Klopp biður fólk um að dæma Liverpool ekki fyrr en eftir tímabilið Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 1. nóvember 2022 17:45 Jürgen Klopp biður fólk um að bíða með sleggjudómana þangað til eftir tímabilið. Nathan Stirk/Getty Images Þjóðverjinn Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarfélagsins Liveprool, segir það ekki sanngjarnt að fólk dæmi um það hvort velgengni liðsins sé lokið í bili á þessum tímapunkti. Hann segir að slíkir sleggjudómar ættu frekar að falla að tímabilinu loknu. Liverpool hefur nú tapað tveimur deildarleikjum í röð, en báðir leikirnir voru gegn liðum sem flestir myndu telja hálfgerða skyldusigra fyrir liðið. Lverpool tapaði gegn Leeds síðastliðinn laugardag og viku áður hafði liðið tapað gegn nýliðum Nottingham Forest. Eftir tapleikina tvo situr Liverpool nú í níunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar með aðeins 16 stig eftir 12 leiki, 15 stigum á eftir toppliði Arsenal. „Við skulum fella dóma seinna á tímabilinu, eða jafnvel eftir tímabilið. Þá skulum við sjá hvort að það sé tími til kominn til að kalla þetta gott fyrir þennan leikmannahóp eða jafnvel þjálfarann,“ sagði Klopp er hann var spurður hvort velgengni liðsins væri að fjara út. „Þá skulum við velta þessu fyrir okkur. Á þessari stundu er ekki hundrað prósent sanngjarnt að dæma liðið af því að það þýðir að við þurfum að dæma allan leikmannahópinn og við erum ekki búnir að hafa alla klára undanfarið.“ „Okkur vantar gæði fram á við. Miðað við alla þessa leiki sem við erum að spila þá myndum við yfirleitt gera nokkrar breytingar á milli þeirra, en við getum það ekki. Þetta er svipuð staða á miðsvæðinu þar sem menn eru inn og út vegna meiðsla. Svona hefur staðan verið í nánast öllum stöðum á vellinum.“ „Við búumst við meira af okkur sjálfum. Leikmennirnir búast við meiru og ég býst við meiru frá þeim, en við verðum að vera vissir um að við séum að taka skref í rétta átt,“ sagði Klopp að lokum. Jurgen Klopp on Liverpool future: “The judgement on this team will be asked at the end of the season. We do our job in public”. 🔴 #LFC“We are all out there to be judged, manager, players… but I don't think about it. At the moment it's not 100% fair to judge us”. pic.twitter.com/kwHpWihBmh— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) October 31, 2022 Liverpool tekur á móti Napoli í lokaumferð riðlekeppni Meistaradeildar Evropu í kvöld, en bæði lið hafa nú þegar tryggt sér sæti í 16-liða úrslitum. Klopp og lærisveinar hans geta þó enn stolið efsta sæti riðilsins af Napoli, en til þess að það gerist þarf liðið að vinna með að minnsta kosti fjögurra marka mun. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Sjá meira
Liverpool hefur nú tapað tveimur deildarleikjum í röð, en báðir leikirnir voru gegn liðum sem flestir myndu telja hálfgerða skyldusigra fyrir liðið. Lverpool tapaði gegn Leeds síðastliðinn laugardag og viku áður hafði liðið tapað gegn nýliðum Nottingham Forest. Eftir tapleikina tvo situr Liverpool nú í níunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar með aðeins 16 stig eftir 12 leiki, 15 stigum á eftir toppliði Arsenal. „Við skulum fella dóma seinna á tímabilinu, eða jafnvel eftir tímabilið. Þá skulum við sjá hvort að það sé tími til kominn til að kalla þetta gott fyrir þennan leikmannahóp eða jafnvel þjálfarann,“ sagði Klopp er hann var spurður hvort velgengni liðsins væri að fjara út. „Þá skulum við velta þessu fyrir okkur. Á þessari stundu er ekki hundrað prósent sanngjarnt að dæma liðið af því að það þýðir að við þurfum að dæma allan leikmannahópinn og við erum ekki búnir að hafa alla klára undanfarið.“ „Okkur vantar gæði fram á við. Miðað við alla þessa leiki sem við erum að spila þá myndum við yfirleitt gera nokkrar breytingar á milli þeirra, en við getum það ekki. Þetta er svipuð staða á miðsvæðinu þar sem menn eru inn og út vegna meiðsla. Svona hefur staðan verið í nánast öllum stöðum á vellinum.“ „Við búumst við meira af okkur sjálfum. Leikmennirnir búast við meiru og ég býst við meiru frá þeim, en við verðum að vera vissir um að við séum að taka skref í rétta átt,“ sagði Klopp að lokum. Jurgen Klopp on Liverpool future: “The judgement on this team will be asked at the end of the season. We do our job in public”. 🔴 #LFC“We are all out there to be judged, manager, players… but I don't think about it. At the moment it's not 100% fair to judge us”. pic.twitter.com/kwHpWihBmh— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) October 31, 2022 Liverpool tekur á móti Napoli í lokaumferð riðlekeppni Meistaradeildar Evropu í kvöld, en bæði lið hafa nú þegar tryggt sér sæti í 16-liða úrslitum. Klopp og lærisveinar hans geta þó enn stolið efsta sæti riðilsins af Napoli, en til þess að það gerist þarf liðið að vinna með að minnsta kosti fjögurra marka mun.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Sjá meira