Arteta hrósaði „þroskuðum“ Nelson eftir stórsigurinn á Forest Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. október 2022 20:01 Arteta fer yfir málin með leikmönnum sínum. David Price/Getty Images Topplið Arsenal fór illa með nýliða Nottingham Forest í fyrri leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Lokatölur 5-0 þar sem Reiss Nelson af öllum mönnum átti leik lífs síns. Mikel Arteta, þjálfari toppliðsins, var einkar ánægður með hinn 22 ára gamla Nelson að leik loknum. „Það er ekki aðeins ég heldur liðsfélagar hans og allt starfsliðið sem er ánægt fyrir hans hönd þar sem hann er krakki sem hefur breyst mikið, þróast og þroskast mikið undanfarið og sýnir okkur alla daga hversu mikið hann vill spila,“ sagði spænski þjálfarinn eftir leik. „Í dag fékk hann tækifæri og hann gerði einstaklega vel þar sem hann hjálpaði okkur að vinna leikinn,“ sagði Arteta einnig en Nelson kom inn af bekknum þegar Bukayo Saka þurfti að fara meiddur af velli í fyrri hálfleik. Arteta sagði Nelson hafa mun einbeittari nú en áður. Hann hafi sýnt mikinn þroska í hvernig hann tali og fari yfir leikinn. Þá virðir hann ákvarðanir þjálfarateymisins. 3:01 - There were two years and 107 days between Reiss Nelson's first and second goals in the Premier League, and just three minutes and one second between his second and third goals. Typical. pic.twitter.com/8ndv6HJeIf— OptaJoe (@OptaJoe) October 30, 2022 „Hann er frábær strákur og við viljum öll að hann nái árangri og standi sig vel svo það sem hann gerði hér í dag virkilega skiptir máli.“ Arteta hrósaði sínum mönnum eftir að gera 1-1 jafntefli við Southampton um síðustu helgi og tapa svo gegn PSV í Evrópudeildinni í miðri viku. „Stór lið bregðast við eins hratt og auðið er, við gerðum það. Eftir svekkelsið á fimmtudagskvöld þá hefur þú engan tíma. Við komum hingað á föstudagskvöldi. Náðum hálfri æfingu og þurftum að vera tilbúnir á nýjan leik, ekki aðeins líkamlega heldur einnig andlega gegn liðið sem vann Liverpool.“ „Pressan er alltaf á, maður tapar efsta sætinu og maður finnur fyrir því. Við þurfum að venjast því,“ sagði Arteta að endingu en sigur dagsins lyfti Arsenal upp fyrir Manchester City og þar með á topp deildarinnar á nýjan leik. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Sjá meira
„Það er ekki aðeins ég heldur liðsfélagar hans og allt starfsliðið sem er ánægt fyrir hans hönd þar sem hann er krakki sem hefur breyst mikið, þróast og þroskast mikið undanfarið og sýnir okkur alla daga hversu mikið hann vill spila,“ sagði spænski þjálfarinn eftir leik. „Í dag fékk hann tækifæri og hann gerði einstaklega vel þar sem hann hjálpaði okkur að vinna leikinn,“ sagði Arteta einnig en Nelson kom inn af bekknum þegar Bukayo Saka þurfti að fara meiddur af velli í fyrri hálfleik. Arteta sagði Nelson hafa mun einbeittari nú en áður. Hann hafi sýnt mikinn þroska í hvernig hann tali og fari yfir leikinn. Þá virðir hann ákvarðanir þjálfarateymisins. 3:01 - There were two years and 107 days between Reiss Nelson's first and second goals in the Premier League, and just three minutes and one second between his second and third goals. Typical. pic.twitter.com/8ndv6HJeIf— OptaJoe (@OptaJoe) October 30, 2022 „Hann er frábær strákur og við viljum öll að hann nái árangri og standi sig vel svo það sem hann gerði hér í dag virkilega skiptir máli.“ Arteta hrósaði sínum mönnum eftir að gera 1-1 jafntefli við Southampton um síðustu helgi og tapa svo gegn PSV í Evrópudeildinni í miðri viku. „Stór lið bregðast við eins hratt og auðið er, við gerðum það. Eftir svekkelsið á fimmtudagskvöld þá hefur þú engan tíma. Við komum hingað á föstudagskvöldi. Náðum hálfri æfingu og þurftum að vera tilbúnir á nýjan leik, ekki aðeins líkamlega heldur einnig andlega gegn liðið sem vann Liverpool.“ „Pressan er alltaf á, maður tapar efsta sætinu og maður finnur fyrir því. Við þurfum að venjast því,“ sagði Arteta að endingu en sigur dagsins lyfti Arsenal upp fyrir Manchester City og þar með á topp deildarinnar á nýjan leik.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Sjá meira