Eins umhverfisvænn bílabruni og hægt er Bjarki Sigurðsson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 27. október 2022 18:43 Jens Heiðar Ragnarsson, slökkviliðsstjóri Akraness og Hvalfjarðarsveitar. Jens Heiðar Ragnarsson, slökkviliðsstjóri Akraness og Hvalfjarðarsveitar, segir bílabrunann sem varð á gámasvæði Terra rétt fyrir utan Akranes í dag vera eins umhverfisvænan og hægt er. Stillt veður hefur komið í veg fyrir að reykur leggist yfir bæinn. Í dag varð mikill bruni á gámasvæði Terra rétt norðan við Akranes. Kviknað hafði í einu bílhræi og ekki tókst að slökkva eldinn í því í tæka tíð. Eldurinn breiddist því út í nærliggjandi bílhræ og úr varð mikill bruni. Í samtali við fréttastofu segir Jens Heiðar Ragnarsson, slökkviliðsstjóri Akraness- og Hvalfjarðarsveitar að slökkvistarf hafi gengið vel. Búið er að slökkva eldinn. Aðspurður segir hann það ekki vera gott að fá mengun frá bílabrunanum í andrúmsloftið. „Þessir bílar voru tilbúnir til flutnings. Það var búið að taka alla hjólbarða, allt eldsneyti, olíu og rafgeyma úr bílunum. Þeir voru eins umhverfisvænir og þeir geta verið,“ segir Jens. Slökkviliðið, í samstarfi við Heilbrigðiseftirlitið og lögregluna, vaktar nú hvernig reykurinn hagar sér og hvort hann muni leggjast yfir bæinn. „Ég veit að bærinn er búinn að senda út tilkynningu um að fólk hugi að sér. Eins og er þá er frekar stillt veður þannig það virðist ekki hafa farið mikill reykur yfir bæinn,“ segir Jens. Ekki myndaðist nein hætta við brunann en gámasvæði Terra er lokað svæði. Því var enginn þar nema þeir sem vinna þar eða voru að koma með efni til endurvinnslu. Svæðinu var lokað um leið og eldurinn kom upp. Slökkviliðsmenn verða á svæðinu eitthvað fram eftir kvöldi að ganga frá vettvanginum. Þá segir Jens að líklega verði einhverjir að vakta svæðið í nótt. Akranes Slökkvilið Umhverfismál Loftslagsmál Tengdar fréttir Gríðarlegur reykur eftir að kviknaði í hundrað bílhræjum Gríðarlega mikill reykur streymir til himins vestur af Akrafjalli eftir að kviknaði í hrúgu af bílhræum á gámasvæði Terra rétt fyrir utan Akranes. 27. október 2022 14:36 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Sjá meira
Í dag varð mikill bruni á gámasvæði Terra rétt norðan við Akranes. Kviknað hafði í einu bílhræi og ekki tókst að slökkva eldinn í því í tæka tíð. Eldurinn breiddist því út í nærliggjandi bílhræ og úr varð mikill bruni. Í samtali við fréttastofu segir Jens Heiðar Ragnarsson, slökkviliðsstjóri Akraness- og Hvalfjarðarsveitar að slökkvistarf hafi gengið vel. Búið er að slökkva eldinn. Aðspurður segir hann það ekki vera gott að fá mengun frá bílabrunanum í andrúmsloftið. „Þessir bílar voru tilbúnir til flutnings. Það var búið að taka alla hjólbarða, allt eldsneyti, olíu og rafgeyma úr bílunum. Þeir voru eins umhverfisvænir og þeir geta verið,“ segir Jens. Slökkviliðið, í samstarfi við Heilbrigðiseftirlitið og lögregluna, vaktar nú hvernig reykurinn hagar sér og hvort hann muni leggjast yfir bæinn. „Ég veit að bærinn er búinn að senda út tilkynningu um að fólk hugi að sér. Eins og er þá er frekar stillt veður þannig það virðist ekki hafa farið mikill reykur yfir bæinn,“ segir Jens. Ekki myndaðist nein hætta við brunann en gámasvæði Terra er lokað svæði. Því var enginn þar nema þeir sem vinna þar eða voru að koma með efni til endurvinnslu. Svæðinu var lokað um leið og eldurinn kom upp. Slökkviliðsmenn verða á svæðinu eitthvað fram eftir kvöldi að ganga frá vettvanginum. Þá segir Jens að líklega verði einhverjir að vakta svæðið í nótt.
Akranes Slökkvilið Umhverfismál Loftslagsmál Tengdar fréttir Gríðarlegur reykur eftir að kviknaði í hundrað bílhræjum Gríðarlega mikill reykur streymir til himins vestur af Akrafjalli eftir að kviknaði í hrúgu af bílhræum á gámasvæði Terra rétt fyrir utan Akranes. 27. október 2022 14:36 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Sjá meira
Gríðarlegur reykur eftir að kviknaði í hundrað bílhræjum Gríðarlega mikill reykur streymir til himins vestur af Akrafjalli eftir að kviknaði í hrúgu af bílhræum á gámasvæði Terra rétt fyrir utan Akranes. 27. október 2022 14:36