Guðmundur yfir í Garðabæinn Sindri Sverrisson skrifar 31. október 2022 14:54 Guðmundur Kristjánsson hefur leikið með FH síðustu ár. VÍSIR/VILHELM Guðmundur Kristjánsson er genginn í raðir Stjörnunnar frá FH en Garðabæjarfélagið tilkynnti um komu Guðmundar með myndbandi á samfélagsmiðlum sínum í dag. Guðmundur, sem er 33 ára gamall, var orðinn samningslaus hjá FH og yfirgaf félagið eftir að hafa spilað með því frá því að hann sneri heim úr atvinnumennsku árið 2018. Guðmundur, sem er að upplagi miðjumaður en lék sem miðvörður hjá FH, hóf meistaraflokksferil sinn hjá Breiðabliki árið 2007 og varð Íslandsmeistari með liðinu árið 2010, þegar hann lék á miðjunni ásamt Jökli Elísabetarsyni sem nú er aðstoðarþjálfari Stjörnunnar. Hann lék með Start í Noregi sem atvinnumaður, í sex tímabil, og á að baki sex A-landsleiki. „Það er geggjað að fá reynslubolta eins og Gumma til liðs við okkur enda leikmaður sem hugsar ákaflega vel um sig og við teljum að hann muni falla vel inní það sem við höfum verið að búa til í Stjörnunni. Eftir samtöl við hann finnur maður vel hversu áhugasamur hann er að leggja sitt af mörkum og er tilbúinn í að leggja allt sitt í verkefnið sem er nákvæmlega það sem við ætlum okkur að gera. Gummi er annar leikmaðurinn sem við bætum við okkur og við erum sannarlega ekki hættir,“ segir Helgi Hrannarr Jónsson, formaður meistaraflokks karla hjá Stjörnunni, en félagið hafði áður fengið til sín Heiðar Ægisson á ný frá Val. „Ég mjög ánægður að ganga til liðs við Stjörnuna. Klúbburinn er með mikinn metnað og gott og spennandi lið, sem ég hlakka til að leggja mitt af mörkum til að gera enn betra. Ég held að sá fótbolti sem liðið spilar henti mér vel og ég get ekki beðið eftir að hitta strákana og byrja undirbúning fyrir næsta tímabil,“ segir Guðmundur í tilkynningu á samfélagsmiðlum Stjörnunnar. Stjarnan FH Besta deild karla Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira
Guðmundur, sem er 33 ára gamall, var orðinn samningslaus hjá FH og yfirgaf félagið eftir að hafa spilað með því frá því að hann sneri heim úr atvinnumennsku árið 2018. Guðmundur, sem er að upplagi miðjumaður en lék sem miðvörður hjá FH, hóf meistaraflokksferil sinn hjá Breiðabliki árið 2007 og varð Íslandsmeistari með liðinu árið 2010, þegar hann lék á miðjunni ásamt Jökli Elísabetarsyni sem nú er aðstoðarþjálfari Stjörnunnar. Hann lék með Start í Noregi sem atvinnumaður, í sex tímabil, og á að baki sex A-landsleiki. „Það er geggjað að fá reynslubolta eins og Gumma til liðs við okkur enda leikmaður sem hugsar ákaflega vel um sig og við teljum að hann muni falla vel inní það sem við höfum verið að búa til í Stjörnunni. Eftir samtöl við hann finnur maður vel hversu áhugasamur hann er að leggja sitt af mörkum og er tilbúinn í að leggja allt sitt í verkefnið sem er nákvæmlega það sem við ætlum okkur að gera. Gummi er annar leikmaðurinn sem við bætum við okkur og við erum sannarlega ekki hættir,“ segir Helgi Hrannarr Jónsson, formaður meistaraflokks karla hjá Stjörnunni, en félagið hafði áður fengið til sín Heiðar Ægisson á ný frá Val. „Ég mjög ánægður að ganga til liðs við Stjörnuna. Klúbburinn er með mikinn metnað og gott og spennandi lið, sem ég hlakka til að leggja mitt af mörkum til að gera enn betra. Ég held að sá fótbolti sem liðið spilar henti mér vel og ég get ekki beðið eftir að hitta strákana og byrja undirbúning fyrir næsta tímabil,“ segir Guðmundur í tilkynningu á samfélagsmiðlum Stjörnunnar.
Stjarnan FH Besta deild karla Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira