Arsenal endurheimti toppsætið með stórsigri gegn botnliðinu Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 30. október 2022 15:52 Leikmenn Arsenal veifuðu treyju merktri Pablo Marí þegar Gabriel Martinelli kom liðinu í forystu snemma leiks. Marí er leikmaður Arsenal á láni hjá ítalska félaginu Monza, en hann særðist í hnífaárás í vikunni. Justin Setterfield/Getty Images Arsenal tyllti sér aftur á topp ensku úrvalsdeildarinnar er liðið vann afar sannfærandi 5-0 sigur gegn nýliðum Nottingham Forest í dag. Gestirnir í Nottingham Forest lögðu upp með að liggja aftarlega og vonast eftir skyndisóknum. Liðið ætlaði sér líklega að reyna að halda marki sínu hreinu sem lengst, en sú taktík fór út um gluggann þegar Gabriel Martinelli stangaði fyrirgjöf Bukayo Saka í netið eftir aðeins fimm mínútna leik. Þrátt fyrir mikla yfirburði Arsenal reyndist þetta eina mark fyrri hálfleiksins og staðan var því 1-0 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Reiss Nelson kom inn á sem varamaður fyrir Bukayo Saka sem þurfti að fara meiddur af velli eftir tæplega hálftíma leik og sá fyrrnefndi breytti stöðunni í 2-0 á 49. mínútu leiksins. Hann bætti svo öðru marki sínu og þriðja marki Arsenal við þremur mínútum síðar og sigur heimamanna svo gott sem í höfn. Thomas Partey kom Arsenal svo í 4-0 með glæsilegu marki á 57. mínútu áður en Martin Ødegaard gulltryggði sigurinn rúmum tíu mínútum fyrir leikslok. Niðurstaðan því öruggur 5-0 sigur Arsenal sem hirðir toppsæti deildarinnar af Manchester City. Arsenal er nú með 31 stig eftir 12 leiki, en Nottingham Forest situr á botni deildarinnar með aðeins níu stig. Enski boltinn
Arsenal tyllti sér aftur á topp ensku úrvalsdeildarinnar er liðið vann afar sannfærandi 5-0 sigur gegn nýliðum Nottingham Forest í dag. Gestirnir í Nottingham Forest lögðu upp með að liggja aftarlega og vonast eftir skyndisóknum. Liðið ætlaði sér líklega að reyna að halda marki sínu hreinu sem lengst, en sú taktík fór út um gluggann þegar Gabriel Martinelli stangaði fyrirgjöf Bukayo Saka í netið eftir aðeins fimm mínútna leik. Þrátt fyrir mikla yfirburði Arsenal reyndist þetta eina mark fyrri hálfleiksins og staðan var því 1-0 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Reiss Nelson kom inn á sem varamaður fyrir Bukayo Saka sem þurfti að fara meiddur af velli eftir tæplega hálftíma leik og sá fyrrnefndi breytti stöðunni í 2-0 á 49. mínútu leiksins. Hann bætti svo öðru marki sínu og þriðja marki Arsenal við þremur mínútum síðar og sigur heimamanna svo gott sem í höfn. Thomas Partey kom Arsenal svo í 4-0 með glæsilegu marki á 57. mínútu áður en Martin Ødegaard gulltryggði sigurinn rúmum tíu mínútum fyrir leikslok. Niðurstaðan því öruggur 5-0 sigur Arsenal sem hirðir toppsæti deildarinnar af Manchester City. Arsenal er nú með 31 stig eftir 12 leiki, en Nottingham Forest situr á botni deildarinnar með aðeins níu stig.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti