Guðni Ágústsson telur í hjá Stuðmönnum á Selfossi í kvöld Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 29. október 2022 13:05 Sviðið er í þessu glæsilega húsi í nýja miðbænum á Selfossi, sem heitir Friðriksútgáfa og er eftirlíking af samskonar húsi, sem stóð á Möðruvöllum. Sviðið er búið fyrst flokks tækjabúnaði og aðstöðu fyrir hljómsveitir Aðsend Þrátt fyrir að nýi miðbærinn á Selfossi hafi verið opinn í rúmlega eitt ár er ekki komin starfsemi í öll þrettán húsin á svæðinu. Það er þó að gerast smátt og smátt en í kvöld opnar þar skemmtistaður, sem hefur fengið nafnið Sviðið. Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra spilar þar stórt hlutverk. Nýi miðbærinn hefur algjörlega slegið í gegn hjá heimamönnum og ferðamönnum. Starfsemi komst strax í langflest húsin en það eru þó nokkrir staðir, sem hafa verið að opna á síðustu mánuðum. Ein opnunin er í kvöld en þá verður Sviðið, glæsilegur tónleika- og veislusalur á þremur hæðum opnaður með tónleikum Stuðmanna. Þórir Jóhannsson, Selfyssingur er eigandi staðarins. “Það er komið að tímamótum í menningarlífi Sunnlendinga því fyrsti sérhannaði tónleikastaður Selfyssinga og Sunnlendinga er að opna í kvöld, Sviðið í nýja miðbænum. Það er búið að vera að bíða eftir þessu í langan tíma en við erum búnir að vera eitt og hálft ár að koma þessu í gang og nú erum við komin á leiðarenda og í kvöld stígur unglingahljómsveitin Stuðmenn á stokk og opnar fyrir okkur sviðið,” segir Þórir spenntur fyrir kvöldinu. Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra og íbúi í nýja miðbænum mun telja í fyrir Stuðmenn og sjá til þess að nýi staðurinn verði formlega opnaður með ávarpi. Helgi Björnsson verður gestasöngvari. Sviðið er í mjög merkilegu húsi. “Já, þetta er í raun og veru Friðriksgáfa, sem er eftirbygging af Friðriksgáfu, sem var á Möðruvöllum og þetta er hús á þremur hæðum. Það er tónleikastaður í kjallaranum, sem tekur um 200 manns, síðan erum við með Miðbarinn, sem er skemmtistaður og sportbar og svo erum við með Hæðina, sem er undir risi þar sem hægt er að halda minni veislur.” Þórir Jóhannsson, eigandi nýja staðarins í nýja miðbænum á Selfossi, sem er á þremur hæðum.Aðsend En á Þórir von á að svona staður eigi eftir að virka og ganga vel í nýja miðbænum? “Ég hef bara fulla trú á þessu verkefni og eins og ég segi, ég held að það sé mikil þörf og eftirspurn ekki síst, maður finnur það bara á viðbrögðunum, Sunnlendingar og Selfyssingar eru búnir að vera að bíða eftir þessu í töluverðan tíma,” segir Þórir að lokum. Heimasíða nýja staðarsins á Selfossi Árborg Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni Sjá meira
Nýi miðbærinn hefur algjörlega slegið í gegn hjá heimamönnum og ferðamönnum. Starfsemi komst strax í langflest húsin en það eru þó nokkrir staðir, sem hafa verið að opna á síðustu mánuðum. Ein opnunin er í kvöld en þá verður Sviðið, glæsilegur tónleika- og veislusalur á þremur hæðum opnaður með tónleikum Stuðmanna. Þórir Jóhannsson, Selfyssingur er eigandi staðarins. “Það er komið að tímamótum í menningarlífi Sunnlendinga því fyrsti sérhannaði tónleikastaður Selfyssinga og Sunnlendinga er að opna í kvöld, Sviðið í nýja miðbænum. Það er búið að vera að bíða eftir þessu í langan tíma en við erum búnir að vera eitt og hálft ár að koma þessu í gang og nú erum við komin á leiðarenda og í kvöld stígur unglingahljómsveitin Stuðmenn á stokk og opnar fyrir okkur sviðið,” segir Þórir spenntur fyrir kvöldinu. Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra og íbúi í nýja miðbænum mun telja í fyrir Stuðmenn og sjá til þess að nýi staðurinn verði formlega opnaður með ávarpi. Helgi Björnsson verður gestasöngvari. Sviðið er í mjög merkilegu húsi. “Já, þetta er í raun og veru Friðriksgáfa, sem er eftirbygging af Friðriksgáfu, sem var á Möðruvöllum og þetta er hús á þremur hæðum. Það er tónleikastaður í kjallaranum, sem tekur um 200 manns, síðan erum við með Miðbarinn, sem er skemmtistaður og sportbar og svo erum við með Hæðina, sem er undir risi þar sem hægt er að halda minni veislur.” Þórir Jóhannsson, eigandi nýja staðarins í nýja miðbænum á Selfossi, sem er á þremur hæðum.Aðsend En á Þórir von á að svona staður eigi eftir að virka og ganga vel í nýja miðbænum? “Ég hef bara fulla trú á þessu verkefni og eins og ég segi, ég held að það sé mikil þörf og eftirspurn ekki síst, maður finnur það bara á viðbrögðunum, Sunnlendingar og Selfyssingar eru búnir að vera að bíða eftir þessu í töluverðan tíma,” segir Þórir að lokum. Heimasíða nýja staðarsins á Selfossi
Árborg Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni Sjá meira