Innlent

Sinnti ekki stöðvunar­merkjum og ók á lög­reglu­bif­reið

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Lögreglubifreið skemmdist við eftirför í nótt.
Lögreglubifreið skemmdist við eftirför í nótt. Vísir/Vilhelm

Lögregla á höfuðborgarsvæðinu fór eftirför á eftir bifreið í nótt þegar ökumaður sinnti ekki stöðvunarmerkjum. Í stuttum eltingaleik var meðal annars ekið á lögreglubifreið, segir í tilkynningu. 

Tveir voru í bifreiðinni og voru báðir handteknir. Ökumaðurinn er grunaður um akstur undir áhrifum.

Í tveimur hverfum borgarinnar var óskað eftir aðstoð lögreglu vegna einstaklinga sem sváfu ölvunarsvefni í stigahúsum fjölbýlishúsa. Báðir voru vaktir og fóru sína leið eftir það.

Þá var tilkynnt um innbrot í póstnúmerinu 110 og um þjófnað í verslunarmiðstöð í 103.

Ein tilkynning barst um að eldur hefði kviknað í húsnæði en þar reyndist loga í pappakössum. Íbúar slökktu eldinn sjálfir og var lítið tjón eftir hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×