Ertu á sjéns? Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar 26. október 2022 07:00 Þegar fólk lendir á sjéns, þá er mikilvægt að hafa nokkra hluti á hreinu: Eru allir til í þetta? Hvar eru getnaðarvarnirnar? Getnaðarvarnir gegna margvíslegum tilgangi. Eins og nafn þeirra segir til um - eiga þær að koma í veg fyrir getnað - en margar aðrar ástæður liggja að baki þess að fólk notar getnaðarvarnir. Sumar þeirra minnka líkur á kynsjúkdómum, aðrar hafa áhrif á hormónastarfsemi og veita fólki meira frelsi yfir sínum eigin líkama. Fríar getnaðarvarnir Ég vil að getnaðarvarnir verði ókeypis fyrir einstaklinga sem eru yngri en 25 ára og hef lagt fram þingsályktunartillögu þess efnis á Alþingi ásamt 11 öðrum þingmönnum. Einhverjir spyrja sig eflaust hvers vegna? En svarið er einfalt. Getnaðarvarnir skipta miklu máli fyrir kynheilbrigði einstaklinga en samkvæmt skýrslum fer notkun smokks og annarra varna dvínandi meðal ungs fólks sem leiðir af sér að tilfellum kynsjúkdóma fer fjölgandi . Auðséð er að framangreint getur haft margs konar afleiðingar og því er mikilvægt að koma til móts við ungt fólk sem mögulega hefur ekki efni á getnaðarvörnum. Ungt fólk á að hafa þann möguleika að geta notað getnaðarvarnir án þess að þurfa að hafa áhyggjur af kostnaði. Önnur Evrópulönd eru að gera þetta Í fjölda ríkja, sem við berum okkur helst saman við, eru getnaðarvarnir ókeypis. Þó er mismunandi hvaða verjur það eru sem eru aðgengilegar án endurgjalds og hverjum þær eru aðgengilegar með tilliti til aldurs, kyns o.fl. Víða í Evrópu eru getnaðarvarnir aðgengilegar ungmennum þeim að kostnaðarlausu, þar á meðal í Bretlandi, Noregi, Þýskalandi og Frakklandi. Ef við skoðum svo nánara dæmi frá Frakklandi þá voru getnaðarvarnir nýlega gerðar ókeypis fyrir konur sem eru yngri en 25 ára. Meðal röksemda ríkisstjórnar Frakklands fyrir þeirri aðgerð voru áhyggjur um að konur hætti að nota getnaðarvarnir af fjárhagslegum ástæðum. Vert er að minnast á skýrslu alþjóðlegu rannsóknarinnar Heilsa og líðan skólabarna (e. Health Behaviour in School-Aged Children), sem gerð hefur verið hér á landi frá árinu 2006. Þar kom fram í síðustu könnun að meðal 15 ára ungmenna í Evrópu og Norður-Ameríku segist einn af hverjum fjórum strákum og ein af hverjum sex stelpum hafa stundað kynlíf. Þar kom einnig fram að notkun getnaðarvarna hefði farið minnkandi síðastliðið ár, sem er mikið áhyggjuefni. Kynheilbrigði Kynsjúkdómar dreifast auðveldlega milli einstaklinga við samfarir og það getur tekið langan tíma fyrir einkenni þeirra að koma í ljós. Stundum koma þau aldrei í ljós á áberandi hátt og því þurfa einstaklingar að huga að kynheilbrigði í hvívetna, nota verjur og fara reglulega í skoðun ef tilefni er til þess. Kynsjúkdómur getur haft neikvæð áhrif á lífsgæði einstaklings til lífstíðar. Sumir þeirra fylgja viðkomandi alla ævi. Þeir geta leitt til ófrjósemi og ýmissa veikinda. Ungt fólk á að geta stuðlað að kynheilbrigði og spornað gegn óskipulögðum barneignum án þess að þurfa að hafa fjárhagslegar áhyggjur. Kynheilbrigði er nefnilega lýðheilsumál. Höfundur er þingmaður Framsóknar í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Alþingi Framsóknarflokkurinn Kynlíf Mest lesið Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 skrifar Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eyðileggjandi umræða Guðný Pálsdóttir,Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið sigrar Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar Skoðun Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Lítil breyting sem getur skipt sköpum! Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal skrifar Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson skrifar Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Sjá meira
Þegar fólk lendir á sjéns, þá er mikilvægt að hafa nokkra hluti á hreinu: Eru allir til í þetta? Hvar eru getnaðarvarnirnar? Getnaðarvarnir gegna margvíslegum tilgangi. Eins og nafn þeirra segir til um - eiga þær að koma í veg fyrir getnað - en margar aðrar ástæður liggja að baki þess að fólk notar getnaðarvarnir. Sumar þeirra minnka líkur á kynsjúkdómum, aðrar hafa áhrif á hormónastarfsemi og veita fólki meira frelsi yfir sínum eigin líkama. Fríar getnaðarvarnir Ég vil að getnaðarvarnir verði ókeypis fyrir einstaklinga sem eru yngri en 25 ára og hef lagt fram þingsályktunartillögu þess efnis á Alþingi ásamt 11 öðrum þingmönnum. Einhverjir spyrja sig eflaust hvers vegna? En svarið er einfalt. Getnaðarvarnir skipta miklu máli fyrir kynheilbrigði einstaklinga en samkvæmt skýrslum fer notkun smokks og annarra varna dvínandi meðal ungs fólks sem leiðir af sér að tilfellum kynsjúkdóma fer fjölgandi . Auðséð er að framangreint getur haft margs konar afleiðingar og því er mikilvægt að koma til móts við ungt fólk sem mögulega hefur ekki efni á getnaðarvörnum. Ungt fólk á að hafa þann möguleika að geta notað getnaðarvarnir án þess að þurfa að hafa áhyggjur af kostnaði. Önnur Evrópulönd eru að gera þetta Í fjölda ríkja, sem við berum okkur helst saman við, eru getnaðarvarnir ókeypis. Þó er mismunandi hvaða verjur það eru sem eru aðgengilegar án endurgjalds og hverjum þær eru aðgengilegar með tilliti til aldurs, kyns o.fl. Víða í Evrópu eru getnaðarvarnir aðgengilegar ungmennum þeim að kostnaðarlausu, þar á meðal í Bretlandi, Noregi, Þýskalandi og Frakklandi. Ef við skoðum svo nánara dæmi frá Frakklandi þá voru getnaðarvarnir nýlega gerðar ókeypis fyrir konur sem eru yngri en 25 ára. Meðal röksemda ríkisstjórnar Frakklands fyrir þeirri aðgerð voru áhyggjur um að konur hætti að nota getnaðarvarnir af fjárhagslegum ástæðum. Vert er að minnast á skýrslu alþjóðlegu rannsóknarinnar Heilsa og líðan skólabarna (e. Health Behaviour in School-Aged Children), sem gerð hefur verið hér á landi frá árinu 2006. Þar kom fram í síðustu könnun að meðal 15 ára ungmenna í Evrópu og Norður-Ameríku segist einn af hverjum fjórum strákum og ein af hverjum sex stelpum hafa stundað kynlíf. Þar kom einnig fram að notkun getnaðarvarna hefði farið minnkandi síðastliðið ár, sem er mikið áhyggjuefni. Kynheilbrigði Kynsjúkdómar dreifast auðveldlega milli einstaklinga við samfarir og það getur tekið langan tíma fyrir einkenni þeirra að koma í ljós. Stundum koma þau aldrei í ljós á áberandi hátt og því þurfa einstaklingar að huga að kynheilbrigði í hvívetna, nota verjur og fara reglulega í skoðun ef tilefni er til þess. Kynsjúkdómur getur haft neikvæð áhrif á lífsgæði einstaklings til lífstíðar. Sumir þeirra fylgja viðkomandi alla ævi. Þeir geta leitt til ófrjósemi og ýmissa veikinda. Ungt fólk á að geta stuðlað að kynheilbrigði og spornað gegn óskipulögðum barneignum án þess að þurfa að hafa fjárhagslegar áhyggjur. Kynheilbrigði er nefnilega lýðheilsumál. Höfundur er þingmaður Framsóknar í Norðvesturkjördæmi.
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar
Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar
Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun