Elon Musk orðinn eini eigandi Twitter Gunnar Reynir Valþórsson og Atli Ísleifsson skrifa 28. október 2022 06:27 Elon Musk er ríkasti maður heims. AP Elon Musk, ríkasti maður jarðar, hefur nú eignast samfélagsmiðilinn Twitter með húð og hári. Hann hefur látið reka flesta af æðstu stjórnendum fyrirtækisins. Yfirtaka hans á fyrirtækinu sem kostar hann 44 milljarða dollara, rúmlega 6.300 milljarðar íslenskra króna, hefur tekið nokkra mánuði en í nótt tísti hann sjálfur þeim skilaboðum að „fuglinn sé nú frjáls“, en merki fyrirtækisins er blár fugl. Breska ríkisútvarpið segir að Musk hafi ekki beðið boðanna heldur rekið flesta af stjórnendum Twitter á einu bretti, þar á meðal forstjórann, Parag Agrawal. Fyrirtækið sjálft hefur ekki enn staðfest fréttirnar en einn af fyrrverandi hluthöfum staðfestir við BBC að málinu sé nú lokið. the bird is freed— Elon Musk (@elonmusk) October 28, 2022 Musk, sem áður var stærsti hluthafi Twitter hafði gagnrýnt fyrirtækið harðlega fyrir að útiloka notendur frá forritinu sem ekki fylgdu ákveðnum samskiptareglum. Þannig var Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna meinaður aðgangur að Twitter. Musk segist vera harðlínumaður þegar kemur að tjáningafrelsinu og því vill hann að allir fái aðgang að Twitter, óháð skoðunum. Nokkuð er liðið síðan Musk gerði yfirtökutilboðið en síðan hefur málið dregist og svo virtist um tíma sem hann hafi verið að reyna að komast út úr samningnum. Það varð til þess að stjórn Twitter stefndi honum fyrir að efna ekki samninginn en nú virðist vera komin niðurstaða í málið. Auk Agrawal eru fjármálastjórinn Ned Segal og aðallögfræðingur og yfirmaður stefnumótunar, Vijaya Gadde, sögð hætt hjá fyrirtækinu eftir yfirtöku Musk. Reuters segir frá því að þeim Agrawal og Segal hafi verið fylgt út úr höfuðstöðvum Twitter í San Francisco eftir að kaupin gengu í gegn. Bandaríkin Twitter Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Mætti með vask í höfuðstöðvar Twitter Auðjöfurinn Elon Musk er líklegur til að eignast samfélagsmiðlafyrirtækið Twitter formlega í þessari viku. Í gær mætti hann í höfuðstöðvar fyrirtækisins í San Francisco með vask í fanginu. Frestur Musks til að kaupa fyrirtækið á um 44 milljarða dala rennur út á morgun og virðist sem yfirtakan sé langt komin. 27. október 2022 10:20 Skuldir Twitter stigmagnast við yfirtöku Musks Yfirtaka Elons Musks á Twitter mun leiða til mikillar aukningar skulda hjá samfélagsmiðlafyrirtækinu og gera rekstur þess erfiðar. Greinendur búast við því að fyrirtækið muni bæta við sig um þrettán milljörðum dala við yfirtökuna. 24. október 2022 17:10 Fær frest til að semja endanlega um Twitter-kaupin Eftir að hafa barist fyrir því að kaupunum á samfélagsmiðlinum Twitter yrði rift fær auðjöfurinn Elon Musk nú frest til 28. október til að fjármagna kaupin. Umsamið kaupverð er 44 milljarðar bandaríkjadala en upphaflega stóð til að málið yrði tekið fyrir eftir 11 daga. Allar líkur voru taldar á því að Musk yrði gert að standa við upphaflegan samning en hann kveðst nú hafa vilja til að greiða, hann vanti aðeins tíma. 6. október 2022 23:54 Mest lesið Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Viðskipti innlent Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Viðskipti innlent Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Yfirtaka hans á fyrirtækinu sem kostar hann 44 milljarða dollara, rúmlega 6.300 milljarðar íslenskra króna, hefur tekið nokkra mánuði en í nótt tísti hann sjálfur þeim skilaboðum að „fuglinn sé nú frjáls“, en merki fyrirtækisins er blár fugl. Breska ríkisútvarpið segir að Musk hafi ekki beðið boðanna heldur rekið flesta af stjórnendum Twitter á einu bretti, þar á meðal forstjórann, Parag Agrawal. Fyrirtækið sjálft hefur ekki enn staðfest fréttirnar en einn af fyrrverandi hluthöfum staðfestir við BBC að málinu sé nú lokið. the bird is freed— Elon Musk (@elonmusk) October 28, 2022 Musk, sem áður var stærsti hluthafi Twitter hafði gagnrýnt fyrirtækið harðlega fyrir að útiloka notendur frá forritinu sem ekki fylgdu ákveðnum samskiptareglum. Þannig var Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna meinaður aðgangur að Twitter. Musk segist vera harðlínumaður þegar kemur að tjáningafrelsinu og því vill hann að allir fái aðgang að Twitter, óháð skoðunum. Nokkuð er liðið síðan Musk gerði yfirtökutilboðið en síðan hefur málið dregist og svo virtist um tíma sem hann hafi verið að reyna að komast út úr samningnum. Það varð til þess að stjórn Twitter stefndi honum fyrir að efna ekki samninginn en nú virðist vera komin niðurstaða í málið. Auk Agrawal eru fjármálastjórinn Ned Segal og aðallögfræðingur og yfirmaður stefnumótunar, Vijaya Gadde, sögð hætt hjá fyrirtækinu eftir yfirtöku Musk. Reuters segir frá því að þeim Agrawal og Segal hafi verið fylgt út úr höfuðstöðvum Twitter í San Francisco eftir að kaupin gengu í gegn.
Bandaríkin Twitter Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Mætti með vask í höfuðstöðvar Twitter Auðjöfurinn Elon Musk er líklegur til að eignast samfélagsmiðlafyrirtækið Twitter formlega í þessari viku. Í gær mætti hann í höfuðstöðvar fyrirtækisins í San Francisco með vask í fanginu. Frestur Musks til að kaupa fyrirtækið á um 44 milljarða dala rennur út á morgun og virðist sem yfirtakan sé langt komin. 27. október 2022 10:20 Skuldir Twitter stigmagnast við yfirtöku Musks Yfirtaka Elons Musks á Twitter mun leiða til mikillar aukningar skulda hjá samfélagsmiðlafyrirtækinu og gera rekstur þess erfiðar. Greinendur búast við því að fyrirtækið muni bæta við sig um þrettán milljörðum dala við yfirtökuna. 24. október 2022 17:10 Fær frest til að semja endanlega um Twitter-kaupin Eftir að hafa barist fyrir því að kaupunum á samfélagsmiðlinum Twitter yrði rift fær auðjöfurinn Elon Musk nú frest til 28. október til að fjármagna kaupin. Umsamið kaupverð er 44 milljarðar bandaríkjadala en upphaflega stóð til að málið yrði tekið fyrir eftir 11 daga. Allar líkur voru taldar á því að Musk yrði gert að standa við upphaflegan samning en hann kveðst nú hafa vilja til að greiða, hann vanti aðeins tíma. 6. október 2022 23:54 Mest lesið Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Viðskipti innlent Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Viðskipti innlent Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Mætti með vask í höfuðstöðvar Twitter Auðjöfurinn Elon Musk er líklegur til að eignast samfélagsmiðlafyrirtækið Twitter formlega í þessari viku. Í gær mætti hann í höfuðstöðvar fyrirtækisins í San Francisco með vask í fanginu. Frestur Musks til að kaupa fyrirtækið á um 44 milljarða dala rennur út á morgun og virðist sem yfirtakan sé langt komin. 27. október 2022 10:20
Skuldir Twitter stigmagnast við yfirtöku Musks Yfirtaka Elons Musks á Twitter mun leiða til mikillar aukningar skulda hjá samfélagsmiðlafyrirtækinu og gera rekstur þess erfiðar. Greinendur búast við því að fyrirtækið muni bæta við sig um þrettán milljörðum dala við yfirtökuna. 24. október 2022 17:10
Fær frest til að semja endanlega um Twitter-kaupin Eftir að hafa barist fyrir því að kaupunum á samfélagsmiðlinum Twitter yrði rift fær auðjöfurinn Elon Musk nú frest til 28. október til að fjármagna kaupin. Umsamið kaupverð er 44 milljarðar bandaríkjadala en upphaflega stóð til að málið yrði tekið fyrir eftir 11 daga. Allar líkur voru taldar á því að Musk yrði gert að standa við upphaflegan samning en hann kveðst nú hafa vilja til að greiða, hann vanti aðeins tíma. 6. október 2022 23:54
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf