Bað um kaup á Haaland, Vlahovic og Diaz en Man. Utd hafnaði því Sindri Sverrisson skrifar 27. október 2022 07:31 Ralf Rangnick stýrði Manchester United frá desember í fyrra og út leiktíðina en uppskeran var ansi rýr. Getty Ralf Rangnick lagði fram stjörnum prýddan óskalista fyrir forráðamenn Manchester United varðandi kaup á leikmönnum í janúar síðastliðnum, eftir að hann hafði nýverið tekið við sem knattspyrnustjóri félagsins. Félagið neitaði hins vegar að gera vetrarviðskipti. Þetta kemur fram í viðtali Christian Falk hjá BILD við hinn þýska Rangnick, sem var ráðinn til bráðabirgða hjá United eftir að Ole Gunnar Solskjær var rekinn í nóvember á síðasta ári. Rangnick átti upphaflega að taka við sem ráðgjafi hjá United eftir að stjóratíð hans lyki en hætt var við það og er hann í dag landsliðsþjálfari Austurríkis. United fékk aðeins 58 stig í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð, sem er versta stigasöfnun félagsins í deildinni, og líklega hefði liðinu ekki veitt af liðsstyrk í janúar eins og Rangnick fór fram á. Í staðinn var enginn keyptur. Rangnick nefndi meðal annars Dusan Vlahovic, Christopher Nkunku, Luis Diaz og Erling Haaland. Juventus keypti svo Vlahovic, Liverpool keypti Diaz og Manchester City keypti Haaland, og Nkunku raðar inn mörkum í Þýskalandi. TRUE Ralf Rangnick told me: He tried to get for @ManUtd Alavaro Morata, Dusan Vlahovic, Christopher Nkunku, Josko Gvardiol, Luis Diaz & Erling Haaland. But the Club refused Winter-Transfers pic.twitter.com/hJ5fhM3dpE— Christian Falk (@cfbayern) October 26, 2022 Raunhæfast hefði verið fyrir United að klófesta Nkunku og liðsfélaga hans hjá RB Leipzig, Josko Gvardiol, en United hafnaði þeirri hugmynd og vildi bíða fram á sumar, þegar nýr stjóri yrði ráðinn sem reyndist svo vera Erik ten Hag. „Það voru aldrei nein félagaskiptaskjöl og félagið óskaði ekki eftir því. En jafnvel án þess að hafa slíkt handrit þá var öllum alveg ljóst að þörfin var til staðar í mörgum stöðum. Þess vegna ræddum við um leikmenn eins og Josko Gvardiol og Christian Nkunku frá RB Leipzig. Þetta voru raunhæfir möguleikar,“ sagði Rangnick og bætti við: „Við ræddum líka um Alvaro Morata, Luis Diaz, Dusan Vlahovic og, eins og ég segi, Erling Haaland þegar þeir voru enn á markaðnum. En félagið ákvað á þeim tíma að byggja liðið upp undir nýjum stjóra.“ Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Fótbolti Fleiri fréttir Benóný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Sjá meira
Þetta kemur fram í viðtali Christian Falk hjá BILD við hinn þýska Rangnick, sem var ráðinn til bráðabirgða hjá United eftir að Ole Gunnar Solskjær var rekinn í nóvember á síðasta ári. Rangnick átti upphaflega að taka við sem ráðgjafi hjá United eftir að stjóratíð hans lyki en hætt var við það og er hann í dag landsliðsþjálfari Austurríkis. United fékk aðeins 58 stig í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð, sem er versta stigasöfnun félagsins í deildinni, og líklega hefði liðinu ekki veitt af liðsstyrk í janúar eins og Rangnick fór fram á. Í staðinn var enginn keyptur. Rangnick nefndi meðal annars Dusan Vlahovic, Christopher Nkunku, Luis Diaz og Erling Haaland. Juventus keypti svo Vlahovic, Liverpool keypti Diaz og Manchester City keypti Haaland, og Nkunku raðar inn mörkum í Þýskalandi. TRUE Ralf Rangnick told me: He tried to get for @ManUtd Alavaro Morata, Dusan Vlahovic, Christopher Nkunku, Josko Gvardiol, Luis Diaz & Erling Haaland. But the Club refused Winter-Transfers pic.twitter.com/hJ5fhM3dpE— Christian Falk (@cfbayern) October 26, 2022 Raunhæfast hefði verið fyrir United að klófesta Nkunku og liðsfélaga hans hjá RB Leipzig, Josko Gvardiol, en United hafnaði þeirri hugmynd og vildi bíða fram á sumar, þegar nýr stjóri yrði ráðinn sem reyndist svo vera Erik ten Hag. „Það voru aldrei nein félagaskiptaskjöl og félagið óskaði ekki eftir því. En jafnvel án þess að hafa slíkt handrit þá var öllum alveg ljóst að þörfin var til staðar í mörgum stöðum. Þess vegna ræddum við um leikmenn eins og Josko Gvardiol og Christian Nkunku frá RB Leipzig. Þetta voru raunhæfir möguleikar,“ sagði Rangnick og bætti við: „Við ræddum líka um Alvaro Morata, Luis Diaz, Dusan Vlahovic og, eins og ég segi, Erling Haaland þegar þeir voru enn á markaðnum. En félagið ákvað á þeim tíma að byggja liðið upp undir nýjum stjóra.“
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Fótbolti Fleiri fréttir Benóný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Sjá meira