Tæplega tvö hundruð látist af völdum Covid-19 hér á landi það sem af er ári Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 31. október 2022 19:44 Guðrún Aspelund er sóttvarnalæknir. arnar halldórsson Hundrað og áttatíu hafa látist af völdum Covid-19 hér á landi það sem af er ári og hafa dauðsföll af völdum sjúkdómsins aldrei verið fleiri. Sóttvarnalæknir segir að sjúkdómurinn valdi mun meiri usla en aðrir smitsjúkdóma á borð við inflúensu. Mikið stökk hefur verið í fjölda dauðsfalla af völdum Covid-19 hér á landi það sem af er ári. Árið 2020 lést 31 af völdum sjúkdómsins, árið 2021 voru þeir átta en það sem af er ári hefur sjúkdómurinn tekið 180. 180 hafa látist af völdum Covid-19 á þessu ári.vísir Sóttvarnalæknir segir að það sem skýra megi þetta mikla stökk sé fjölgun smitaðra vegna hins bráðsmitandi ómíkrón afbrigðis og sú staðreynd að nú séu engar samkomutakmarkanir í gildi. Dauðsföll hafa helst orðið í hópi þeirra sem eru eldri en sjötíu ára. „Og þess vegna erum við að hvetja eldra fólk, alla sextíu ára og eldri og þá sem eru í áhættuhópum að fara í örvunarbólusetningu sem er besta vörnin,“ sagði Guðrún Aspelund, sóttvarnalæknir. Þá minnir hún á að vörnin dvíni á nokkrum mánuðum og leggur áherslu á örvunarbólusetningu. „Nú erum við líka komin með uppfærð bóluefni sem veita vörn gegn upprunalega afbrigðinu og ómíkrón. Það veitir betri vörn. Það þarf að endurtaka bólusetninguna til að vera vel varin fyrir veturinn.“ Hún segir að ríkin í kringum okkur séu einnig að merkja mikið stökk í fjölgun smitaðra á árinu. „Það er talið að staðfest dauðsföll vegna Covid í heiminum séu sex og hálf milljón, en það eru margir sem telja að þau séu jafnvel helmingi fleiri en það - það eru enn að látast í hverri viku þúsundir manns úr Covid.“ Dánartíðni er lægri hér á landi en á hinum Norðurlöndunum.Vísir/Vilhelm Guðrún segir dánartíðni af völdum Covid töluvert hærri en dánartíðni af völdum hefðbundinnar inflúensu. Dánartíðni af völdum sjúkdómsins er þó lægri hér á landi en annars staðar og erum við með lægstu dánartíðnina á Norðurlöndunum. Hvers vegna heldur þú að hún sé lægri hér en annars staðar? „Ég held að við höfum verið fljót að bólusetja, það voru takmarkanir í gildi sem höfðu sitt að segja og heilbrigðiskerfið brást vel við. Ég held að þessi samþætting og þátttaka almennings í aðgerðum hafi skilað þessum árangri.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira
Mikið stökk hefur verið í fjölda dauðsfalla af völdum Covid-19 hér á landi það sem af er ári. Árið 2020 lést 31 af völdum sjúkdómsins, árið 2021 voru þeir átta en það sem af er ári hefur sjúkdómurinn tekið 180. 180 hafa látist af völdum Covid-19 á þessu ári.vísir Sóttvarnalæknir segir að það sem skýra megi þetta mikla stökk sé fjölgun smitaðra vegna hins bráðsmitandi ómíkrón afbrigðis og sú staðreynd að nú séu engar samkomutakmarkanir í gildi. Dauðsföll hafa helst orðið í hópi þeirra sem eru eldri en sjötíu ára. „Og þess vegna erum við að hvetja eldra fólk, alla sextíu ára og eldri og þá sem eru í áhættuhópum að fara í örvunarbólusetningu sem er besta vörnin,“ sagði Guðrún Aspelund, sóttvarnalæknir. Þá minnir hún á að vörnin dvíni á nokkrum mánuðum og leggur áherslu á örvunarbólusetningu. „Nú erum við líka komin með uppfærð bóluefni sem veita vörn gegn upprunalega afbrigðinu og ómíkrón. Það veitir betri vörn. Það þarf að endurtaka bólusetninguna til að vera vel varin fyrir veturinn.“ Hún segir að ríkin í kringum okkur séu einnig að merkja mikið stökk í fjölgun smitaðra á árinu. „Það er talið að staðfest dauðsföll vegna Covid í heiminum séu sex og hálf milljón, en það eru margir sem telja að þau séu jafnvel helmingi fleiri en það - það eru enn að látast í hverri viku þúsundir manns úr Covid.“ Dánartíðni er lægri hér á landi en á hinum Norðurlöndunum.Vísir/Vilhelm Guðrún segir dánartíðni af völdum Covid töluvert hærri en dánartíðni af völdum hefðbundinnar inflúensu. Dánartíðni af völdum sjúkdómsins er þó lægri hér á landi en annars staðar og erum við með lægstu dánartíðnina á Norðurlöndunum. Hvers vegna heldur þú að hún sé lægri hér en annars staðar? „Ég held að við höfum verið fljót að bólusetja, það voru takmarkanir í gildi sem höfðu sitt að segja og heilbrigðiskerfið brást vel við. Ég held að þessi samþætting og þátttaka almennings í aðgerðum hafi skilað þessum árangri.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira