„Virðingin sem að Snorri hefur fengið er bara ekki næg“ Sindri Sverrisson skrifar 26. október 2022 12:31 Snorri Steinn Guðjónsson og aðstoðarmaður hans, Óskar Bjarni Óskarsson, hafa gert stórkostlega hluti á Hlíðarenda. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Handboltasérfræðingurinn Arnar Daði Arnarsson dásamaði Snorra Stein Guðjónsson, þjálfara meistara Vals, eftir að liðið vann Ferencváros í fyrsta leik í Evrópudeildinni. Arnar Daði og Theodór Ingi Pálmason fóru yfir málin með Stefáni Árna Pálssyni eftir leik, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Þeir hrósuðu Snorra Steini sérstaklega, ekki bara fyrir sigurinn frækna í gærkvöld heldur vegna þess frábæra liðs sem hann hefur mótað. „Þetta er allt annað en við höfum séð í íslenskum handbolta,“ sagði Theodór og bætti við: „Þessi hraði og ekki bara að spila svona hratt heldur að ráða við það og hvernig þeir útfæra það. Líka þessi agressívi varnarleikur. Það sem þeir gerðu er nákvæmlega sama taktík og þegar þeir rústuðu Íslandsmótinu í fyrra. Það að fara hérna á móti toppklassa evrópsku liði, og pakka því saman, er risastórt fyrir Snorra Stein líka.“ Umræðuna um Snorra eftir leik má sjá hér að neðan. Klippa: Arnar Daði lofaði Snorra Stein í hástert Arnar Daði sagði fólk einfaldlega þurfa að fara að átta sig betur á því hvað Snorri Steinn væri búinn að afreka á Hlíðarenda, eftir að hann sneri heim sumarið 2017: „Hann er að gjörbreyta íslenskum handbolta“ „Virðingin sem að Snorri Steinn hefur fengið undanfarnar vikur, mánuði og jafnvel árið hún er bara ekki næg. Fólkið sem fylgist með þessu, íþróttafréttamenn, það verður bara að viðurkenna það. Þetta sem hann er búinn að búa til er nákvæmlega sama lið ár, eftir ár, eftir ár. Það er ekkert eðlilega erfitt að halda standardinum svona háum, ár eftir ár. Hafa fókusinn, viljann, trúna og geðveikina í að vinna hvern einasta titil sem er í boði. Horfið bara á körfuboltann, fótboltann og handboltann síðustu tíu ár. Það er alltaf eitthvað lið sem að vinnur kannski tvo titla en sofnar svo á verðinum. Valur er búinn að vinna sjö titla í röð, standa sig fáránlega vel í Áskorendakeppni Evrópu og eru nú komnir á næststærsta svið í Evrópu og byrja svona,“ sagði Arnar Daði og hélt áfram: „Þetta snýst ekki bara um þennan sigur. Liðið sem hann er búinn að búa til, upp á sitt einsdæmi, er fáránlegt. Þetta er einn besti þjálfari á landinu, ekki bara í handbolta. Þið verðið að gúggla þetta og skoða tölfræðina. Það sem hann er búinn að búa til, upp á sitt einsdæmi, bara meikar ekki sens. Það má ekki gleyma því að hann tók við Val og það gekk ekki neitt fyrstu árin. Þetta tók bara sinn tíma. Hann trúði á það sem hann ætlaði að gera og hann er að gjörbreyta íslenskum handbolta,“ sagði Arnar Daði. Allir leikir Vals í Evrópudeildinni í vetur eru sýndir á Stöð 2 Sport. Evrópudeild karla í handbolta Valur Handbolti Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Handbolti Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Sjá meira
Arnar Daði og Theodór Ingi Pálmason fóru yfir málin með Stefáni Árna Pálssyni eftir leik, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Þeir hrósuðu Snorra Steini sérstaklega, ekki bara fyrir sigurinn frækna í gærkvöld heldur vegna þess frábæra liðs sem hann hefur mótað. „Þetta er allt annað en við höfum séð í íslenskum handbolta,“ sagði Theodór og bætti við: „Þessi hraði og ekki bara að spila svona hratt heldur að ráða við það og hvernig þeir útfæra það. Líka þessi agressívi varnarleikur. Það sem þeir gerðu er nákvæmlega sama taktík og þegar þeir rústuðu Íslandsmótinu í fyrra. Það að fara hérna á móti toppklassa evrópsku liði, og pakka því saman, er risastórt fyrir Snorra Stein líka.“ Umræðuna um Snorra eftir leik má sjá hér að neðan. Klippa: Arnar Daði lofaði Snorra Stein í hástert Arnar Daði sagði fólk einfaldlega þurfa að fara að átta sig betur á því hvað Snorri Steinn væri búinn að afreka á Hlíðarenda, eftir að hann sneri heim sumarið 2017: „Hann er að gjörbreyta íslenskum handbolta“ „Virðingin sem að Snorri Steinn hefur fengið undanfarnar vikur, mánuði og jafnvel árið hún er bara ekki næg. Fólkið sem fylgist með þessu, íþróttafréttamenn, það verður bara að viðurkenna það. Þetta sem hann er búinn að búa til er nákvæmlega sama lið ár, eftir ár, eftir ár. Það er ekkert eðlilega erfitt að halda standardinum svona háum, ár eftir ár. Hafa fókusinn, viljann, trúna og geðveikina í að vinna hvern einasta titil sem er í boði. Horfið bara á körfuboltann, fótboltann og handboltann síðustu tíu ár. Það er alltaf eitthvað lið sem að vinnur kannski tvo titla en sofnar svo á verðinum. Valur er búinn að vinna sjö titla í röð, standa sig fáránlega vel í Áskorendakeppni Evrópu og eru nú komnir á næststærsta svið í Evrópu og byrja svona,“ sagði Arnar Daði og hélt áfram: „Þetta snýst ekki bara um þennan sigur. Liðið sem hann er búinn að búa til, upp á sitt einsdæmi, er fáránlegt. Þetta er einn besti þjálfari á landinu, ekki bara í handbolta. Þið verðið að gúggla þetta og skoða tölfræðina. Það sem hann er búinn að búa til, upp á sitt einsdæmi, bara meikar ekki sens. Það má ekki gleyma því að hann tók við Val og það gekk ekki neitt fyrstu árin. Þetta tók bara sinn tíma. Hann trúði á það sem hann ætlaði að gera og hann er að gjörbreyta íslenskum handbolta,“ sagði Arnar Daði. Allir leikir Vals í Evrópudeildinni í vetur eru sýndir á Stöð 2 Sport.
Evrópudeild karla í handbolta Valur Handbolti Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Handbolti Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Sjá meira