Guðni Ágústsson telur í hjá Stuðmönnum á Selfossi í kvöld Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 29. október 2022 13:05 Sviðið er í þessu glæsilega húsi í nýja miðbænum á Selfossi, sem heitir Friðriksútgáfa og er eftirlíking af samskonar húsi, sem stóð á Möðruvöllum. Sviðið er búið fyrst flokks tækjabúnaði og aðstöðu fyrir hljómsveitir Aðsend Þrátt fyrir að nýi miðbærinn á Selfossi hafi verið opinn í rúmlega eitt ár er ekki komin starfsemi í öll þrettán húsin á svæðinu. Það er þó að gerast smátt og smátt en í kvöld opnar þar skemmtistaður, sem hefur fengið nafnið Sviðið. Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra spilar þar stórt hlutverk. Nýi miðbærinn hefur algjörlega slegið í gegn hjá heimamönnum og ferðamönnum. Starfsemi komst strax í langflest húsin en það eru þó nokkrir staðir, sem hafa verið að opna á síðustu mánuðum. Ein opnunin er í kvöld en þá verður Sviðið, glæsilegur tónleika- og veislusalur á þremur hæðum opnaður með tónleikum Stuðmanna. Þórir Jóhannsson, Selfyssingur er eigandi staðarins. “Það er komið að tímamótum í menningarlífi Sunnlendinga því fyrsti sérhannaði tónleikastaður Selfyssinga og Sunnlendinga er að opna í kvöld, Sviðið í nýja miðbænum. Það er búið að vera að bíða eftir þessu í langan tíma en við erum búnir að vera eitt og hálft ár að koma þessu í gang og nú erum við komin á leiðarenda og í kvöld stígur unglingahljómsveitin Stuðmenn á stokk og opnar fyrir okkur sviðið,” segir Þórir spenntur fyrir kvöldinu. Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra og íbúi í nýja miðbænum mun telja í fyrir Stuðmenn og sjá til þess að nýi staðurinn verði formlega opnaður með ávarpi. Helgi Björnsson verður gestasöngvari. Sviðið er í mjög merkilegu húsi. “Já, þetta er í raun og veru Friðriksgáfa, sem er eftirbygging af Friðriksgáfu, sem var á Möðruvöllum og þetta er hús á þremur hæðum. Það er tónleikastaður í kjallaranum, sem tekur um 200 manns, síðan erum við með Miðbarinn, sem er skemmtistaður og sportbar og svo erum við með Hæðina, sem er undir risi þar sem hægt er að halda minni veislur.” Þórir Jóhannsson, eigandi nýja staðarins í nýja miðbænum á Selfossi, sem er á þremur hæðum.Aðsend En á Þórir von á að svona staður eigi eftir að virka og ganga vel í nýja miðbænum? “Ég hef bara fulla trú á þessu verkefni og eins og ég segi, ég held að það sé mikil þörf og eftirspurn ekki síst, maður finnur það bara á viðbrögðunum, Sunnlendingar og Selfyssingar eru búnir að vera að bíða eftir þessu í töluverðan tíma,” segir Þórir að lokum. Heimasíða nýja staðarsins á Selfossi Árborg Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Nýi miðbærinn hefur algjörlega slegið í gegn hjá heimamönnum og ferðamönnum. Starfsemi komst strax í langflest húsin en það eru þó nokkrir staðir, sem hafa verið að opna á síðustu mánuðum. Ein opnunin er í kvöld en þá verður Sviðið, glæsilegur tónleika- og veislusalur á þremur hæðum opnaður með tónleikum Stuðmanna. Þórir Jóhannsson, Selfyssingur er eigandi staðarins. “Það er komið að tímamótum í menningarlífi Sunnlendinga því fyrsti sérhannaði tónleikastaður Selfyssinga og Sunnlendinga er að opna í kvöld, Sviðið í nýja miðbænum. Það er búið að vera að bíða eftir þessu í langan tíma en við erum búnir að vera eitt og hálft ár að koma þessu í gang og nú erum við komin á leiðarenda og í kvöld stígur unglingahljómsveitin Stuðmenn á stokk og opnar fyrir okkur sviðið,” segir Þórir spenntur fyrir kvöldinu. Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra og íbúi í nýja miðbænum mun telja í fyrir Stuðmenn og sjá til þess að nýi staðurinn verði formlega opnaður með ávarpi. Helgi Björnsson verður gestasöngvari. Sviðið er í mjög merkilegu húsi. “Já, þetta er í raun og veru Friðriksgáfa, sem er eftirbygging af Friðriksgáfu, sem var á Möðruvöllum og þetta er hús á þremur hæðum. Það er tónleikastaður í kjallaranum, sem tekur um 200 manns, síðan erum við með Miðbarinn, sem er skemmtistaður og sportbar og svo erum við með Hæðina, sem er undir risi þar sem hægt er að halda minni veislur.” Þórir Jóhannsson, eigandi nýja staðarins í nýja miðbænum á Selfossi, sem er á þremur hæðum.Aðsend En á Þórir von á að svona staður eigi eftir að virka og ganga vel í nýja miðbænum? “Ég hef bara fulla trú á þessu verkefni og eins og ég segi, ég held að það sé mikil þörf og eftirspurn ekki síst, maður finnur það bara á viðbrögðunum, Sunnlendingar og Selfyssingar eru búnir að vera að bíða eftir þessu í töluverðan tíma,” segir Þórir að lokum. Heimasíða nýja staðarsins á Selfossi
Árborg Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira