntefli KR gegn Víkingi í kvöld. „Málefni Kjartans Henrys hafa farið á flug og það er ekki eitthvað sem ég eða félagið vildi og hann ekki heldur held ég. KR hafði hug á því að framlengja samning sinn við Kjartan Henry á breyttum forsendum," sagði Rúnar. „Kjartan Henry skrifaði undir samning þess efnis að fyrri samningi hans við KR yrði sagt upp fyrir leikinn við Breiðablik. Ég stóð í þeirri trú að það hefði verið gert til þess að virkja ákvæði um að breyta samningnum en fékk svo upplýsingar um það eftir leikinn við Breiðablik að leikmannasamningnum hefði verið sagt upp. Í ljósi twitter-færslu Kjartans Henrys daginn fyrir leikinn við Breiðablik þar sem hann ýjaði að ákveðnum hlutum ákvað ég að hafa hann ekki í hópnum í þeim leik og hann hefur ekki æft með liðinu síðan," sagði þjálfarinn enn fremur um þróun mála. Ekki ætlunin að ljúga eftir leikinn við Blika „Það var ekki ætlun mín að ljúga í viðtalinu sem var tekið við mig eftir leikinn við Breiðablik, ég einfaldlega vissi ekki betur. Í kjölfarið fer Kjartan Henry í viðtöl þar sem hann sakar mig um að hafa ekki valið sig í lið vegna einhvers ákvæði í samning hans við félagið. Ég kann ekki við það að vera sakaður um slíkt og það er fjarri sannleikanum," sagði hann. „Eina sem ég er að hugsa um er að vinna fótboltaleiki sem þjálfari KR og ég vel besta liðið til þess að gera slík. Ég vel þá leikmenn sem standa sig best á æfingum og í leikjum og haga sér almennilega. Því miður hefur það verið svo í sumar að Kjartan Henry hefur ekki hagað sér almennilega í nokkur skipti og gagnrýnt liðsfélaga, þjálfara og stjórn á opinberum vettvangi. Slíkt kann ég ekki að meta," sagði Rúnar. „Eins og sakir standa er Kjartan Henry ekki að æfa með KR og félagið og hann eru að hugsa málið varðandi næstu skref. Kjartan Henry óskaði eftir tíma til þess að fara yfir stöðuna og svo verðum við bara að sjá hvað framtíðin ber í skauti sér þessu erfiða máli," sagði hann um framhaldið. Íslenski boltinn Besta deild karla KR Mest lesið Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Sanchez sleppt úr haldi Sport Mun Zidane taka við af Deschamps? Sport Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Handbolti Hilmar skoraði 11 stig í sigri Körfubolti Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Fótbolti Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Körfubolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Fótbolti Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Fleiri fréttir Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Sjá meira
„Málefni Kjartans Henrys hafa farið á flug og það er ekki eitthvað sem ég eða félagið vildi og hann ekki heldur held ég. KR hafði hug á því að framlengja samning sinn við Kjartan Henry á breyttum forsendum," sagði Rúnar. „Kjartan Henry skrifaði undir samning þess efnis að fyrri samningi hans við KR yrði sagt upp fyrir leikinn við Breiðablik. Ég stóð í þeirri trú að það hefði verið gert til þess að virkja ákvæði um að breyta samningnum en fékk svo upplýsingar um það eftir leikinn við Breiðablik að leikmannasamningnum hefði verið sagt upp. Í ljósi twitter-færslu Kjartans Henrys daginn fyrir leikinn við Breiðablik þar sem hann ýjaði að ákveðnum hlutum ákvað ég að hafa hann ekki í hópnum í þeim leik og hann hefur ekki æft með liðinu síðan," sagði þjálfarinn enn fremur um þróun mála. Ekki ætlunin að ljúga eftir leikinn við Blika „Það var ekki ætlun mín að ljúga í viðtalinu sem var tekið við mig eftir leikinn við Breiðablik, ég einfaldlega vissi ekki betur. Í kjölfarið fer Kjartan Henry í viðtöl þar sem hann sakar mig um að hafa ekki valið sig í lið vegna einhvers ákvæði í samning hans við félagið. Ég kann ekki við það að vera sakaður um slíkt og það er fjarri sannleikanum," sagði hann. „Eina sem ég er að hugsa um er að vinna fótboltaleiki sem þjálfari KR og ég vel besta liðið til þess að gera slík. Ég vel þá leikmenn sem standa sig best á æfingum og í leikjum og haga sér almennilega. Því miður hefur það verið svo í sumar að Kjartan Henry hefur ekki hagað sér almennilega í nokkur skipti og gagnrýnt liðsfélaga, þjálfara og stjórn á opinberum vettvangi. Slíkt kann ég ekki að meta," sagði Rúnar. „Eins og sakir standa er Kjartan Henry ekki að æfa með KR og félagið og hann eru að hugsa málið varðandi næstu skref. Kjartan Henry óskaði eftir tíma til þess að fara yfir stöðuna og svo verðum við bara að sjá hvað framtíðin ber í skauti sér þessu erfiða máli," sagði hann um framhaldið.
Íslenski boltinn Besta deild karla KR Mest lesið Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Sanchez sleppt úr haldi Sport Mun Zidane taka við af Deschamps? Sport Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Handbolti Hilmar skoraði 11 stig í sigri Körfubolti Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Fótbolti Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Körfubolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Fótbolti Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Fleiri fréttir Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Sjá meira