Velta fyrir sér hvort Guardiola ætli að gera Arteta einn greiða í vibót Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. október 2022 17:02 Mikel Arteta og Pep Guardiola unnu lengi saman hjá Manchester City en keppa núna um enska meistaratitilinn með liðum sínum. EPA-EFE/PETER POWELL Manchester City og Arsenal sátu bæði í toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar um helgina en Arsenal liðið endurheimti toppsætið með 5-0 sigri á Nottingham Forest í gær. Arsenal liðið hefur komið mörgum á óvart með frábærri frammistöðu á þessu tímabili og hefur unnið tíu af tólf leikjum og aðeins tapað einu sinni. Fyrir vikið er liðið með tveimur stigum meira en Englandsmeistarar City. Mikel Arteta var aðstoðarmaður Pep Guardiola hjá Manchester City áður en hann tók við liði Arsenal. Hann þekkti liðsmenn City því mjög vel og hefur þegar fengið tvær frábærar sendingar frá City. View this post on Instagram A post shared by FootballTransfers.com (@transfer_centre) Það má segja að Guardiola hafi gert lærlingi sínum tvo greiða í sumar þegar Arsenal fékk bæði Gabriel Jesus og Oleksandr Zinchenko. Báðir hafa bætt miklu við Arsenal liðið þótt Zinchenko sé meiddur þessa dagana. Arsenal borgaði reyndar 77 milljónir punda fyrir leikmennina en þeir hafa styrkt liðið mikið. Nú eru vangaveltur uppi um það í erlendum miðlum hvort að Guardiola gæti gert Arteta enn einn „greiðann“. Margir hafa bent á það að Arsenal liðið er allt annað lið þegar þeir eru með Thomas Partey inn á miðjunni eða þegar Partey er ekki með. Partey hefur meiðst reglulega og Arsenal þarf tilfinnanlega meiri breidd inn á miðjunni ætli liðið að ná að koma sér í gegnum þá leiki sem Thomas Partey er frá. Ilkay Gundogan, miðjumaður Manchester City, er að renna út á samning í sumar. City hefur ekki enn framlengt samning hans og Gundogan má fara að ræða við önnur félög í janúar. Það er því sérfræðingar sem hafa nefnt Gundogan sem mjög góðan kost fyrir Arsenal þótt að vitað sé líka af áhuga á honum heima í Þýskalandi. Gundogan er mjög fjölhæfur miðjumaður og getur því spilað djúpt á miðjunni en einnig getur hann leysta af menn eins og Martin Odegaard eða Emile Smith Rowe. Gundogan er reynslumikill og hefur sýnt leiðtogahæfileika sína hjá City liðinu undanfarin ár. Arsenal var kannski ekki líklegt til að keppa um titilinn við City þegar Gabriel Jesus og Zinchenko komu í sumar og því gæti meiri ógn af Arsenal mönnum minnkað líkurnar á að City leyfi Gundogan að fara þangað. Það breytir ekki því að menn þykir hann frábær kostur fyrir Arsenal liðið. Enski boltinn Mest lesið Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Sjá meira
Arsenal liðið hefur komið mörgum á óvart með frábærri frammistöðu á þessu tímabili og hefur unnið tíu af tólf leikjum og aðeins tapað einu sinni. Fyrir vikið er liðið með tveimur stigum meira en Englandsmeistarar City. Mikel Arteta var aðstoðarmaður Pep Guardiola hjá Manchester City áður en hann tók við liði Arsenal. Hann þekkti liðsmenn City því mjög vel og hefur þegar fengið tvær frábærar sendingar frá City. View this post on Instagram A post shared by FootballTransfers.com (@transfer_centre) Það má segja að Guardiola hafi gert lærlingi sínum tvo greiða í sumar þegar Arsenal fékk bæði Gabriel Jesus og Oleksandr Zinchenko. Báðir hafa bætt miklu við Arsenal liðið þótt Zinchenko sé meiddur þessa dagana. Arsenal borgaði reyndar 77 milljónir punda fyrir leikmennina en þeir hafa styrkt liðið mikið. Nú eru vangaveltur uppi um það í erlendum miðlum hvort að Guardiola gæti gert Arteta enn einn „greiðann“. Margir hafa bent á það að Arsenal liðið er allt annað lið þegar þeir eru með Thomas Partey inn á miðjunni eða þegar Partey er ekki með. Partey hefur meiðst reglulega og Arsenal þarf tilfinnanlega meiri breidd inn á miðjunni ætli liðið að ná að koma sér í gegnum þá leiki sem Thomas Partey er frá. Ilkay Gundogan, miðjumaður Manchester City, er að renna út á samning í sumar. City hefur ekki enn framlengt samning hans og Gundogan má fara að ræða við önnur félög í janúar. Það er því sérfræðingar sem hafa nefnt Gundogan sem mjög góðan kost fyrir Arsenal þótt að vitað sé líka af áhuga á honum heima í Þýskalandi. Gundogan er mjög fjölhæfur miðjumaður og getur því spilað djúpt á miðjunni en einnig getur hann leysta af menn eins og Martin Odegaard eða Emile Smith Rowe. Gundogan er reynslumikill og hefur sýnt leiðtogahæfileika sína hjá City liðinu undanfarin ár. Arsenal var kannski ekki líklegt til að keppa um titilinn við City þegar Gabriel Jesus og Zinchenko komu í sumar og því gæti meiri ógn af Arsenal mönnum minnkað líkurnar á að City leyfi Gundogan að fara þangað. Það breytir ekki því að menn þykir hann frábær kostur fyrir Arsenal liðið.
Enski boltinn Mest lesið Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Sjá meira